Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 5
gefendur. En þetta komst upp, og
hann var látinn hætta.
Nokkru síðar brauzt farsótt út
í fangabúðunum, og öll læknislyf
skorti, - — enda höfðu hvorki
japönsku fangabúðarlæknarnir né
yfirstjórn fangabúðanna vilja eða
getu til að koma til hjálpar. Wa-
tanabe tók þá til sinna eigin ráða.
Hann var búinn að ávinna sér
trúnað brezku fanganna, og þeir
vísuðu honum til kínverskrar
konu, sem bjó ásamt þremur
börnum sínum í Hong Kong, en
maður hennar gegndi herþjón-
ustu. Watanabe hélt fljótlega til
fundar við hana, en hún hét
Nellie Lee. Fyrst tók hún honum
með nokkurri tortryggni, en Wa-
tanabe tókst fljótlega að vinna
bug á henni, og eftir það var
hann aufúsugestur í húsi hennar
og ekki hvað sízt vinsæll meðal
barnanna. Nellie Lee kom honum
í samband við dr., nú Sir Selwyn
Selwyn-Clarke, sem verið hafði
yfirlæknir í Hong Kong og hafði
einhverra hluta vegna ekki verið
tekinn höndum. Dr. Selwyn-Clarke
útvegaði lyf, sem Watanabe síðan
smyglaði inn i fangabúðirnar, —
fyrst í mjög smáum skömmtum,
en síðan í stærri stíl.
í búðunum var talsvert af
kandískum föngum og þeir voru
orðnir beygðir af því að fá aldrei
neinar fregnir að heiman eða
gjafapakka eins og Bretarnir
fengu sem játtu/ vandámenn íl
borginni. Watanabe varði þá hluta
af launum sínum sem engan veg-
inn voru mikil til að láta kaupa
gjafir fyrir þessa menn og siðan
voru þær fluttar inn í fangabúð-
irnar á venjulegan hátt. Og hann
liélt áfram að útvega læknislyf
og jafnvel þegar dr. Selwyn-
Clarkc var tekinn fastur, gat
hann haldið því áfram, þar eð
samböndum hans hafði farið tals-
vert í'jölgandi.
En að því kom að lokum að
gripið var í taumana. Einn góð-
an veðurdag var Watanabe kall-
aður á íund íangabúðastjórans.
Hann var svo óður af reiði að
hann fékk naumast talað. Loks
kom þó út úr honum í gusu:
— Ég vil ekki einu sinni
kalla þig svín, það væri móðgun
við skepnurnar. Þú hefur svikið
Japan og hjálpað fjandmönnum
okkar. Þú skalt fá að deyja, hægt
og kvalafulit. Ég læt Kempeitai
(leynilögreglan japanska) taka
við þér.
Watanabe gerði ráð fyrir að
þar með væri öllu lokið og úti
um hann. En það gerðist ekki
neitt. Ástæðan hefur trúlega ver-
ið sú, að Japanir voru komnir
að tapi og herstjórn þeirra farin
að leysast upp.
Nokkrum dögum síðar, 15.
ágúst 1945 flutti Japanskeisari
hið fræga útvarpsávarp sitt, og
styrjöldinni var lokið. Japan
hafði beðið ósigur, og Watanabe
grét — ekki yfir uppgjöfinni, —
heldur yfir þeim hörmungum, sem
hann hai'ði verið vitni að. Hann
grét af áhyggjum vegna fjölskyldu
sinnar, en frá henni hafði hann
ekkert frétt svo mánuðum skipti.
Eftir uppgjöf Japana fengu
brezkir og kínverskir vinir
lians því áorkað, að liann var
ekki settur í fangelsi, og hann
hélt áfram að starfa sem túlkur,
að þessu sinni þýddi hann jap-
önsku fyrir Breta.Að heiman frétti
hann ekkert fyrr en eftir nokkrar
vikur. Og þá voru það ekki gleði-
t.íðindi sem bárust honum heldur
harmsaga. Kona hans og dóttir
höfðu báðar farizt í þeim eina
glampa, sem jafnaði Hírósjíma
við jörðu, fyrstu kjarnorkuspreng-
ingunni. Þeir menn og þau öfl,
sem hann hafði lagt lið, höfðu
gert út af við ástvini hans.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 293