Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 20

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 20
treyst hinum neí'nilega svo vel, að hann þyrði að hætta á að fara úr landi, nema öruggt væri, að þeir færu báðir. Og Ríkharður varð fyrst að fara til Englands til að láta krýna sig, afla fjár til her- ferðarinnar og gera ráðstafanir um stjórn ríkisins í fjarveru hans. Þetta allt tók sex mánuði, og er þeir ætluðu að leggja af stað að því loknu, andaðist di'ottning Fil- ippusar, og varð hann af þeim sök- um að fresta brottför sinni. Rík- harður vildi ekki fara án hans og beið líka eftir því, að Filippus yrði ferðbúinn. Að því kom loks í júlí árið 1190, og þá héldu þcir báðir af stað austur í heim með herji sína. Ýmsum samtíðarmönnum Rík- harðar var farið að þykja nóg um. hve krossför hans dróst á lang- inn, og sumir voru farnir að efast um heilindi hans í því máli. Menn gátu vel fyrirgefið honum, að hann hafði farið með her á hendur föð- ur sínum, en hitt var verra að þola honum undanbrögð frá því að rækja skyldu sína við kirkjuna og hina kristnu trú. Ekki virtist þó ástæða til að bera brigður 'á að Rikharöur hafi af lieílum huga fýst að komast austur í Jórsala- heim til að berjast við Serki. En á hinn bóginn hætti honum oft við að iofa meiru en hann gat efnt. Hann var nýjungagjarn og gekk oft tii nýrra starfa mcð eldmóði í byrjun, en þreyttist fljótt og byrjaði á einhverju öðru. Töfin á, að krossferðin hæfist, var heldur ekki síður sök Filippusar en Rík- harðar, en Filippus kunni betur að gæta tungu sinnar og var spar á loforð og þar að auki lét hann það aldrei fara á milji mála, að hann mæti hag ríkis síns meir en krossferðina. Vera má einnig, að hvorugur þeirra konunganna hafi talið neina sérstaka ástæðu til að flýta sér. Menn vissu, að Saladín hafði verið stöðvaður við Tyros og krossíara- riddarar höfðu hafið sókn gegn Serkjum og stefndu að því að ná Ekru á sitt vald. Öflugri her en þeir Filippus eða Ríkharður réðu yfir hafði auk þcss haldið austur í maí 1189 undir stjórn Friðriks Barbarossa keisara, og það er ekki ósennilegt, að þeir félagar, konung- ar Englands og Frakklands, hafi ekkcrt vcrið að flýta sér til liðs við herafla, sem hlyti að viöur- kenna annan stjórnanda þeim æðri. Eii mánuði áður en þeir kon- ungarnir héldu að lokum af stað drukknaði Ffiðrik keisari í Litiu- Asíu og hersveitir hans leystust smám saman upp. Þörfin á aðstoð frá Evrópu var þess vegna mikil. Ríharður var samt ekkert að flýta sér austur. Floti hans sigldi til Miðjarðarhafs um Njörvasund, en sjálfur fór hann landveg til Marseille og steig þar um borð. Þaðan héldu nokkur skip beina leið til Sýrlands og veitti erki- biskupinn af Kantaraborg því liði forstöðu, en sjálfur ákvað Rík- harður að koma við á Sikiley með meginhluta liðsins. Jóhanna syst- ir hans lifði þar í ekkjustandi og sætti óbliðri meðforð hjá Tan- kred konungi. Hann neitaði að greiða henni heimanmund hennar og einnig neitaði hann að borga upphæð, sem konungurinn, maður hennar, hafði ánafnað Hinriki II. Englandskonungi og afkomendum hans. Ríkhardur kom til Sikileyj- ar í september 1190 og lét það verða eitt sitt fyrsta verk að þröngva Tankred til að gjalda þetta fé. Síðan sættist hann þó við Sikileyjarkonung og tók upp nána samvinnu við hann, Filipp- usi Frakkakonungi til sárra von- brigða, en hann hélt líka kyi'ru fvrir á Sikiley allan tímann sem Ríkharður dvaldist þar. Á yfir- borðinu var líka góð vinátta með þeim konungunum og Filippus leysti Ríkharð undan gamalli trú- lofun hans og frönsku prinsess- unnar Alísar. í staðinn gekk Rík- harður að eiga Berengaríu af Na- varra, og kom móðir hans til Sik- ileyjar með brúðina á fund hans. Vorið 1191 héldu þeir konung- arnir frá Sikiley, Filippus Frakka konungur fékk gott leiði alla leið ti! Sýrlands, en Ríkharður lagði af stað nokkru síðar og lenti í ofviðri. Floti hans tvístraðist að nokkru leyti, en safnaðist aftur saman við Kýpur. Skipið, sem systir hans og Benengaría voru á, kom til Kýpur viku fyrr en hann sjáfur. Þá réð yfir Kýpur ísak Commenus, sem kallaði sig keisara og var uppreisnarmaður gegn Miklagarðskeisara. ísak hugðist taka hinar tignu konur i gíslingu. Þær neituðu þó að ganga g3 SUNNUPAG&BLAi) - ALPÝeUBLAÐlÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.