Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 10
búinn að segja yður, að ég get það ekki. En þér vilduð kannski reyna að sigrazt á þessu út- slitna smáborgaralega mannhatri, sem er kallað miskunn, og þá gætuð þér hjálpað mér. Sjáið, hér er ég, ég sit á handriðinu. Ég sný mér að ánni og ég held mér ekki iengur föstum mcð höndun- um. Ég held jafnvægi með skrokkn um. Það þarf ekki nema rtt að ýta við mér og ég fer niður. Ég lofa að ég skal vera kyrr og ekki gera yður erfiðara fyrir með því að streitast á móti. Nú getíð þér hrint mér með því rétt að koma við mig. Hugsið um það: .Bai-a rétt aS koma við mig. En með því gerðuð þér mér mikinn greiða, Þér þurfið aðeins að hrinda frá yður í eina andrá þessum heimsku legu siðfræðihugmyndum, sem láta milljónir manna falla í styrjöld- um, en banna lækni að gefa ó læknandi sjúklingi lítinn dropa af eitri, sem gæti bundið enda á þjáningar hans- Slíkt er ekki leyft nema gagnvart dýrum. Hestar eru skotnir, ef þeir fótbrotna. . . Far ið þið allir til fjandan. Ég vildi ég væri hestur. Eödd hans var allt í einu orðin hvöss og æstv Hann virtist meina það sem hann sagði. Ég hefði að sjálfsögðu getað spurzt fyrir um það, sem rak hann út í dauðann. Það gæti hafa verið einhver mis skilningur að baki því öllu saman, einhver mistök, sem enn væri hægt að bæta úr. En hönd mín titraði af áfergju í að gera það, sem hann bað mig um. Ég fann til sömu löngunar og þegar ég stal hönzkunum. Mér var stjórnað af löngun til að reyna eitthvað óvenjulegt og af óstöðv andi forvitni eftir að vita, hver viðbrögð mín yrðu. Ég hafði enga meðaumkvun með manninum, sem sat á handriðinu og beið eftir svari mípu. — Jæja þá, sagði ég, — Ég er viss um, að þér hafið hugsað þetta allt rækilega, og þess vegna skal ég gera það sem þér viljið. En gáið að því, að. ég yerð að vera fljótur. Ég veit ekki hve lengi ég kann að vilja hjálpa yður. Hann snéri sér hægt í átt til mín os í svip gat ég greint undrun og angist á andliti hans. Ef til vill hafði öll ræða hans verið haldin til þess eins að sýnast, til að vekja á sér athygli, en það er löngun, sem nær stundum tökum á fólki, jafnvel við hörmulegustu aðstæður. Ef tfl vill hafði hann enn vonað að ég neitaði bón hans; ef til vill hafði hann innst inni hald- ið að ég reyndi að telja honum hughvarf, biði honum aðstoð mína og gæfi honum peninga. En stoltið — þetta undarlega stolt, sem stundum getur verið sterkara en örvæntingin kom í veg fyrir að hann tæki aftur það sem hann hafði sagt. Hann sat kyrr, sneri sér frá mér og slcppti takinu á handriðinu. Ég ýtti snögglega á bakið á hon um, með lófanum. Fyrst hélt ég að ég hefði ekki ýtt nógu fast; hann laut áfram, ef til vill til að reyna að ná taki á handriðinu. Hann var sekúndubroti of seinn. Hann gaf frá sér hryglukennt vein og líkami hans féll hjálpar- vana niður á við. Þegar ég leit niður á ána, var ísinn á hreyfingu sem fyrr; endalaus fylking af ís- jökum flaut niður ána svo langt sem augað eygði. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því, að ég hafði framið glæp og ég horfði vandlega í kringum mig til að sjá, hvort eitthvert vitni hefði af tilviljun verið í ná grenninu. Vein aumingja mannsins hafði verið veikt, en Þó var hugs anlegt að einhver gæti hafa heyrt það. Um stund varð ég eins ótta- sleginn og raunverulegur morð ingi. En ótti minn var ástæðulaus. Enginn reyndi að stöðva mig, þeg- ar ég sneri mér við og hélt áfram og ég mætti engum á leið minni. Gestur minn þagnaði, augu hans blíndi á eitthvað, sem eng- inn annar gat séð hann, starði út í tómið. Síðan kveikti hann sér aftur í sígarettu, og andlit lians tók á sig hið fyrra svipmót ör lítillar. vart merkianlegrar hæðni. — Komust þér nokkurn tíma að bví hver bessi ungi maðijr var? snurði ég eftir nokkra stund. — Já. ég komst að bvf,. f TU)Hror yriViir* Iíjc &cr Trarífllprfp pr nrrt ríAlíernrtr?? ntf fólk. er fannst drukknað. Það leið talsverður tími, þar til Jíki hans skolaði á land einhvers staðar og yfirvöldin komu- honum fyrir. sig Þessi maður hafði verið stúdent, en var orðinn ólæknandi eitur- lyfjaneytandi og hafði dottið á þá frumlegu hugmynd að ná pen ingum út úr fólkj með því að þykj ast ætla að fremja sjálfsmorð. Ör lögin höguðu því svo til að hann varð á vegi mínum, þegar ég var að leita að einliverri róttækri lífs- reynslu. Ef til vill var sjálfsmorðs löngun hans þó ekki tóm uppgerð en alltaf þegar lionum tókst að komast yfir einhverja peninga skipti hann um skoðun og keypti sér meira eitur. Þannig var líf lians orðið vonlaus vítahringur. Ég get bætt því við, að ég fann aldrei til minnsta votts af samvizkubiti, jafnvel þótt ég væri bæði þjáður og morðingi, samkvæmt bókstaf laganna. Hann þagnaði, og aftur leit hann út fýrir að vera ósköp venju legur maður. ^tiitiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiuiii ’>-»»» iiiuiiiiiiiiuiiiriii u, | MOLAR [ Picasso sat á veitinga- I | húsi. Allt í einu kallaði I \ hann á þjóninn og spurði: = — Hvernig finnst þér : i málverkin mín. | Þjónninn: — Ja, satt að \ | segja. þá skil ég þau nú i I ekki alltaf. Picasso: Skilurðu kín- | | versku? i Þjónninn: — Nei. Picasso: — Það gera f i fimm hundruð milljónir. i Soonerset Maugham sem ? i nú er nýlátinn, sagði eitt | i si-nn um þá stétt manna. i : sem hann sem rithöfundur 1 : átti einna mest saman vlð i | að sælda: ritdómarana: — i E ■ | Víst má gera 'góðan ritdóm i i ara úr slæmum rithöfundi. | i Það verður oft ágætt edík i i úr ódrekkandi víni. i i ?<l'IIIIIUIIIIIIIIIIIIMM«»^‘-í'<IIIIH»l«l*IIH»*lllllllllll,IIIHvV> §g SUNNUDAGSBLAJQ - ALÞÝÐUBLAÐIQ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.