Alþýðublaðið - 05.06.1976, Page 14
II
14 FRÁ MORGNI...
Laugardagur 5. júní 1976. iJSjfö '
UTBOÐ
Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum i
undirbyggingu gatna og lagningu holræsa.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu;
Hveragerðishrepps og Verkfræðistofunni
Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik,
gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hvera-
gerðishrepps þriðjudaginn 22. júni kl. 14.
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFN ARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
*
Ekki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
Fjnl
SKIP4UTGERB RIKISIfiS
m/s Esja
fer frá Reykjavik
fimmtudaginn 10.
þ.m. vestur um land i
hringferð. Vörumót-
taka: þriðjudag og
miðvikudag til Vest-
fjarðahafna, Norður-
fjarðar, Siglufjarðar,
Ólafsfjarðar, Akur-
eyrar, Húsavikur,
Þórshafnar og
Vopnafjarðar.
VIPPU - BltSKORSHURÐlK
Lagerstærðir miðað við jnúrop:
tlæði210 sm x breidd: 240 sm
‘2*Q - x - 270 sm
' Aðrar stárðir. smiðaðar eflir beiðni
t • ' £•' i
GLUÍflAS MIÐJAN
Síðumúla 20. slmi 38220 _J.
t
Minningarathöfn um bróður okkar
Guðna óiafsson apótekara
fer fram I Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. júnl kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Eyrarbakkakirkju kl. 16. Bfll verður
við kirkjuna fyrir þá sem vilja fara austur.
Magnea ólafsdóttir
Sigriður óiafsdóttir
Árni óiafsson
Gfsli óiafsson
Sigurjón ólafsson
Islenzkubættir Albýðublaðsins
eftir Guðna Kolbeinsson
Þættinum hefur borist gott og
efnismikið bréf frá Sigurjóni
Valdimarssyni. Mun ég fjalla
um nokkur þeirra atriða sem
hann gerir að umtalsefni. Hann
segir m.a.:
„23. september s.l. stóð i Visi:
„sem kom oliuneytendum til
góða”. Sama dag var I útvarpi
talaö um oliuneyslu kinverja.
Fram að þessu hefi ég haldið að
fólk legði sér ekki oliu til muns.
(Að visu heyröi ég eitt sinn um
mann að hann tæki inn eina
matskeiö af steinoliu á dag sér
til heilsubótar!)
Er ekki réttara að tala um
oliu notkun eins og gert hefur
veriðalltfram undir þetta? Mér
finnst að þetta orð neysla sé eitt
af þessum tiskuorðum, sem
hver tekur eftir öðrum, sbr.
menningarneysla. Ég held að
svona lagað stefni að málfá-
tækt.”
Sögnin neyta merkir að njóta
einhvers, eta eða drekka:
neyta matar, neyta vins. En hún
merkir einnig: að nota, hagnýta
sér eða beita: neyta aflsmunar,
neyta allrar orku. Neytenda-
samtökin láta sig ekki einungis
varða það sem menn leggja sér
til munns heldur einnig það sem
menn nota á annan hátt. Nafn-
orðið neysla merkir ekki aðeins
það að njóta einhvers drykkjar
eða fæðu heldur jafnframt það
að nota eitthvað. Hins vegar
munu orðhagir menn kjósa að
brúka fremur nafnorðið notkun
um það að nota.
Það er rétt hjá bréfritara að
neysla er eitt þeirra orða sem
hvað mestum vinsældum fagna
um þessar mundir: Okkur er
tjáð að heildarneysla neyslu-
þjóðfélagsins vaxiárlega, nema
þá menningarneyslan. Mér
finnst, eins og Sigurjóni, menn-
ingarneysla heldur óskemmti-
legt orð en ekki treystist ég til
að benda á annað skárra.
Og bréfið heldur áfram:
„23. september. Dagblaðið:
billinn „hafnaði úti i gjótu”. Um
þetta orð hafna má segja það
sama og um neysluna, orðiö
tröllrlöur hverju dagblaði og þá
lætur fréttastofa útvarpsins
ekki sitt eftir liggja. Sem dæmi
má nefna að fyrir nokkru var
sagt i útvarpsfréttum frá bil
sem steyptist fram af hengiflugi
i Alpafjöllum að hann hefði
hafnað i á 25 metrum neðar. Var
ekki fréttin nógu sorgleg (þaö
fórst fjöldi manns) þótt ekki
væri verið að segja frá slysinu i
æsifréttastil, m.a. með þvi að
nota orðið hafnaðisem eins kon-
ar áhersluorð!
1 iþróttafréttum má heyra i
útvarpi og lesa i blöðum að þrá-
stagast er á setningum sem
þessum: Boltinn hafnaði i net-
inu: boltinn hafnaði I körfunni.
Þetta þykir mér skemma i-
þróttafréttirnar, og jafnvel gera
þær stundum leiðinlegar.”
Orðið hafna i þessari merk-
ingu mun ekki gamalt i málinu.
Ekki virðist mér nein ástæða til
þess að amast við þvi i islenzkri
tungu en ofnotkun einstakra
orða er ævinlega mállýti.
Enn segir Sigurjón.
„Þaö þriðja sem ég vii nefna
er orðið væntanlega, sem er eitt
þeirra oröa sem mér finnst of-
notað, og stundum notað i
rangri merkingu. Ég hefi álitið
að orðið væri dregið af von.
Maður vonar að góðar óskir
rætist.”
Siðan tiundar hann nokkur
dæmi um að væntanlega sé not-
að þar sem engan veginn sé von
á góðu.
Þarna er ég ekki sammála
bréfritara. Ég hygg að sögnin
að væntasé i mæltu máli notuð i
merkingunni búast við:án tillits
til hvers eðlis það er sem búist
er við. Ekki treysti ég mér tii að
gagnrýna málfar eins og t.a.m.
Hann vænti sér ills eins af þess-
um nýju húsbændum sinum. —
Og sé ekkert athugavert við að
nota sögnina vænta i sambönd-
um 'sem þessum, gegnir vænt-
anlega sama máli um væntan-
lega.
Það sem eftir er af bréfi Sig-
urjóns Valdimarssonar verður
að biða næsta þáttar.
3. þáttur:
„sem kom olíuneyt-
endum til góða”
EPLASTRIÐIÐ: OVENJU-
LEG MÁNUDAGSMYND
Það er óhætt að segja, að sú
mynd, sem Háskólabió sýnir
næstu tvo mánudaga er gerólik
þeim, sem bióiö hefur haf t upp á,
að bjóöa á undanförnum dögum/
Mynd þessi er sænsk, „Epla-
striöið”, og er gerð undir stjórn
Andersons, sem hefur einnig
samið handritið i samvinnu við
Hans Alfredson, en tónlistin er
eftir Evert Taube.
Efnið er i stuttu máli, að
svissneskur auömaður -- Jean
Volkswagner — ætlar að breyta
sænsku þorpi og sveitinni um-
hverfis það i miðstöö fyrir
skemmtiferðamenn. Sveitasæla
og náttúrufegurö skulu vikja
fyrir skemmtistööum af öllu
tagi auk risahótela og hver veit
hvaö? Maöurinn ætlar aö kaupa
„heila klabbiö” og reisa borg,
sem á aö bera vott um ameriskt
og þýzkt hugvit, enda skal hún
heita „Deutschneyland”, þegar
þar aö kemur.
Volkswagner er búinn aö fá
bæjafyfirvöld i lið meö sér, þeg-
ar almenningur efnir til fundar
undir eplatré og samþykkir að
þessiáform skuli aldrei ná fram
að ganga — og þannig hefst
eplastriöið.
Myndin hefur fengiö lof viöa
um lönd, en þaö ætti aö nægja aö
birta eftirfarandi ummæli úr
New York Times:
„Þaö er mikiö talaö um
dræma og rénandi aösókn aö
sænskum kvikmyndum. Næsta
leikstjórakynslóðá eftir Ingmar
Bergman virðist eiga erfitt meö
að halda I áhorefendur.
Alger andstæða þessa er
heillandi mynd Hans Danielsson
og Tage Anderson, „Epla-
striöiö”, sem fyllir nú kvik-
myndahús hvarvetna i Sviþjóö
vegna hins sérkennilega sam-
blands sins af gamansemi og
beiskju.
Myndin gerist i afskekktri
sveit I Sviþjóö, þar sem landslag
er fagurt og gamall kastali er
meöal þess sem athygli vekur.
Svissneskir hagsmunahópar
hafa keypt staöinn og ætla aö
breyta honum i eins konar
Disneyland með hótelum og
lendingarstöðum fyrir þyrlur.
Heimamenn, sem leggjast
gegn þessu, en njóta ekki
stuðnings yfirvalds á staönum,
leita á náöir fomra töfrakrafta.
Systir garöyrkjumanns staðar-
ins reynist vita lengra nefi sinu.
Ósvikinn risi er kvaddur til
hjálpar og tvær skógargyöjur
taka einnig þátt i baráttunni.
Dreki er unninn og baráttan
kostuö af gulli þvi, sem hann
hefur legið á.
Þetta er frábær ádeilumynd.
„Eplastriöiö” viröist hafa örvaö
vissan ótta, sem gerthefur vart
við sig i Sviþjóö að undanförnu
við mögulegar afleiðingar af
Efnahagsbandalaginu og
„Eurodollarnum”— sem leikur
lausum hala I áflunni — á nátt-
uruna og þaö sem enn lifir af
sveitamenningunni. Þetta ævin-
týri, sem hefur vakið almenning
af doðanum.”
Aö endingu má svo geta þess,
aö margt ágætra leikara fer
meö hlutverk i myndinni, svo
sem Max von Sydow, Monica
Zetterlund, Birgitta Anderson,
Sture Ericson, Per Grunden og
Yvonne Lombard.
■■
KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti
Simi 74200 — 74201
DURA
Síðumúla 23
/ími 04900
V
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Simar 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
sími 11463
önnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul husgögn
■