Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 16
Villeroy & Boch-búðin er nú komin í jólaskap og býður upp á mikið úrval af vörum til jóla- gjafa. Fyrst ber að nefna töskuhankann. Allar konur þekkja vandamálið: „Hvar á ég að setja töskuna mína,“ þegar þær fara á kaffihús eða út að borða. Nú er lausnin fundin. Hankinn er settur á borðbrúnina og taskan er hengd á hann. Verslunin hefur til sölu íslensku jólasveinana að norðan sem komnir eru í bæinn ásamt jóla- kettinum. Jólalyktin Noel er til bæði sem ilmolía og híbýlasprey. Það er tilvalið að setja nokkra dropa af ilmolíunni í bómull og ryksuga bómullina upp í ryksugupokann. Þegar íbúðin er síðan ryksuguð ilmar allt af þessari góðu lykt. Boðið er upp á margar gerðir af pipar- og saltkvörnum með keramikmyllu. Keramikmyllan tryggir að bragð kryddsins skili sér í matinn. Það fara engar málmagnir út í fæðuna og hægt er að stilla mylluna þannig að hún mali piparkorn í tvennt eða mjög fínt. Það er 10 ára ábyrgð á sjálfri myllunni. Villeroy & Boch kemur með nýja jólalínu sem er öll úr postulíni. Eplabakarinn, eplið er sett í bakarann og kveikt er á teljósi þar undir. Á meðan verið er að snæða bakast eplið og gefur mjög góða lykt. Eplið er síðan borðað sem eftirréttur með ís eða þeyttum rjóma. kynning lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.