Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 39
lifun Það eru góðir dagar framundan. Við teljum niður að jólum. Ætlum að hafa þann tíma afslappaðan – í alvörunni. Baka og elda … og njóta strax. Ekki geyma góðgætið. Á fjórum laugardögum í aðventu á að gera svo margt. En ekki gleyma að útbúa það girnilega og gera dagana áhugaverða og skemmtilegri. U m sj ó n: H al la B ár a G es ts d ó tt ir o g G uð rú n Jó ha nn es d ó tt ir • L jó sm yn d ir G un na r Sv er ri ss o n Hrærið saman hveiti og smjör, bætið saman við eggi og osti. Hnoðið og látið standa í kæli í klukkustund svo betra sé að meðhöndla deigið. Fletjið út helming deigsins og mótið hring, skerið hinn helminginn í ræmur. Bakið við 200 gráður í u.þ.b. 15 mínútur. Þeytið rjómann, myljið ostinn út í og hrærið svo blandan verði kekkjalaus. Dreypið víninu út í ef þið kjósið að nota það sem og paprikuduftinu. Smyrjið botninn með kreminu og leggið lengjurnar yfir. allt önnur ostakaka í matinn Borðbúnaður er frá versluninni Villeroy & Boch í Kringlunni gerdeig, þægilegt að kaupa tilbúið ostur að eigin vali Takið smá deig í lófann og fletjið aðeins út. Skerið ostinn í teninga og setjið einn í mitt deigið. Lokið því svo úr verði bolla. Djúpsteikið þar til bollurnar verða fallega gullnar. Berið þær fram heitar með ídýfu að eigin vali. djúpsteiktar gerbollur með osti 150 g hveiti 100 g smjör 1 egg 200 g rifinn cheddar- ostur fylling: 150 g gorgonzola-ostur 1 dl rjómi 1 tsk koníak, má sleppa 1 tsk paprikuduft kvöldið áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.