Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Síða 2
tHWMWWWWWWWmWWWWMMWWmWWWWHWVWWWWWWWWWW Þegar ég ók í straetisvagn- inum mínum til höfuðborgar- innar í morgun og leit út yfir auð berangursholtin, sem setja mestan svip á landið milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þá fór ég allt í einu að velta því fyrir mér, hvernig þetta land liti út, ef draumur skóg- ræktarmannanna væri ekki neinn draumur, heldur veru- leiki, og i stað gróðurvana gróðurholta væru bæði Arnar- nes og Digrancs vaxin trjá- gróðri. Sjálfsagt Jiafa þessi holt bæði einhvern tima verið skógi klædd, cn viðnum verið eytt eins og svo víða annars staðar. Nú er sem óðast að rísa upp byggð á þessum slóðum, og eiginlcga ekki annað eftir ó- snortið en Arnarnesið, og er þó þegar byrjað að ganga á það að vestanverðu. Hús eru að vísu sjaldnast til prýði i landslagi, en þau eru skógur á sínn hátt, og öneitanlega setja þau vissan , svip á berangurinn og gera hann jafnvel Jífrænni, og eru þó hús að jafnaði fremur ster- íll jarðargróður. En umhverfi strætisvagnsins á lciðinni er sem ságt mjög að breytast frá því sem vár fyrir ekki syo mjög mörgum árum, og enn öðru vísi hefur það verið i forn öld, meðan trjáviður spratt þar á hverju holti. Hefðu einhverjir skógræktar frömuðir heyrt þessar hugrenn- ingar mínar í strætisvagninum, er ég viss um að þeir hefðu bent mér á, að þarna sæi ég enn eitt dæmið um skaðsemi sauðkindarinnar. Eins og ann- ars staðar liefði fé verið beitt í þessi holt, og ágengni þess hefði smám saman eytt skög- inum, enda væri það löngu sannað mál, að sauðkindin hefði unnið ósleitilega að eyð- ingu og uppblæstri landsins allar götur frá landnámsöld, og hefði þess vegna engin skepna verið landiiiu «óþarfari, nema kannski maðurinn. Það getur vel verið, að sauð- fé hafi stundum farið illa með gróður, eins og skógræktar- frömuðir ieggja oft áherzlu á. En þegar verið er að lasta sauðkindina gleymdist oft hitt, að henni eiga íslendingar það að þakka, að þeir era til sem þjóð á þessari stundu. Það var sauðkindin sem hélt lífinu i íslendingum á þeim öldum, er sem verst áraði fyrir þjóðinni. Og þá á ég ekki við það, að landsmenn lifðu aðallega á sauðfjárrækt, nærðust á af- urðum sauðfjárins og áttu jafn vel eftir einhvern afgang af ull og kjöti til að seíjá til út- landa. Nei, ég held að sauð- kindin hafi haldið lífinu í lands mönnum á óbeinni, en dýpri hátt en það. Það er söguleg staðreynd, að um skeið var íslenzka þjóð- in að því komin að deyja út. Harðrétti af ýmsu tagi dró þrótt úr bjóðinni. og henni fækkaði að höfðatölu fremur en fjölg- aði öldum saman. Öll skynsam- leg rök bentu til þess að dagar þjóðarinnar væru taldir. En eins og oft hefur orðið, þá tóku íslendingar ekkert mark á skynsamlegum rökum, held- ur þverskölluðust við sitt, og néldu áfram að vera til sem bíóð. Það var þessi þfjózka, þessi þrákelkni, sem hélt lífinu í landsfólkinu, þegar harðast blés á móti. En hvaðan höfðu íslending- ar sína þrjózku? Þrjózka er eiginleiki, sem þarf að rækta hjá sér, jafnvel þótt hún kunni að einhverju leyti að vera með- fædd lika. Og íslendingar höfðu dagleg samskipti við þann lærimeistara í þrjózku, sem ekki verður betri fengin, og sá lærimeistari er sauðkind- in. Mestallur tími íslendinga fór í að eltast við rollur, og sá starfi kennir mönnum að láta ekki undan við fyrsta mótgust. Alíir, sem hafa um- gengizt sauðfé, vita, hve erfitt það getur verið að ætla að koma kindum eitthvað, sem þær vilja ekki fara. Þær leita stöðugt á rekstrarmanninn, — í-eyna ný og ný brögð til að sleppa fram hjá honum, láta sig ekki fyrr en í fulla hnef- ana. Til þess að fjármaður geti rækt starf sitt verður hann að vera enn þrjózkari en sauðkindin, og það segir ekki svo lítið. Þrjózkan í sauðfénu hefur alveg áreiðanlega alið upp og þróað þrjózkuna í mann fólkinu, og eins og fyrr sagði, var það einmitt þrjózkan í mannfólkinu, sem kom í veg fyrir að þjóðin dæi út á sín- um tíma. En nú er svo komið, að mikill hluti þjóðarinnar þekkir ekki sauðfé, nema af af- spurn. Þangað var sá hugsanaferill minn kominn, sem hófst með skógleysinu á Arnarnesi og Digránesi, þegar strætisvagn- inn beygði úr Bókhlöðustígn- um inn í Lækjargötuna og ég hrökk upp við það, að ég var kominn á leiðarenda. Og ég sem hafði ætlað út á Mikla- torgi. — KB. 314 SUNNUDACSBLAÖ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.