Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 16

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 16
Gaukurinn skauzt niður úr trénu eins og kippt væri í snúru. Ég þrýsti á gikkinn, en er ég mið- aði sá ég hann sitja uppi á grein, stóran og svartan, og góna á Díönu. Við stukkum af baki og hleyptum af stað. Katja stóð á svölunum með bleika húfu og veifaði í kveðjuskyni: „Komið sælir aftur!” Ég hleyp upp í hnakkinn, stekk niður stigann, dreg stígvélin á fætur mér. „Fótaferð, húsbóndi,” hrópar Nikifór í eyra mér, „senn fer að daga.” Ég gríp báðum hönd um um gildvaxna kálfana á hon- um: „í guðsbænum farðu ekki frá okkur, ég sárbæni þig vegna sonar þíns .... ” Hann lítur undan fölur af bræði: „Einhver gæti séð til okkar, frú.” Ég tók höfuð- leðrið milli tannanna og synti a£ stað. Úti í miðri á varð mér óglatt, tók að sökkva með samanbitnar tennur ....” „Vassili, hver er Púskín?” spyr kona mín við miðdegisverðinn. „Hann var einn af þessum gömlu rússneskur rithöfundur, vina. Hann var skotinn- fyrir fimmhundr uð árum.” „En hver er Boldýrev?” „Annar mikill rithöfundur, ástin mín. Éann orti mörg kvæði, og leikrit sem nefnist í myrkrinu. Hann var skotinn fyrir tvöhundruð árurn. „Allt veiztu, Vassili,” segir kona mín og andvarpar . Ég hleypi úr fallbyssu, ég skýt af boga, ég bauna með baunabyssu. Þeir hlaupa burt. Við hlaupum og hlaupum, alla leið inn í bæinn. „Komum niður í kjallara,” seg- ir Bernardo, „Við höfum kven- mann. Því er nú verr að hún er dauð, en hún er ekki stirðnuð ennþá.” Við förum niður. Stúlkan liggur uppíloft á hellulögðu gólfinu, pils- in upp fyrir höfuð. „Þetta er ekki hægt,” segi ég. „Hvað skyldi María mey segja?”- „Henni-er sama úr þessu,” segir Bernardo. Hann tekur planka og leggur undir stúlkuna. Ég krossa mig og leggst fyrr á hana. Bernardo stígur á plankann. Stúlkan hreyfist undir mér eins og hún væri lifandi. „Áfram nú,” segir Bernardo. „Þegiðu og vertu ekki að trufla mig,” anza ég og loka augunum. ,,Ég elska þig, Silvía.” „Ég elska þig, Gréta!” „Ég elska þig, Kristófer!” „Ég elska þig, Stefán Alexeje- vitsj!” „Ég. elska þig, kettlingurinn minn, kleinan mín, ostran mín, litla sæta samlokan mín!” — segja þær og kyssa mig á munninn. Úff! Hrossafluga Iemst um á glugg- anum. Snjórinn glitrar í sólinni. Mjólkin kólnar í glösunum. Mitja hnerrar. Hann hnerrar einu sinni og það verður skriðufall í Hima- laja, himinninn fellur ofan á okk- ur, og við færumst í kaf með börurnar okkar. Hann hnerrar öðru sinni og eld- ingu slær í Þrenningarkirkjuna: þrumurnar þruma, eldur í hlöðu- þakinu, heýstakkarnir loga. Hann hnerrar þriðja sinni, og það verður flóð; lúterskur prestur Zinovi Schwarz, kominn á kýrbak, ferjar stóla í rykklæðum. „Mitja,” segir Saveli frændi við mig og Ieggur frá sér blaðið. Ef þú hættir ekki að hnerra þá kem ég og flengi þig .... ” Ég sat heima nokkra daga niður sokkinn í þessar sýnir. Þær komu í rokum án nokkurrar skynsam- legrar niðurröðunar, án þess ég fengi botn í mín fyrri tilverustig né gæti raðað þeim í nokkra tíma- röð. Mér þótti það og undarlegt, fræðilega skoðað, að ekkert virtist tengja saman fæðingu mína og dauða. Bersýnilega var mér ekki ætlað að skilja þessa duldu þróun, og því kom ég aldrei auga á neina rökvísi í myndbreytingum mínum né skildist mér hver það var sem endilega vildi hafa mig að fífli. Sjáið þið til: eina stundina var ég rauðskinni, ítali þá næstu, og þessu næst vesalings Mitja litli Djatlov sem af einhverjum óþekkt um ástæðum dó átta ára gamall í lok fjórða áratugs aldarinnar sem leið..... Aðeins einu sinni auðnaðist mér að gægjast handan fyrir tjaldið sem greindi sundur tilveruskeið mín. Ég lá uppi á borði í bómullar- kjól og með húfu á höfði, fleygt og fjaðrað lík búið til greftr- unar. Fast við borðið stóð maður- inn minn grátandi hástöfum, en Þríðjí hluti 304 SUNNUOAGSBtAÖ - AþÞÝDUBLAÐIf)

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.