Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 3
1 Reidar Ekner: Pranskar bókmenntir eiga sitt forna þjóðlega hetjukvæði þar sem er Rollandskviða og spanskar ^væðið um Cid. Bæði þessi hetjukvæði segja frá viðureign kristinna manna við Serki og þau hafa bæði sögulegan efniskjarna, hið fyrmefnda ófar- irhar sem baksveitir Karls mikla fóru við Ronce- vaux árið 778, og hið síðara atburði sem bendlaðir eru við fyrirmynd Cids, Ruy Diaz de Bivar, sem er látinni árið 1099. Og fjöldi kvæða er til um kappa Kárlamagnúsar, paladína hans eða markgreifa, sem vitna um vinsældir efnisins. Það er á færra vitorði að við austanvert Miðjarð- arhaf var einnig, o'g er enn í dág til þjóðlegt hetju- kvæði frá sama tima, kvæðið Um Digenis Bas- ííqs Akrítas. Digenís var útvörður kristindómsins gegn mú- hameðsmönnum í austri éins ög þeir Rollant og Cid 1 vestri. Sögurnar um hetjudáðir hans hafa lifað a vörum fólks fram á þenhan dag og eru kunnar utn alla Litlu-Asíu og í löndUm Slava norðan Svartahafs. Á nýgrísku eru til meir en þúsund kvæði, Þ’agidia, sem fjalla um Digenís og akrítana, léns- herra Miklagarðskeisara á iandamærum hans og ^alífans, einkum fjalllendinu í austurhluta ríkis- lr>s. Sum þessara kvæða munu vera æðimiklu eldri 011 hetjukvæði það um Digenís sem komið hefur í Is’tirnar eftir 1876 í einum sex mismunandi gerð- Urn innbyrðis. Fyrsta handritið fannst í Trape- ?unt þar sem býsanzkt ríki hélzt við lýði nokkur ár eftir að Týrkir tóku Miklagarð árið 1453. Þær gerð- U' kvæðisins sem nú eru þekktar eru þesslegar að tað hafi verið lærðir klerkar, sem þekktu ekki Qinungis þjóðkvæðin en einnig Hómcrskviður og A,exanderssögu, sem skráðu eða öllu heldur ortu fcær. Tónninn í kvæðinu, til að mynda hinni hátt- þ'indnu Grotta Ferrata-gerð þess, er guðrækinn og uppbyggiiegur, en þar fyrir brýzt fram í kvæðinu ‘‘k munaðarkennd, ævintýragleði. 1001 nótt er ekki la-ugt undan. Gunnar Ekelöf hefur lengi stefnt áleiðis til ’* ikklands og Miklagarðs í skáldskap sínum. Fyrir 0 árum skynjaði hann minjar grískra áhrifa í taliu. og þegar hann komst til Grikklands nokkru a!ðar kynntist hann í helgimyndadýrkun alþýðunnar rúarbrögðum sent eiga sér miklu eidra upphaf cn ‘ariutrú kristindómsins. Grikkland varð fyrir hon- GION Sænska skáMið Gunnar Ekelöf hlaut fyrir skenrmstu bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Diwán över Fursten. aiv. ■ Emgión. í gr-eininni. sem. hér birt- ist fjallar sænskur bókmenntafræð- ingur um kvæðin, lýsir- efnivið þeirra og forsögu og segir frá til- komu kvæðanna. um land mcð suhdurkysstum íkonum í hvítkölk- uðum kaþellum. Á sumúm helgimyndum, íkonum er • sýnd madonna sem ekkert barn'hefur alið, Atokos. Þessi konumynd er einnig nefnd eilíf mær, Aéipárt- henos, og almóðir, Panayía. í henni sér Ekelöf forkristna móðurdýrkun, tengda bæði Heru hinni argversku, og hinni margbrjósta Díönu frá Efesos. Og hún verður einnig fyrir honum holdtekja meyj- arinnar dularfullu sem hefur birzt í svo margbreyti- legu liki í skáldskap hans. Frá Grikklandi lá leiðin áfram til Miklagarðs og býsanzkrar sögu ög bókmennta. Þar kynntist hann sagnaflokknum um Digenís Akritas og ald- irnar um árið 1000, er örlög austrómverska rikisins réðust af innbyrðis sundurlyndi og vaxandi ágangi tvrkneskjra þjóðflokka sem tekið höfðu múhameðs- trú. Ósigur Rómverja árið 1071 við Manzikert, klettavígi norðan við Taurus í Armeníu, varð af- drifaríkur. Þar tóku Seldjúkar, tyrkneskur þjóð- flokkur, keisarann Romanós Diogénes liöndum, nýt- an og hraustan mann; eftir að hann losnaöi ur haldí ALÞÝÐUBLASIB - SUNNUDAGSBLAÐ 5J

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.