Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 4
Eitt sinn / vikulok urra verksummerkja. Bakdyrnar á búðinni voru nú ólæstar, peninga- skúffan í búðinni var útdregin og hafði verið tæmd. Ekkert annað hafði horfið. Einn tíu króna pen- ingaseðill lá á búðargólfinu skammt frá skúffunni i áttina til bakdyranna og gaf það raunveru- lega til kynna, að þjófurinn hafði í flaustri farið þá leið. Ekki var það kunnugt hvað mikil fjárupp- hæð hafði verið í skúffunni, en gizkað var á, samkvæmt reynsl- unni undanfarna laugardaga, að þar hefði verið allt, að eitt búsund fcr<Vrpir V^r’7liinflrpicTq-nriiTrn v°r?5 ekki var við neinn óviðkomandi mann þarna á staðnum og liann fullyrti nlveg, að hver og einn af starfsmönnum iverzlunarinnar hefði verið farinn, þegar hann vék sér frá. Lögreglan var strax tilkvödd út af þessum atburði. En hvað var eiginlega hægt að gera, sem til gagns mætt.i verða? Það hefði kunnað að gpta vprið gogniegt. að hafa við hendina fingrafarasér- fræðing til rannsóknar á staðnum, en réttvísin á íslandi hafði þá enn ckki tekið þá vísindagrein í sína þjónustu. Og öll jörð var þurr svo að livergi markaði spor, svo þar var lieldur ekki neina slóð unnt að rekja. Sá möguleiki þótti hugsanlpmir. að einhver af starfs- mannaliðinu hpfði snúið t.U baka, t. d. elevmt pinhvpriu á staðnum, komið að búðinni mannlausri og freistingin þá gripið hann. Þó hann liefði sést frá götunni í gegn um búðarglugga, serri vel hefði get að átt sér stað, þá þurfti það ekki að vekja neina athygli, þar sem um kunnugan var að ræða, jafnvel þó hann hefði verið að fást við peningaskúffuna. Að þessum mf'tu Ieika slepptum var ekki um annað að ræða en að inn hefði verið far- ið með fölskum lykli í þjófnaðar- tilgangi á meðan verzlunareigand- inn var fjarverandi. Um sviksemi af hálfu kaupmannsins þótti ekki geta verið, og gat alls ekki verið, dö ræða. Hvort sem nú meiri eða minni bollaleggingar fóru fram um þetta meðal lögreglumanna, þá var fyrst horfið að því ráði að ná starfsfólki verzlunarinnar til yfirheyrslu og varð að hafa hraðan á til þess að missa engan úr þeim hóp burt úr bænum, og til þess var tjaldað öll- um þeim mannafla, sem lögreglan hafði á að skipa. Og allir komu þeir í leitirnar, sem áformað var að ná. Jafnhliða þessu hófust yfir- heyrzlur, er síðan stóðu langt fram á nótt. Starfsmennirnir voru látn- ir gera grein fyrir ferðum sínum og háttsemi eftir að þeir yfirgáfu verzlunarhúsið og síðan leitað sann ana á þeim skýrslum eins vel og efni stóðu til. Einnig var sérstak- lega eftir því leitað hvort nokkur hefði fengið heimsókn af óviðkom- andi fólki í einkaerindum um lok- unartímann eða átt von á slíkum lieimsóknum um það leyti, en allir synjuðu fyrir allt þess háttar. Snemma morguns næsta dag, sem var sunnudagur, var rannsókn þessa máls tekin upp á ný og stóð liún þann dag allan, eftir því sem við málti koma, með þeim eina árangri, að lögrcglan var fyrir sitt leyti orðin sannfærð um, að hinn seka væri ekki að finna á meðal starfsfólksins. Það lá alveg Ijóst fyrir, að þjófn aðurinn hafði verið framinn á með an kaupmaðurinn vék sér frá, eða fáum mínútum eftir lokun. Sá að- komandi maður, sem framdi verkn aðinn, lilaut því að hafa verið ein- hvers staðar í námunda við verzl- unarhúsið á lokunartímanum. Með hliðsj. af þessum staðreyndum var gerð sú tilraun, að spyrja hvern og einn starfsmannanna um það, hverja þeir hefðu hitt, talað við eða tekið eftir í námunda við verzl unarhúsið, þegar þeir héldu á burt þaðan. Allir svöruðu á þessa leið, eins og vænta mátti: Ég hugsaði ekki um annað en komast heim og tók ekki sérstaklega eftir neinu. Þykir mér ekki ólíklegt til getið, að einhverju vitnanna hafi orðið það á að brosa í laumi að þessum vinnubrögðum lögreglunnar, enda varla hægt að telja þau sigurstrang leg, fljótt á litið, né miklar vonir við þau tengda r. En hálmstráið kvað þykja betra en ekkert fyrir þann að grípa í, sem er að sökkva, og svo fór hér. Með þessu bætt- ust þó einhverjir í hópinn, seni þurfti að yfirheyra, en ekki leiddi það til neinar niðurstöðu að sinni. Hið eina, sem hafðist upp úr þessU og ekki tókst að fullrannsaka strax, var það, að einn starfsmann anna, og sá þeirra, er fór einna síðastur af staðnum á laugardags- kvöldið, mundi eftir því, að hann sá mann nokkurn, er hann vissi nafn á, í á að gizka 60—80 metra fjarlægð frá verzlunarhúsinu. Vitn ið talaði ekkert við þennan mann — aðeins mætti honum þar sem liann fór leiðar sinnar meðal margra annarra vegfarenda og stefndi í áttina til hins umrædda verzlunarhúss. Með þessu voru fram komnar nokkrar líkur til þess, að leið þessa manns hefði legið fram hjá verzluarhúsinu ná- Iægt þeim tíma, sem þjófaðurinn hafði verið framinn. Þótti hér full komin ástæða til þess að athuga þennan mann nánar, svo og feril hans, því hann var áður kunnur að viðsjárverðu atferli. En þessi maður fannst nú livergi, þótt leit- að væri af kostgæfni: liann hafði ekki verið heima aðfaranótt sunnu dagsins og enginn fannst, sem gæti sagt hvar hann væri niður kominn. Þótti það líklegast, að hann dveldist einhvers staðar utan bæjar. Svo leið sunnudagurinn og nóttin eftir að maður þessi fannst ekki, þrátt fyrir stöðuga leit og fyrirspurnir víðsvegar. Að sjálf' sögðu skyldi liann tekinn fastur hvar sem til hans næðist og hvar vetna þar, sem lögreglan leitaði var skorað á menn að láta lögregl- una vita tafarlaust, ef hins eftir- lýsta manns yrði vart. Þannig leið svo tíminn fram til kl. 5 síðdegis á mánudaginn. Þá var lögreglunni tilkynnt í síma frá einu af veit- ingahúsum bæjarins, að hinn eftif' 508 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.