Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 19

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 19
nr hvatningar við. Hann átti í sí- felldum deilum við föður sinn, stundum í bandalagi við einhverja bræður sína, stundum ekki. Há- marki náðu átökin milli þeirra ár- ið 1185, en þá ákvað Hinrik að taka hertogadæmið Akvítaníu af honum og fá það Jóhanni bróður hans, sem enn hélt tryggð við föð- ur sinn. Elzti bróðirinn, Hinrik, hafði andazt árið 1183, svo að Rík- harður stóð næst ríkiserfðum í Englandi. En hann taldi sig ekki þar fyrir þurfa að láta hertoga- dæmið af höndum, og í þeirri af- stöðu studdi móðir hans hann, en an hennar samþykkis var erfitt að fá Akvítaníumenn til að fallast á nokkrar breytingar. Á næstu ár- um var næstum samfleytt styrj- aldarástand milli þeirra feðga, án þess að neinn græddi á því, nema Eilippus Frakltakonungur, sem var laginn undirróðursmaður. Meðan deilur þeirra feðga stóðu sem hæst, bárust þær fregnir norð- ur í Evrópu, að Serkir hefðu sigr- að Jerúsalemríki kristinna manna 4- júlí 1187 og um haustið hefði Saladdin, fyrirliði Serkja haldið inn í borgina sjálfa. Jerúsalem- ríkið hafði verið stofnað af kross- förum í fyrstu krossferðinni tæpri öld áður, og þótt menn vissu reynd- ar, að ríkið var ekki lengur eins öflugt og í fyrstu, áttu menn ekki von á slíkum hrakförum sem þess- um. Um alla álfuna sló óhug á menn við þau tíðindi, að hin helga borg væri fallin I hendur Múhamm cðsmanna, og öllum þorra manna þólti það mjög ámælisvert, að kristnir konungar í Evrópu skyldu berjast sín á milli, meðan þessir atburðir væru að gerast. Mönnum þótti sjálfsagt að lið yrði sent austur til styrktar kristnum mönn- um í Gyðingalandi og til að freista þess að ná Jerúsalem aftur iir höndum Serkja. Álitlegastur odd- viti slíkrar krossferðar var talinn Ríkharður hertogi Ljónshjarta, og hann hlýddi líka kallinu án tafar. í nóvember 1187 lét hann smyrj- ast til krossfarar. Tveimur mán- uðum síðar fóru þeir Hinrik II., faðir hans, og Filippus Frakka- konungur að dæmi lians, og bæði í Frakklandi og Englandi var far- ið að undirbúa leiðangurinn. Nokkuð dróst þó að hafizt væri handa. Enginn þessara þriggja valdamanna virtist það mikið kappsmál að rækja heit sín. Ófrið- ur brauzt út milli Ríkharðar og Filippusar Frakkakon. Hinrik II. skarst í leikinn gegn Frakklandi. En þá sneri Ríkharður við blað- inu, sættist við f'rakkakonung og snerist á sveif með honum gegn Hinriki.Að vonum blöskraði mönn um þessi ófriður milli feðga og væntanlegra samherja i krossferð, og bæði páfi og erkibiskupinn af Kantarborg gerðu tilraunir til að miðla málum. En þær tilraunir voru árangurslausar, og friður komst ekki á aftur fyrr en Hinrik II. andaðist í júlí 1189 og Rlkharð- ur tók við öllu hinu víðlenda ríki:- hans. 1 S Nú var almennt ætlað, að ekki yrðu frekari tafir á því, að kross- ferðin hæfist. Þéir Ríkharður og Filippus voru bandamenn ög vin- ir að, kalla. En þó hikuðu báðir ; enn um hríð. Hvorugur þcirra Dánarmynd Elenóru drottningar. Hún unni Ríkharði mest alira sona sinna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ g7

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.