Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 6
oooooooooooooooooooooooo
ooooooooooooooooooooooooo ooooooooooooooooooooooooo
Margréf HaESdérsdótfér:
Hundur bjargar
mannslífi
Árið 1904 er ég 7 ára gömul
og hjá móðurbróður mínum, Sig
urjóni Jónssyni og konu hans
Sigriði Sigvaldadóttur. Þau
bjuggu á Hreinsstöðum í Hjalta
staðaþinghá. Hjá þeim var ann-
að tökubarn, piltur scm Jón hét.
Hann var l'jórum át'um eldri en
ég. Okkur samdi ávallt vel og
lékum við ætið saman. Þó
minna væri um leikföng en nú
tíðkast, var alltaf hægt að finna
upp á einhverju. Þegar snjór
var á jörðu fórum við með f jósa
sleðann til að renna okkur á.
Hann var notaður til að flytja
mykjuna úr fjósinu út á tún.
Tókum við þá kassann af sleð-
anum og sleðinn var hreinn svo
að hægt var að sitja á honum.
Á bænum var auðvitað hundur,
sem hét Tryggur og okkur mjög
kær. Þegar við vorum úti við,
var hann venjulega með okkur
og ef við vorum að bruna, sat
hann hjn okkur á sleðanum og
virtist hafa mikla ánægju af að
fá að vera með.
Á næsta bæ, var ungur mað-
ur, sem ég nefni Bjarna. Hann
mun hafa fellt hug til heima-
sætunnar, dóttur hjónanna, og
sagt var að með þeim hefðu
verið nokkrir kærleikar. En þar
sem hann var eignalaus ein-
stæðingur var hann látinn
Skilja, að þau gætu aldrei feng
ið að njótast, 'hann skyidi venda
hug sínum til annarra kvenna.
Eftir að þetta gerðist fór
hann að neyta áfengis og bar
það við að hann sást drukkinn.
Þegar fóstri minn þurfti að
fara að heiman, daglangt eða
lengur, var hann vanur að fá
Bjarna lánaðan til að sinna
fénu á meðan hann væri fjar-
verandi. Bjarni hafði oft verið
hjá okkur og líkaði öllum vel
við hann.
Nú var það einn dag, er snjór
var yfir allt og lítið frost, að
við Nonni tókum sleðann og
héldum út á tún, til að renn.a
okkur á hólunum, som þar.
eru. Þegar við höfum brunað
í nokkra stund, kemur Trygg-
ur á hendingskasti og er með
hinu mesta írafári. Hann hegð-
ar sér ólíkt því sem hann var
vanur. Hann vill ekki sitja hjá
okkur á sleðanum, en geltir og
hlevpur fram og aftur og glefs-
ar í fætur okkar. Ég segi þá við
Nonna ,að við skulum reyna
að komast eftir því hvað Trygg-
ur vilji og fylgja honum eftir.
Þegar Tryggur sér að við ætl-
um að fylgja honum, tekur
hann á rás heim að bæ og upp á
tún fyrir ofan bæinn. Þar utast
í túninu hafði verið brunnur
og þangað sótt vatn, áður fyrr.
Brunnur þessi var nú fallinn
saman að nokkru og fyrir löngu
hætt að nota vatn úr honum,
enda gulgrænt að lit af slýi og
öðrum pittagróðri. í daglegu
tali var þeta gamla vatnsból
nefnt „Gula gatið.” — Tryggur
hleypur og endar ekki sprettinn
fyrr en hjá Gula gatinu. Þegar
við komum þangað sjáum við
að maður hefur fallið ofan í
brunnholuna og stendur höfuð
ið aðeins upp úr. Kennum við
höfuðið, að þar er Bjarni og
má hann sig lítið hræra og
brestur mátt til að klóra sig
upp úr. Nonni segir mér að
hlaupa heim og segja tíðindin.
Ég tók til fótanna og eftir
skamma stund er fóstri minn
kominn með reipi. Var því
brugðið undir hendur Bjarna
og hann síðan dreginn upp.
Síðan var sem fljótlegast farið
með hann heim í bæ og af-
klæddur ofan í rúm. Ekki varð
Bjarna meint af volki þessu.
Tryggur hafði það til að gelta
ákaft að sumum mönnum sem
komu til okkar. — Hefur hann
líklega séð eitthvað í fari þeirra
sem honum geðjaðist ekki að.
❖(JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
54 SUNNUDAGSBÞAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
C'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'