Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 2
0000000000000000000<0000000000<00000000000000000000000<000
Það er alveg óírúlega menntandi að vera með
Bergi Pálssyni og Helga Sæm. í Lídó á skákmóti
og það jafnvel, þó maður kunni varla manngang-
inn. Bergur segir engar samkomur jafn demó-
kratískar og skákmót. Þar ræði saman öskukall-
inn og ráðherrann, læknirinn og gagnfræðaskóla-
pilturinn', jafnvel heildsalar og búðarholukram-
arar sjást líka í hörkudiskúsjón. Helgi segir, að
Ari Guðmundsson frá Þúfnavöllum sé einn al-
mesti áhugamaður um skák, sem hann þekki og
næst honum gangi skáldið Þorgeir Sveinbjarnar-
son.
Þeir hafa enga minnimáttarkennd skákmenn-
irnir okkar ungu og eru ekkert að glúpna, iþó
þeir horfi framan í fræg andlit útlendra stjama.
Ég held þeir séu einu íþróttamennirnir íslenzkir,
sem aldrei þurfa á afsökunum að halda í keppn-
um víð litlenda. Þeir eru ekki að bera fyrir sig
hita eða of miklum kulda, hlutdrægum dómara
eða slæmum hótelum o.s.frv. sem maður rekur
sig á í íþróttasíðum dagblaðanna, þegar bolta-
íþróttamenn keppa á erlendum vettvangi. Það
eru nú meiri ófarirnar hjá þeim blessuðum mönn-
unum.
Ég var að tala um þá Helga og Berg og hef alls
ekki efni á að sleppa svo skemmtilegum mönnum
úr skotmáli strax. Helgi Iét ekkert uppi um skák-
hæfileika Bergs, en hins vegar sagði Bergur, að
cinu sögurnar, sem færu af skákmennsku Helga,
væru að Vilmundur landlæknir hefði eytt löngum
tíma í að kenna honum mannganginn og algeng-
ustu byrjanir, en Helgi hafi farið vel með árang-
urinn. Annars talar Helgi mjög fallega um skák-
ina, og ég heyrði og sá, að hann var málkunnugur
Friðriki stórmeistara.
Mér skilst, að skákmót séu ekki mjög skemmti-
leg til að byrja með og raunar ekki fyrr en í
restina, þegar allt er að fara í hundana. Þá er fyrst
spennandi. Þá geta menn ekki lengur setið kyrrir,
allir vilja sjá réttu leikina fyrir, og þá er gott
að eiga spekingana að.
Ég náði mér í greindan menntaskólapilt og
Iét hann segja mér, livernig hver skák stæði, og
svo sneri ég mér að næsta manni og setti mig
í stellingar og sagði, að auðvitað ætti Friðrik
að leika F 5. Maðurinn við hliðina á mér var nú
ekki aldeilis á sama máli og þuldi upp langa runu
af Ieikjum með bæði skák og mát og mér var öll-
um lokið og þá leitaði ég þá uppi Helga og Berg,
sem seztir voru niður og kældu blóðið með
ávaxtasafa og létu móðan mása um uppruna
einhvers ótínds Húnvetnings, sem ég hvorki
þekkti haus né hala á.
Friðrik vann auðvitað sína skák, aðrir töpuðu
og sumir gerðu jafntefli. Enga sérstaka ógleði
var að sjá á þeim, sem höfðu tapað, þeir hafa
sjálfsagt hugsað til hefnda.
Maður hlýtur að hafa meiri trú á æskunni
eftir að hafa verið á skákmóti í Lídó, því dreng-
irnir, sem þar spila eru aldeilis jafnokar erlendra.
Bridds er líka fínt spil, þótt þátttakendur í
stórkeppnum þar séu af eldri kynslóð en í skák-
inni. Þar er líka kvenfólkið í fremstu víglínu og
það er ekki óskemmtilegt að sjá þær svínbeygja
bændur sína svo þeir eiga engin ráð önnur en
ski-eppa á barinn og fá sér einn. Hitt er aftur
á móti ósköp leiðinlegt, þegar hjónafólk spilar
saman og allt er í háalofti, eintómar skammir og
meiningar, svo manni dettur í hug hjónaskiln-
aður á næsta leiti.
Handboltinn er svo sem ágætur, að minnsta
kosti á Hálogalandi, og þar hafa okkar menn
sýnt frábæran leik við litlenda snillinga. Ein-
hvem veginn er það samt svo, að þegar dreng-
irnir okkar eru komnir út fyrir landssteinana
þá fer allt í hund og kött, og það hefur gengið
svo langt, að útvarpið er hætt að senda Sigurð
Sig. með liðunum, því auðvitað tekur það á fínu
taugarnar hans, að sjá niðurlag Mörlandans. Nú
síðast burstuðu Danir okkur rækilega, og þá
kom upp úr kafinu, að vörnin var svo fjári slöpp,
að slíkt hafði aldrei sézt á dönskum leikvangi.
Auðvitað var dómarinn líka hlutdrægur og gerði
í því að dæma mörk af okkar mönnum.
Nú er annars kominn vetur. Hann gerði engin
boð á undan sér, aðeins ofurlítið háþrýstisvæði
yfir Grænlandi, sem enginn tók eftir. Nú svo
gleymdi maður auðvitað að fara í síðbuxurnar og
á miðri leið í vinnuna stóð maður gegnkaldur
á báðum áttum, hvort halda ætti áfram og verða
kannske úti eða snúa aftur heim og hátta í hlýj-
una hjá konunni og láta hana hríngja og segja
kvef og innantökur. Verri kosturinn var valinn
og nú alvöru kvef með lekandi nefi og þyngslum
fyrir brjósti. Bíleigendur standa þessa dagana í
sífelldu basli við að koma tíkunum af stað á
morgnana og þeir eru ófáir, sem komast ekki
í vinnuna fyrr en undir hádegi.
B. Bjarman.
50 SUfíNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐ10