Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 41
lifun skinku-ostabaka reyktur lax á kartöfluköku 2 b hveiti 145 g smjör 2–3 msk ískalt vatn fylling: 200 g beikonskinka eða reykt skinka, skorin fínt, einnig gott að nota afgang af hamborgarhrygg 1/2 b rifinn cheddarostur 1 msk fersk steinselja, söxuð 4 egg 1 1/2 b rjómi 2 tsk Dijon-sinnep salt og svartur pipar Hrærið saman hveiti og smjör í hrærivél eða matvinnsluvél og hellið vatninu varlega saman við á meðan. Úr á að verða mjúkt deig. Vefjið plastfilmu utan um deigið og kælið í ísskáp í 30 mínútur. Fletjið út þar til deigið er um 3 mm þykkt. Setjið bökunar- pappír í bökuform, leggið deigið þar í og þrýstið út að jöðrunum. Fyllið með hrís- grjónum og bakið bökuskelina við 180 gráður í 10 mínútur. Takið þá út úr ofninum, fjarlægið pappírinn og grjónin og setjið bökuskelina aftur í formið. Bakið aftur í 5 mínútur. Með þessari aðferð verður skelin stökk þótt fyllingin sé blaut. Stráið skinku, osti og steinselju yfir skelina. Hrærið saman egg, rjóma, sinnep, salt og pipar og hellið yfir. Bakið í 40 mínútur við 160 gráður eða þar til bakan er stinn. Hægt er að bera bökuna fram bæði kalda og heita. (fyrir 6) 350 g gott salat 325 g reyktur lax í sneiðum 2 tómatar í teningum 4 msk sýrður rjómi graslaukur til skrauts kartöflukökur: 225 g soðnar kartöflur, stappaðar 25 g smjör, bráðið 50 g hveiti sítrónusósa: 6 msk ólífuolía 2–3 msk sítrónusafi salt og svartur pipar graslaukur, saxaður Byrjið á kartöflukökunum. Blandið saman stöppuðum kartöflum, smjöri og hveiti. Hnoðið og mótið litlar kúlur sem þið þrýstið niður. Stráið á þær smá hveiti og steikið á pönnu þar til þær fá á sig gullinn lit. Kælið. Hrærið saman allt hráefnið í sósuna, hellið yfir salatið. Setjið salatið á kökurnar, þá reykta laxinn og tómatana þar ofan á. Berið fram með sýrðum rjóma og graslauk til skrauts. um hádegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.