Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Side 8

Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Side 8
HANN var dálítið skrítinn oá líka dálítið undarlegur í laginu, og stundum var eins og garmarn- ir hefðu verið hengdir utan á hann. Ekkert virtist passa honum og myndi aldrei gera. Það var honum eins eiginlegt og nafnið sem hann bar. „Tveggja-þumla Kobbi” var hann nefndur og allir þekktu hann undir því nafni. Kannski var hann kallaður eitthvað annað á opin- berum skýrslum, en um það vissi enginn. Það kærði sig heldur enginn um að vita það. Eg sá aldrei neinn tala við hann og hann ræddi aldrei við neinn sjómannanna. Ef einhver í kránni hefur talað til hans, hef- ur það áreiðanlega verið í lágum liljóðum. í þessum norðlæga hafnarbæ var hann hluti af1 staðnum, og þegar hann hvarf einn góðan veð- urdag á eins hljóðan og dular- fullan liátt og hann hafði komið, var staðurinn snauðari eftir. Á sjómannamáli hefði mátt kalla hann krítara, því að á þess- um tímum voru skipaheitin dreg- in með krít á þar til gerð spjöld á sama hátt og skráningardagur skipverjanna. Og oft var slíkt starf falið þeim, sem ekki voru hlutgengir til sjósóknar eða höfðu snúið balci að sjóferðum. Tveggja þumla Kobbi var einn þeirra. Eg áttaði mig aldrei til fulls á hinu leyndardómsfulla nafni hans. Hann hafði þessa tvo þum- alfingur, sem flestir hafa, svo að sennilegast var, að það, að vantaði hina fingruna átta, hefði ráðið mestu um viðurnefnið. Þeir voru einkennilegir þessir tveir fingur hans. Þeir loddu við hann eins og klær fram á endadægur. Annað, sem einkennilegt var við þennan mann, var andlit hans. Það var oft fjarska dapurlegt, þó að það ætti óneitanlega illa við andlitsfallið. Það var dálítið kringl ótt og rjótt og virtist einmitt skapað til að brosa breltt. En Tveggja-þumla Kobba var ekki hlátur í hug. Stundum minnti þó svipur hans samtímis á hnakka kertan páfagauk og fjörugan apa. En það var afar sjaldan. Og aldr- ei meira. Tveggja-þumla Kobbi var sífellt á ferðinni og passaði vel sitt verk. Og á skipshlið leysti hann starf sitt vel af hendi og skipunum virt- ist hann tbngdur órjúfandi bönd- um. En undir niðri virtist hann æ búa yfir einhverjum trega, sem erfitt var að henda reiður á. Hann bar hörundsflúr í bak og fyrir að því er virtist og upp og niður gilda handleggina hringuð- ust höggormar og á þumlunum 2 blikuðu bjartar stjörnur. Skraut- legt hjarta bar hann á vinstra úlnlið og undir því var letruð 32- varandi ástarjátning til Nellýjar- Á hægra úlnlið var sams konar hjarta og sams konar ástarjátn- ing til Lillýjar. Af þessu hörundsflúri nlátti ráða að Tveggja-þumla Kobbi Iiefði siglt mörgum skipum °S kannað öll lieimsins íiöf. En nu virtist liann af einhverjum ástæð- um orðinn heimilisfastur land- krabbi, sem hafði það fyrir at- vinnu að kríta skipshciti á síður þeirra fjöhnörgu skipa, er höfnina gistu. Á hverjum morgni og hverju kvöldi óhreinkuðu dúfurnar og mávarnir húfuna hans en á jakk- anum sást aldrei. Hann var ávallt hreinn og hnappar hans skínandi bjartir. Stimdum fannst manni eins og liann væri athugull áhorfandi og íhitgull hlustandi, en vildi ekki tengjast umhverfinu þeim bönd- um, er ekki yrðu rofin. Það var eins og hann byggist við því einn góðan veðurdag að svífa út í lieim inn einn og óháður eins og fugi' inn fljúgandi. Kannski var hann innvígður skipunum, sem hann hafði kynnzt svo náið. Og kannski átti hann sér drauma um skip. Það var ekki gott að geta sér til um þetta. Sennilega hefði ég aldrei tek’ð eftir þessum manni, ef mér hefði ekki frá því fyrsta orðið starsýnt á það, hvernig hann tók upp 1 sig og velti tóbakinu í munni ser. Það var snögg og ákveðin hreyf- ing, þegar hann greip tóbakið ur pungnum sínum með þumlunum tveimur og stakk þvi á milh tveggja grænna tanna. Þegar maður sá þetta, var manni liugsað til þess, hvernig hann hefði misst hina fingurna. Hvar og hvern ig hafði það borið að höndum? —' Og hvenær hafði það verið? Þeim spurningum varð maður að svara hjálparlaust. Kannski hafði hann orðið fyrir slysi um borð eða einhver annar sjómaður sniðið af honum fing- urná méð sjálfskeiðunghum sín- um. Að því var erfitt að komast 512 SUNNUDAGSBLA0 - AUÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.