Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Page 6

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Page 6
í Þorláks sögu helga Þórhalls- sonar, er merkilegur kafli, sesfi segir frá stofhun kiausturs í Þykkvabæ í Veri 1168. Læt ég hann hér birtan: Fyrir þeim bæ í því héraði, er annar var beztur, réði sá maður er Þorkeil hét, auðugur að fé, en spakur að mannviti. En er hann tók nokkuð að eldast, en átti enga allnána frændur til erfða eftir sig, þá greiddi hann sína frændur með auðæfum, en frelsti sér þann fjár- hlut til forráða, er eftir var, mik- inn og fríðan. Hann lýsti þá yfir því, að hann vildi Krist kjósa og lians heiga menn sér til erfingja ails þess fjár, er þá var eftir og vildi reisa kanokasetur í Þykkva- bæ. En það mál var vant að semja í fyrsta sinni, og leitaði hann af því það fyrst til að fá, er vandast var, manninn þann, er reglu mætti setja, þá' er þeir menn sk.vldu hafa, er til hreinlífis ráðast. Hann fór í Kirkjubæ og skoraði á Þor- lák, að hann réðist til. En hann lét það ekki alltorsótt við sig vera, af því að hann hafði það áð- ur i hug sér haft að hafna heimi og ráðast undir reglu eftir orðum aimáttugs guðs, er hann kallar engan a'ð íullu mega vera sinn lærisveinn, nema hann láti alla sína eign fyrir guðs sakir og þjóni honum síðan með hreinum hug. En þó leitaði hann eftir við Bjarnhéðin prest, hversu honum mætti það í skap falla eða hve ráðlegt honum sýndist, að hann játaðist undir þann vanda er hann var beiddur. En Bjarphéðinn sagði svo, að honum mundi sá dagur mikill þykja, er Þorlákur réðist úr Kirkjubæ að vistarfari, en þá lézt hann eigi þess nenna mjög að letja, er hann sá margra manna hjálp við liggja. Var þá síðan staður settur í Þykkvabæ að ráði og forsjá Klængs byskups (Þor- steinssonar í Skálholti) og 'állra héraðsmanna, og síðan réðist Þor- lákur þangað og var þar þá sett kanokasetur: En þann dag, er Þorlákur fór á brott alfari úr Kirkjubæ, þá leiddi alþýða manna hann úr garði og þótti öllum mikið fyrir að skiijast við hann. Þá var Þorlákur vel hálffertugur, er hann réðist í Ver og var þar sjö vetur. Kanokavígslu tók hann fyrst og var þá í fyrstu príor settur yfir þá kanoka er þar váru og samdi hann þegar svo fagurlega þeirra líf, að á því lék þá orð vitra manna, að þeir hcfðu hvergi jafn góða siðu séna, þar er eigi hafði lengur reglulíf saman verið en þar. En eftir það vígði Klængur byskup Þorlák til ábóta í Veri, og tók hann þá að nýju merkilega stjórn að hafa yfir þeim bræðr- um, er hann var prestur yfir. Síðan segir um klausturstjórn Þorláks ábóta: Menn fóru til kanokaseturs Þorláks ábóta úr öðrum munklíf- um og reglustöðum bæði samlend- ir og útiendir, að sjá þar og nema góða siðu, og bar það hver frá, er þaðan fór, að hvergi hefði þess komið að það líf þætti jafnfagur- liga lifað sem þar, er Þc/rlákur hafði fyrir séð. Margii- gengu þeir lieilir af hans fundi, þá er hann veitti þeim blessan og yfirsöngva er með ýms- um meinum komu á hans fund. Slik er lýsing í Þorláks sögu helga af stoínun fyrsta klausturs- ins í Skálholtsbiskupsdæmi sem stóð í aldir og hinni gifturíku klausturstjórn hins sæla Þorláks. Stofnandi klaustursins og gef- andi jarðarinnar, auðmaðurinn Þorkell Geirsson, liefur verið hinn mesti merkismaður, unnandi klerklegra fræða og guðs kristni, eflandi hana í landinu með góðu fordæmi; er hann einnig talinn góður læknir, og hefur því verið bæði græðandi líkamlegra og and- legra meina. Þorkell var vígður kanoki til Þykkvabæjar af Þor- láki, sem þá var orðinn biskup í Skálholti, en á dögum Guð- mundar Bjálfasonar ábóta í Þykkvabæ og dó árið 1187. Þorlákur helgi Þórhallsson er

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.