Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 12
Ef þú gleymir þér ekki, getur þú ef til vill sloppið“. Næsta dag var litli fiskurinn að synda kappsund. Tíu aðrir litlir fiskar voru með. Litli silfurgrái fiskurinn var svo ákafur í að verða fyrstur að hann gleymdi öllu, sem mamma hafði sagt, og lenti í neti með mörgum öðrum fiskum, stórum og litlum. Hann barðist um og hamaðist til þess að losa sig en liann gat það ekki. Hann grét og æpti á mömmu, en hún svaraði ekki, því að hún var hvergi nálægt. Nú var netið dregið upp í bátinn. Þeir sáu, hvað þeir höfðu veitt. Litli fiskurinn var alveg hissa, þegar hann sá þá. Þeir voru svo skrýtnir í laginu, ekkert líkir fiskum. Báturinn renndi sér upp að bryggju og allur fiskurinn var látinn upp á bíl og keyrður í fiskbúðirnar. Litla fiskinn langaði heim. Honum fannst fólkið ljótt og það hafði óskaplega hátt. Fyrst vildi enginn kaupa hann. Fólkið sagði: „Þessi er alltoí lítill og magur. Þetta borðar enginn maður”. Um kvöldið kom lítil fátæk stúlka í búðina og vildi kaupa fisk fyrir krónu. „Þú getur fengið þennan litlia. 00 SUNMJDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hann er sá eini, sem kostar svona lítið“, sagði fisksalinn. Litla stúlkan varð glöð og sagði: „Hann er alveg mátulega stór. Mamma mín er veik og ég ætla að sjóða hann handa henni. Hún borðar alltaf svo lítið.“ Litli fiskurinn skalf af gleði. Hann vissi ekki, hvað átti að gera við hann. Litla stúlkan borgaði fiskinn og hljóp svo með hann heim. Hún flýtti sér að lauma honum í pott og gekk á tánum um eldhúsið til að vekja ekki mömmu sína. Fiskinum okkar leiddist ekki í pottinum, því að hann hlakkaði svo til að vita hvort mamma vildi borða hann. Eftir nokkrar mínútur var hann lagður á fat og borinn inn 'að rúmi veiku konunnar. Flún reis upp brosandi: „Elsku litla stúlkan mín. Ertu búin að sjóða mat handa mömmu“. Hún borðaði síðan allan litla fiskinn, sem bæði var magur og ósaltaður. Með því gladdi hún bæði litlu stúlkuna sína og litlá gráa fiskinn, sem hafði álpazt í netið. hjá fiskimönnunum.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.