Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 22
lifun innlit Uppáhaldsheimilistækið? „Gashelluborðið, það er frábært að elda á gasinu.“ Hver verður jólamaturinn í ár? „Reykt svínslæri og hinn einstaki kaffibúðingur sem kemur frá Hildi (mömmu Aðalbjargar) á Selfossi.“ Hvernig njótið þið aðventunnar? „Það er rólegra í líkamsræktinni í desember og því getum við verið aðeins meira heima þá en annars. Við spilum þá góða tónlist, bjóðum í aðventukaffi eða förum sjálf í heimsóknir. Svo er alltaf gaman að slugsa í bænum og líta í búðir, fara á kaffihús og tónleika. Ekki má gleyma jólakorta- og jólagjafagerð sem er ómissandi hluti af aðventunni.“ Uppáhaldslitir? „Hvað varðar húsið þá eru allir litir í gangi þar. Flestir eru heitir og gamlir og við erum ennþá mjög ánægð með upphaflega valið.“ Góð ráð við að innrétta fallegt heimili? „Fara eftir eigin sannfæringu og nota hugmyndaflugið. Útsjónarsemi er líka skemmtileg, ekki bara hlaupa út í búð og kaupa það flottasta. Það er gaman að þurfa að hafa aðeins fyrir hlutunum, breyta og bæta og skapa sjálf.“ Hvað eruð þið ánægðust með á heimilinu? „Andann í húsinu sem gefur kyrrð og frið. Við höldum að við höfum náð að halda ákveðnum heildarsvip og að húsið sé ánægt þrátt fyrir 103 ára aldur. Svo erum við bara ánægð með þessa litlu þriggja manna fjölskyldu sem býr á þessu heimili.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.