Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 17

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 17
athygli vakti það þó, að landsfað- irinn sjálfur, Friðrik konungur VI. kom á vettvang. Strax og upp- reisnin hófst var hraðboði sendur til konungshallarinnar til að til- kynna honum tíðindin, og hann skundaði á vettvang og kom til fangelsisins ríðandi, og klæddur litríkum einkennisbúningi hers- höfðingja. Var síðan látið svo heita, að hann hefði stýrt atlög- unni í eigin persónu. Að sjálfsögðu var það ekki látið nægja að bæla uppreisnina niður. Reikningsskilin voru eftir. Strax um nóttina eftir uppreisnina var settur á fót sérstakur réttur, sem fékk vald til að kveða upp dauða- dóma og framkvæma þá þegar í stað. Konungurinn var til reiðu að undirrita þessa dóma án tafar. Sjö þeirra fanga, sem höfðu kom- izt á braut, höfðu verið handtekn- ir fyrir kvöldið, og hinir náðust Von bráðar, enda höfðu fæstir þoírra farið mjög langt frá fang- elsinu. Sumir þeirra gáfu sig meira að segja fram af sjálfdáðum i Þeirri trú að brot þeirra væri ekki svo alvarlegt, að það gæti varað méiru en húðláti. Rétturinn starfaði í tvo daga, °g sjö fangar hlutu dauðadóm. Rirax næsta dag var settur upp Málverk af tukthús brunanum 1817. höggstokkur, og þessir sjö fangar teknir af lífi samdægurs. Reikn- ingsskilnum var þó ekki þar með lokið, rannsókn málsins hélt á- fram, og tíu fangar til viðbótar hlutu dauðadóma síðar. Tveir þeirra voru þó náðaðir á síðustu stundu og dómnum breytt í ævi- langt fangelsi. Allar aftökurnar fóru fram í viðurvist hinna fanganna að þeirra tíma hætti. Skyldi það vera þeim til viðvörunar, sem á horfðu. Og þeir sem sluppu við líflát fengu á margan hátt að kenna á refsi- vendinum. Flestir sem höfðu tekið þátt í uppreisninni, fengu refsi- tímann lengdan, sumir upp í ævi- langt fangelsi, en aðrir fengu að kenna á svipunni. Þannig lauk þessari uppreisn, mestu fangauppreisn, sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Ekki er ólíklegt, að uppreisnin hefði getað heppnazt betur, hefðu ekki svik komið til. En það opinber- aðist eftir uppreisnina, að fangi nokkur, sem raunar hafði ekki fengizt til þátttöku, hafði skýrt fangaverði frá því, sem til stæði, og fangavörðurinn hafði skýrt yfir- boðurum sínum frá þeirri upp- ljóstrun. Fyrir bragðið var fang- elsisstjórnin viðbúin og ráðstaf- anir höfðu verið gerðar til að herinn gæti brugðið við með stutt- um fyrirvara, ef á þyrfti að halda. Til þess að Sunnudiagsblaðið geti verið nægilega fjölbreytt og skemmtilegt þarf það á aðstoð margra manna og ltvenna að halda. Lesendur blaðsins, sem vilja viðgang þess, eru þess vegna beðnir um að leggja því lið með því að senda því gott efni. Sunnudagsblaðið þarf alltaf á auknu efni að halda. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 05

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.