Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Síða 23
Og Iiyer ber svo ábyrgS á þessum mistökum?
i
hve fullkomlega vonlaus a'ðsta'ða
okkar var, hvort ég skildi að ]xítta
brambolt var jaín vita-fánýtt og
snjómoksturinn á þakinu ,að allt
sem ég gerði varð einungis til að
stuðla að réttri framrás atvikanna,
hjálpa þeim að halda áætlun
sinni? En svarið er neitandi. Ég
bægði öllum slíkum liugsunum frá
mér. Einhver eðlishvöt bauð mér
að taka upp þessá vonlausu bar-
áttu — sem lífið væri óbærilegt
án hennar.
Ég reyndi að telja sjálíum mér
tru um að áhyggjur mínar væru
► f jarstæðukenndar og hpimskulegar
Það var hvorki styrjöld né farsótt
sem vofði yfir okkur, — einungis
hlægilegt grýlukerti sem ekki
hafði nema einn möguleika móti
milljón að hitta í mark. Vandinn
var ekki annar en fara yfir götuna
og þar með væri öllum háska af-
stýrt. Og í öllu falli yrðum við
þúsund mílur í burtu þegar stund-
jn rynni. Við mundum ieygg okkur
balc við Úralfjöllin og ekki snúa
afíur fyrr en grýlukertið hefði
þiðnað eða fallið ofan í hausinn
á einhverjum fáráðling sem ekki
vissi á hyerju hann átti von. Bara
Boris taki ekki upp á því að segja
til mín, hugsaði ég, svo ég yrði
gripinn á brautarstöðinni og hindr-
aður að komast í burt iir þessari
kuldatíð.
Ég hélt við ætluðum ekki að
hafa það af. Það var ekki fyrr en
lestin fór í gang og vagninn okkar
hnykktist af stað að ég andaði
léttar. Ég bað um tvenna rúmfatn-
aði, sat svo reykjandi og horfði
á Natösju búa um.
Vagninn hökti og riðaði til en
Natasja smeygði koddunum í ver,
með bliknuðum ísaumi, einsog hún
hefði ekki annað gert um dagana.
Það var svo mikil rósemi yfir þess-
um viðbúnaði hennar að ég hallaði
mér að henni og sagði:
„Natasja,” sagði ég, „v|ð skuþim
giftast, Natasja.”
Hún gekk frá lökunum með sama
húsmóðiirbrag,. settist. niður með
annan fótinn uhdir sér.
„En þú veizt vel að Boris vill
ekki gefa mér eftir skilnað,” sagði
hún.
„Það gerir ekkert til. Við skul-
um búa saman samt eins og hvert
annað fólk. AUt í lagi?”
Hún sagði ekkert. Þess í stað
lagði hún mjúkan lófann yfir augu
mín. *
Ritstjóri:
Kristján Birsi ÖlafssoR
Útgefandi:
AlþýSublaSiB
Prontun:
PriRtsmlIja Albýtublalslh*.
AU>ÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ gjj
I