Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Síða 8

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Síða 8
stjórnsemi lians og friðarvilja. Mjög hafði hann stillt deilur manna um sína daga. Sonur Brands var Þorsteinn á Kálfafelli. Runólfur Sigmundsson, 1264— 1307, eftirmaður Brands, mun hafa lengst setið í ábótasætinu í Þykkvabæ, 43 ár, líkt og samtíða ábótar hans, Ólafur ábóti á Helgafelli (d. 1302), ábóti 44 ár, og Runólfur ábóti í Viðey, ábóti 43 ár (d. 1299), sem báðir voru lengst ábótar í sínum klaustrum. Runólfur í Þykkvabæ var af Svín- fellingakyni, bróðurson Brands á- bóta. Lét Brandur lærimeistari hans niikið af iðni hans. Gerðist hann og rithöfundur og skrifaði sögu af heilögum Ágústíni og ef til vilJ margt annað; liann er ekki ólíklegur höfundur Svínfellinga- sögu. í staðarmálum fór hann tíð- um erindagjörða Árna Þorláks- sonar Skálholtsbiskups og var hans önnur hönd í þeim málum, er þá risu með endurnýjuðum krafti, og þótti Runólfur ábóti ekki gæta síðar réttinda kirkj- unnar en biskup sjálfur. Runóll'ur var officialis 1288— 91 og síðar aftur eftir dauða biskups, 1298. Loðmundur hét ábóti í Þykkva- bæ 1307 — 14 eða um það bil sjö ár. Þoriákur Loftsson, kallaður helgi, er ábóti í Þykkvabæ 1314 —54. Máldagi Þykkvabæjarklaust- urs var gerður af Jóni Indriða- syni Skálholtsbiskupi 1440, á dög- um Þoriáks ábóta og bróður Ey- steins, og gefur góða innsýn í búnað klausturs og kirkju. Þá éru talin þar; 23 sængur- klæði, beðir 30, hægindi 9, ábreið- ur 8, blæjur 3 og hægindisver. Tjöld eru umhverfis skála, ábóta- stofu, og matstofa bræðra og 4 sængur tjaldaðar, (án efa ætlað- ar gestum og höfðingjum). Þá eru tjöid um •miklustofu og önnur postulatjöld, hin þriðju fánýt. — Paílklæði umhverfis miklustofu og ábótastofu. Húsakynni hafa ver- ið hlýleg og vel tjöiduð; hér nefndar 4 vistarverur; Mikla stofa. ábótastofa, matstofa bræðra og skáji. í klausttirkirkjunni er eftirfarandi: 30 höklar, 29 kápur, messukl. 30, sloppar 11, 19 dalmat- íkur, 11 glitaðir dúkar, altaris- klæði 9 með dúkum, brúnum og fordúkum, kaleikar 7 m. 2 gylltum. Krossaeign, 2 smelltir (emailerað- ir), 1 messings (koparkross), 3 krossar með steindum myndum; corporalia 7, 3 textar, dýrlinga- líkneskjur (skriftir) þessar; 2 Maríuskriftir, 1 Maríu Magdalenu skrift, Þorláks skrift og Jóns skír- ara skrift. Skrín undir helga dóma, 3 bagalar, 7 klukkur, 3 bjöllur. Þorlákur var sonur Lofts Helga- sonar, bróöur Árna Skálholts- biskups (d. 1320). Iljá honum hefur Þorlákur numið. Móðir lians var Borghildur, dóttir Eyjólfs ofsa Þorsteinssonar og Þuríðar Sturludóttur á Sauðafelli Sig- hvatssonar. Loftur var ráðsmað- ur í Skálholti og mikill vinur Staða-Árna. Hann varð síðar kanoki í Þykkvabæ. Voru bæði foreldri Þorláks hin ættstærstu, en oisinn hefur eklri komið fram í Þorláki. Þorlákur hafði þegar forstöðu klaustursins á seinustu árum Loð- mundar ábóta, en tók við því að fullu við dauða hans. Um þetta leyti var Lárentíus Kálfsson, síð- ar Hólabiskup, um 12 mánuði í Þykkvabæ og hélt þar skóla og kenndi mörgum klerkum og bræðrum. Þar á meðal er nefnd- ur lærisveinn Lárentíusar Run- ólfur, er kallaður var amina (sál) að skólanafni; mun það hafa ver- ið siður að gefa klerkum annað nafn en skírnarnafn í skólum. Ekki er ólíklegt að Þorlákur hafi haldið áfram skólahaldi á staðnum. En bræður klaustursins gerðust honum mjög óhlýðnir svo hann hafði mæ'ðu mikla og vanda af. Er svo sagt í Lögmanns- annál 1343: að Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup hafi látið taka tvo bræður klaustursins, Ásgrím og Eystein; var annar þeirra sett- ur í tájárn, en hinn í hálsjárn. í Flateyjarannál eru bræðurn- ir, sem börðu á Þorláki ábóta taldir: Arngrímur, Eysteinn og Magnús, og er sagt, að þeir yrðu berir að barneignum og saurlífi. Árið áður hafði Þorlákur orðið að flýja klaustrið, en þeim bræðr- um var gefið að sök, að þeir hefðu barið Þorlák ábóta. Eysteinn þessi er enginn annar en sjálfur Eysteinn kanúki Ásgrímsson, sem orti Lilju, hið yndisfagra helgi- kvæði, sem allir vildu kveðið hafa, frægasta skáld íslendinga á 14. öld. Hann dó í Helgasetri, klaustri í Noregi 1363. Eysteinn var visitator Niðaróss- biskups hér á landi. Hefur nafn Eysteins ekki sízt brugðið ljóma skáidskapar og trúarhita yfir klaustrið í Veri í augum landa hans, þó samtíð hans og höfð- ingjar hafi án efa talið hann ribbaldn og brotamann fyrir gúði og mönnum. Auk Þorláks átti liann í rimmu við Gyrði ívarsson Skálholtsbisk- up, er var norskur og á Lilja að hafa veriö ort í iðrun vegna brota hans við biskup, sem hann orti níð ,um; liitt er annað mál, að hagsmunir Skálholtsbiskups og munksins ,frá Þykkvabæ, visitator erkibiskupsins í Niðarósi, voru geróiíídf og margt getað orðið deiluefni. Þorlákur ábóti liefur vefið gegn maður, hvað svo sem höf- uðskáld Íslendinga hefur haft á móti honum. Hann var skipaður af erkibiskupi í Niðarósi að dæma í Möðruvallaklausturmálum milli Hólabiskups og bræðra þar. Helgi hlaut Þorlákur ábóti lijá samtíð- armönnum sínum; sýnir það vammleysi hans, göfugt líferni og mannkosti. Voru bein hans tekin upp 1360 og hafa prýtt klaustur- kirkjuna í Þykkvabæ sem helgur dómur, en kanúkar þar sungið honum lof og prís. Eyjólfur Pálsson er ábóti í Veri 1354—77, talinn sonur Páls Oddssonar, riddara Þorvarðssonar af Svínfellingaætt, sá 4. ábóti þar af þeirri ætt. Árið 1378 er til vígður Runólf- ur Magnússon og er þar til 1403 og deyr í manndauðaárinu mikla í Svarta dauða, og sex bræður, en aðrir sex lifðu eftir, eins og seg- ir í annálum. Sést hér, að bræð- ur eru tólf talsins í klaustrinu, en það er viðurkennd tala bræðra í klaustrum að kirkjulögum, auk þess var ábótinn. Þá hafa verið á staðnum messusöngsmenn (prestar), djáknar og aðrir vígð- ir menn, auk leikbræðra, sem biðu upptöku í samfélag kanúkanna, skólasveinar, ef skóli hefur verið haldinn, þá fjöldi þjónustufólks 2gg SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.