Alþýðublaðið - 05.06.1976, Síða 16
LAUGARDAGUR
5. JÚNÍ 1976
Siglingaklúbburinn Ýmir:
Ahugasamir en
aðstaðan slæm
1 Kópavogi er starfræktur
siglingaklúbbur, er nefnist
Ýmir. Formaður hans er Svav-
ar Egilsson. Við ræddum litil-
lega við hann.
Slæm aðstaða.
Hann sagöi að klúbburinn hefi
verið starfræktur á sjötta ár, og
að félagsmenn væru um 90. Að-
staðan hjá þeim, að sögn Svav-
ars, er vægast sagt léleg. Þeir
hafa i tvö ár reynt að fá lóð
undir bátaskýli, en aldrei fengið
nein svör. Þeir teldu sig reiðu-
búna fjárhagslega, til að byggja
sjálfir hjálparlaust, þar sem
vinnan myndi að mestu leyti
vera sjálfboðavinna og nóg
væri um vinnufúsar hendur. En
þar sem undirtektir bæjaryfir-
valda eru svona dræmar, telja
þeir sig neydda til þess að leita
til borgaryfirvalda i Reykjavik
og flytja starfsemi sina þangað,
ef þeir fá ekki skýr svör fljót-
lega. Borgaryfirvöldin i
Reykjavik virðast hafa meiri
skilning á málefnum siglingar-
manna.
Smíða sína báta sjalfir.
Aðspurður um kostnaðarverð
á seglbátum og útbúnaði, sagði
Svavar það vera mjög breyti-
legt eftir stærðum bátanna.
Margir smiða báta sina sjálfir.
Núna nýlega var sjósettur 25
feta bátur, sem ber tegundar-
heitið QT, sem merkir quarter-
tonn eða fjórðung úr tonni. Hann
hefur verið i smiðum i næstum
tvö ár og er efniskostnaður
seunilega orðinn u.þ.b. 1200
þúsund kr. Verður mastrið sett
á hann fljótlega og búiö er að
gefa honum nafnið „Skýja-
bore”.
Skýjaborgin.smiðuð af eigendunum sjálfum, og er efniskostnaður
sjálfsagt um 1.200.000.
Við forvitnuðumst um bátinn,
sem nýkominn var til Vest-
mannaeyja eftir ferð yfir
Atlanzhafiö frá Bretlandi.
Svavar kannaðist mæta vel
við hann, þar sem einn sæ-
faranna er einmitt i Ými.
Báturinn er 22 fet, af gerðinni
Marconi. Báturinn er nýr,
keyptur i Bretlandi á u.þ.b. 2
milljónir með öllum út-
búnaðiÞeir félagar voru þá ný-
lega lagðir af stað frá Eyjum, á-
leiðis til Kópavogs. Svavar hafði
ákveöið aö sigla skútu sinni,
Sirri III. til móts við Marconi.
Sagöist hann hafa nægilegt
pláss fyrir blaðamann Alþýðu-
blaðsins, og bauð undirrituðum
með. Þar sem undirritaöur
hafði aldrei áður komið um borð
i seglbát, hikaði hann ofurlítið,
en svo fór, að forvitnin varö
hræðslunni yfirsterkari, og
hófst þvi ferðin:
Til móts við Marconi
Sirri er 38 feta langur seglbát-
ur með 25 hestafla hjálparvél.
Er skútan öll hin glæsilegasta
og afar rennileg.
Sex vanir og fjórir
landkrabbar.
Um hálfáttaleytiö fórum viö
út i skútuna og vorum við tiu
talsins. Þar af voru fjórir, sem
voru óvanir landkrabbar en sex
vanir siglingarmenn. Það voru
Svarar, kona hans Sirri (sem
sennilega er Sirri I.), hjónin Ari
og Olla, en þessi fjögur sigldu
skútunni frá Bretlandi i fyrra
ásamt tveimur öðrum. Einnig
voru Binni og Finnur Torfi
eitthvað gagnlegir, enda vanir
siglingum. Landkrabbarnir
fjórir komu einnig nokkuð við
sögu, en ekki á jafn glæsilegan
hátt.
Komið sér fyrir.
Eftir að hafa klöngrazt um
borð, náð i öruggt hald við borð-
stokkinn og spennt sig niður eft-
ir getu, var undirritaður tilbú-
inn til átakanna við Æ gi konung.
Nú voru segl reist, stórseglið
og fokka númer 2, og klukkan
átta var lagt af stað i fimm
vindstigum.
Sigldum við nú hraðbyri út-
voginn, framhjá baujum sigl-
ingarmerkjum, sem undirritaö-
ur ber litið skynbragð á. Fljót-
lega komst hraðinn i 6 hnúta og
jókst enn. Var þvistrax slökkt á
hjálparvélinni, enda kvörtuðu
hörðustu seglbátamennirnir
undan hávaða og ólykt, sem af
vélum væri. Hraðinn var kom-
inn i 7 hnúta og vindurinn i 6
vindstig, en báturinn ruggaðist
litiö og fór afar mjúklega i öld-
urnar.
Settur inn i sjómennsk-
una.
Sirri settist hjá mér og sagðí
mér undan og ofan af þvi hvern-
ig svona tæki yerkar. Eina sem
ég vissi um seglskip, hafði ég
lært af Onedin I sjónvarpinu,
svo að ég vissi að þetta stóra,
hvita, var segl. Hún benti mér á
hraðamælinn, vindhraðamælinn
og dýptarmælinn, sýndi mér
muninn á fokku og stór seglinu.
Ég vissi nú orðiö allmikiö um
siglingar. Siðan varaði hún mig
við, að láta mér ekki bregða, þó
aö báturinn veltist talsvert á
hliðina. Við þessar upplýsingar
herti ég tökin á borðstokknum.
Fer að æsast leikurinn.
Rétt fyrir klukkan niu voru
komin 8. vindstig og hraöinn
Ljósm. ATA
aldrei kallaður annað en vélbát-
urinn.
Nú er dólað að landi, veður er
dottiö niöur, siglt með órifuðu
stórsegli og fokku númer 1. Nú
risa jafnvel þeir sem virtust
dauðir, úr kojum sinum og fara
út til að njóta siglingarinnar.
Þeir landkrabbanna, sem harð-
astir höfðu verið af sér, og veriö
úti á þilfari allan timann, fóru
nú undir þiljur til að hlýja sér.
Þegar sjórinn þornaði, urðu
menn stifir af saltinu og brakaði
I, þegar menn hreyföu sig.
Tók sjálf sjóveikipillu.
Eftir að hafa þornaö, dreif
maöur sig upp á þilfar og naut
siðustu tima siglingarinnar.
Þegar loks var komið inn á vog-
inn, voru seglin felld og vélin
gangsett. Ég verð að viður-
kenna, að það var hálf leiöinleg
lykt og óþægilegur hávaði af
vélinni. Og ef mér býðst ein-
hvern tima aftur tækifæri til að
skreppa út á seglbát, þá þigg ég
það örugglega.
Það hjálpaði nefnilega upp á
sálartetrið að heyra, að Sirri,
sem hafði siglt á skútunni frá
Bretlandi I fyrra, hafði sjálf
laumaö upp i sig sjóveikipillu,
áður en við lögðum af stað til
móts við Marconi. ATA
Skipstjórinn skyggnist eftir baujum, eða öðrum siglingarmerkjum.
orðinn 9hnútar. Báturinn var nú
tekinn að veltast og farinn að
hallast. Nú fór að koma I ljós,
hverjir voru landkrabbar og
hverjir ekki. Niöri i káetunni
var ein hinna fyrmefndu lögzt i
koju og átti þá ósk heitasta, að
bölvuð skútan brotnaði i spað.
Annar landkrabbi var orðinn
gráhvitur i framan og leit ekki
út fyrir að eiga langt eftir. En á
meðan á þessu stóö, söng Ari.
Nú kunni sá maður við sig.
Einnig fannst undirrituðum
hann standa sig frábærlega vel,
•það væri sko munur á mér og
þessum landkröbbum. Bæði var
ég algerlega laus við sjóveikina
og svo fannst mér hallinn á
skútunni, sem Sirri hafði varaö
mig við, ekkert voðalegur. Þess
vegna sleppti ég takinu á borð-
stokknum og ætlaði að fara aö
iðka hina göfugu ljósmyndaiðju.
Þáhallaöist báturinn allt i einu
og gaf yfir hann um leið, svo að
ég veltist fyrst yfir að hinum
borðstokknum og þar fékk ég
háift Atlanzhafiö yfir mig. Ég
flýtti mér niöur i káetu, til að
þurrka af vélinni. Þegar þangaö
kom, fannst mér hreyfingar
bátsins breytast skyndilega og
veröa hinar óþægilegustu. Ég
fann innyflin verða ósammála
um einföldustu hluti og vildu
komast út til að útkljá málin.
Myndavél eða ekki myndavél,
ég þe'ytti henni sjóblautri frá
mér og fór upp á þilfar i snar-
hastí.
Við vendum bátnum.
Klukkan 21:30 fór landkrabbi
númer þrjú aö ókyrrast með
miklum látum, og ekkert sást til
Marconi og þar sem veöur virt-
ist vera að versna, var ákveðið
að snúa við. Búið var að rifa
stórseglið og siglt var meö
stormfokku. 1 annarri til
raun tókst að venda og var nú
siglt heim á leið aftur, án þess
að hafa mætt Marconi.
Með rifað stórsegl og storm-
fokku gekk siglingin ekki eins
greiðlega. Landkrabbarnir,
sem ekki voru vel klæddir, voru
orðnir hundvotir og iskaldir, en
að öðru leyti var heilsan góð.
Sést til Marconi.
UM ELLEFU LEYTIÐ SÉR
Ari, gleraugnalaus og allslaus,
Marconi. Hann er rétt i kjölfar
okkar, búinn að fella öll segl og
siglir með vélarafli. Þetta þótti
seglbátamönnunum um borð lé-
legt, þeir fundu strax lyktina og
er nú viðbúiö, að báturinn veröi
alþýóu
blaöið
Lesið: 1 norska blaöinu
Fiskaren, að norskir sild-
arseljendur telji horfur á
sildarmarkaöi betri en oft-
ast áður. Mikil eftirspurn
sé eftir sild og verðiö hátt.
— á kemur fram I blaðinu,
að margir bátar hafi aö
undanförnu veitt býsn af
kolmunna og hafi Norð-
menn mikinn áhuga á þess-
um veiðum, og telji, að i
þeim felist miklir mögu-
leikar. Ur kolmunnanum
búa þeir meðal annars til
„marninga”.
Heyrt: Aö margir Fram-
sóknarmenn telji, að með
ræðu sinni á aðalfundi SÍS
hafi Erlendur Einarsson
sett all-óþyrmilega ofan i
við rikisstjórnina og gagn-
rýnt harkalega efnahags-
stefnu hennar. Ekki er vist,
að allir séu jafnhrifnir af
þessu framtaki Erlends.
Lesið: I Samvinnunni:
„Þegar fram liða stundir
mun sam vinnumönnum
leika hugur á að vita sem
gleggst um upphaf sam-
vinnustefnunnar hér á
landi”. í framhaldi af þess-
ari staðhæfingu, er birt
grein eftir Jónas Jónsson
frá Hriflu, sem hann skrif-
aði árið 1918.
Lesið: í Alþýðubiaðinu i
gær: ,,MB. Astþór RE-395
aflahæstur i Reykjavik, —
en fyrirtæki i sjávarútvegi
eiga samt sem áður i erfið-
leikum”. Þetta var fyrir-
sögn, sem hafði ruglast og
verður að fáránlegri setn-
ingu.
Lesið: I Þjóðviljanum i
gær: „1 endaðan april var
keyptur 200 tonna bátur,
Hafrún frá Bolungarvik, og
hefur hann verið á útilegu á
linu og lagt upp i Reykjavík
og Bolungarvik og fengið
um 80 tonn. Rækjuveiðar
voru stundaðar... Frekar
tregt var og rækjan smá.
Veiðarnar hættu um
miðjan april og hefur hluti
rækjubátanna farið á skak
og lagt upp annarsstaðar.”
Svo kemur rúsinan i pylsu-
endanum: „Af þessu má
sjá, að Bildudalur er nú
heldur eð rétta úr kútn-
um.”
HEYRT: Að á „kostaboöi”
hollenzkra um ylræktarver
séu óteljandi agnúar, og
ekki á færi nema reyndustu
samningamanna að binda
svo um hnútana að við höf-
um einhvern hagnað af
uppátækinu, eða a.m.k.
áhættan sé ekki okkar.
Hollendingar eru gamalt
nýlenduveldi og stórfyrir-
tæki þeirra hafa árhundr-
aða reynslu i að „plata
sveitamanninn”.
HEYRT: Að ásókn i sólar-
landaferðir i sumar aukist i
sifellu, og sé nú hvergi hik-
að við að slá vixla fyrir fari
og gjaldeyri, enda búist
margir við þvi að þegar
efnahagsráðstafanir
haustsins lita dagsins ljós
séþegarfarið „siðasta skip
suður.”