Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 21
fai’a þessa leið hefði henni kann-
ski aldrei dottið í hug að fara
neitt. En nú hafði ég sjálfur vísað
henni veginn, og við því var ekk-
ert að gera úr þessu.
„Hvaða Gnezdnikovskí-götu eru
að tala um?” sagði hún. „Hvað
meinarðu eiginlega?”
Ég yppti bara öxlum, kipraði
saman augun af sársauka og bræði.
„Förum nú,” lirópaði ég til
fyigdarmanna minna.
Spölkorn áleiðis leit ég um öxl.
Natasja stóð kyrr, en ég sá ekki
framan í hana. Höfuð hennar var
horfið úr sýn bak við göngubrú.
Fn lSkami hennár 'bl.isti vAS mér,
frá brjósti og niður úr. Þc sá ekki
hið minnsta á henni, engin merki
þungunar. Allt og sumt sem ég sá,
var dökkur díll í kvið hennar sem
að öðru leyti var eins fastur og
skír og kristall.
„Hvað er á seyði?” hugsaði ég.
„Hvers vegna grær ekki þetta
sauruga sæði Borisar samkvæmt
náttúrunnar boði. Hef ég ekki sagt
að ég takið barnið að mér? Eng-
inn vafi á því! — Hvers vegna er
þá enginn lítill fiskur þarna, að
veifa til mín sporðinum sínum
litla?”
En það var sama hversu ég þrá-
starði, það sá enga breytingu á
dílnum. Hann var óbreyttur sem
fyrr og engum fiski líkur þó mig
tæki að svíða í augun.
„Hvar er þyrlan?” spurði ég
Sysojev, sem beiS álengar íottfing-
arfyllst meðan ég væri að jafna
mig. „Þér eruð ævinlega of seinn,
Sysojev kapteinn.”
„Hún kemur eftir hálftíma,”
sagði hann. Og skyndilega heils-
aði liann að hermannasið með
höndina við húfuderið.
MMMMMMMMMM*WMHWM
Sunnudags-
blaöið hefur allt
af not fyrir gott
aðsent efni.
MMMMMMMMMMMMHMM*
Lítið eitt
um tölur
Ef við hugsum okkur einhverja tölu lægri en 10, bætum
5 við hana, tvöföldum þá útkomu og drögum síðan 10 frá,
verður lokaútkoman tala, sem er helmingi hærri en talan, sem
••i!i hvg', f'.’.m okkur.fyrst, alveg ’ tfi þess, hwr: 't£.
tala var.
Ef við veljum til dæmis töluna 7 lítur dæmið út á
þessa leið:
7 + 5 = 12
12X2 = 24
244-10 = 14
Þetta er aðeins eitt af mörgu dæmum um það, hvern-
ig tölur geta hegðað sér. Slík dæmi væri auðvitað iiægt
að finna langtum fleiri. Ef talan 123,456,789 er til dæmis
margfölduð með tölunum frá 2 til 8 verður útkoman á
þessa leið:
Margfölduð með 2 verður talan 246,913,578
Margfölduð með 3 verður talan 370,370,367
Mí^rgfölduð með 4 Verðuh talíto 493,827,156
Margfölduð með 5 verður talan 617,283,945
íMargfölduð með 6 verður talan 740,740,734
Marðfölduð með 7 verður talan 864,197,523
Margfölduð með 8 verður talan 987,654,312
í þessum útkomum, nema margfeldinu af 3 og 6, köma fyr-
ir allir 9 tölustafimir, aðeins í mismunandi röð. Og sagan
. ... «r þar með ekki öll um þessa mérkilegu tölu. Ef hehni .ér
snúið við og upphaflega talan dregin frá nýju tölunni koma
enn allir tölustafimir fyrir í útkomunni, eins og hér verður
sýnt:
987,654,321
4- 123,456,789
864,197,532
Þá er talan 142,857 ekki síður athyglisverð; eins og
sést af þessari margföldun:
142,857 X 1 142,857
X 2 285,714
X 3 428,571
X 4 571,428
X 5 714,285
X 6 857,142
Hér koma ekki aðeins sömu tölustafirnir fyrir í öllum
útkomunum, heldur standa þeir ævinlega í sömu röð. Munur
inn er aðeins sá, að tölumar heiiast á mismunandi stöðum
í röðinni. Og því má bæta við, að talan 142,857 margfölduð
með 7 gerir útkomuna 999,999.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 333