Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 13
í , .Œvintururri _
Tveir menn gripu á milli sín kistuna,
sem Kaili var í.
En nú var Kalli vaknaður og æpti eins
hátt og hann gat, þegar hann fann sér
lyf t upp.
Mennimir misstu kistuna, þeim varð svo
bilt við.
Sem ibetur fór meiddi Kalli sig samt
ekki.
Pötin hlífðu honum.
Nú voru lyklar sóttir í skyndi og kist-
an opnuð.
Allt fólkið hópaðist um drenginn og
spurningum rigndi niður yfir hánn.
Hann leysti greiðlega úr þekn, þó að
honum liði ekki vel.
Laeknirinn í hópnum tíatt strax um
öxlina á honum. Síðan voru honum
fengin föt til að vera í. Hann hló að
s.iálfum sér í þeim.
Það var silkitreyja og glansandi poka-
buxur í sterkum litum.
Hvítir sportsokkar og lakkskór með
stórri spennu á ristinni.
Lar að auki fékk hann geipiháa stromp-
húfu, sem í var stungið löngum prjóni
^eð kúlu á endanum.
AUir klöppuðu og sögðu, að hann liti
ht eins og lítill sirkusleikari.
Eormaður hópsins, sá með svarta skegg
tð áleit 'bezt, að hann yrði rólegur hjá
þeim á sýningunni isama kvöldið.
Þar myndi koma sarrían margt fólk
°S þá ætlaði hann að auglýsa Kalla
eins og kettling, isem hefði týnzt.
Þetta urðu allir ánægðir með og var
nú tekið til óspilltra málanna við að
undirbúa kvöldið og skemmti Kalli sér
prýðilega við að hjálpa hinum nýju
vinum sínum.
Rétt áður, en sýnmgin átti að hefjast,
þyrptist fólkið að og raðaði sér í stól-
ana, sem stóðu hringinn í kring um tré
Pal1- j*
Þessi pallur var leiksviðið.
Maðurinn með svarta skeggið hafði lát-
ið lítinn stól inn á sviðið og nú sat Kalli
þar í sínum skrautlega búningi og horfði
spenntur í kringum sig.
Leikstjórinn ivildi h'afa hann á áberandi
stað, til að hann sæist vel, ef einhver
áhorfandinn væri að leita áð honum.
Þetta þótti Kalla mjög skemmtilegt,
því að hann sá betur um leiksviðið en
nokkur annar.
Sýningin byrjaði á því, 'að hljómsveitin
gekk spilandi nokkra hringi um leik-
sviðið með fílinn í broddi fylkingar.
Hann var allur skreyttur með dúskum
og kögri og uppi á hálsi hans sat trommu
leikarinn og barði bumbuna af öllum
mætti.
Þegar lagið var búið gekk fylkingin út
af pallinum og allir klöppuðu.
[Síæst ætlaði Ijónatemjarinn í hópnum
að sýna listir sínar. Fjórir, skrautlega
búnir menn drógu nú ljónabúrið inn á
pallinn.
FRAMHALD.
ALÞVÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAG5BLAÐ gj