Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Qupperneq 10

Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Qupperneq 10
HVÍT gufuský svifu um lága herbergiskytruna og gegnum grindurnar, sem við stóðum bak við. Skyndilega tókum við eftir lík ama, sem birtist í gufunni. Þetta var ávalur og fagur líkami. ungr- ar stúlku, sem lét handklæðið, er hún bar um mitti sér, síga um leið og hún steig niður í bað- þróna. Gamla konan við hlið mér, þreif í handlegg minn. „Er hún ekki dásamleg?” hvíslaði hún. — „Heldurðu að honúin lítist á þessa?” Eg vissi ekki hverju svara skyldi og hélt leiðar minnar. Eg gerði það ekki að gamni mínu að gægjast inn í þetta gufubað (hammam) kvenna í Afghanistan í fylgd hjúskaparmiðlara. Það var heldur ekki það, sem ætlast var til af mér sem fréttaritara. Sann leikurinn var sá, að ég var að þessu fyrir vin minn, príns Abd- el Múhameð. Þegar ég hitti Abd-el Múhameð í fyrsta skipti, hélt ég fyrst í stað, að hann væri vopfta- og skotfærasmyglari. En ekki leið á löngu unz ég komst að því að hann var velmenntaður aðalsmað- ur, sem fór um í ýerzlunarer- indum. Við riðum samferða til borgarinnar Kabul, og það var þá, sem hann sagði þetta: „Af- ghanistan er land mikilla fjalla, hraustra manna, — og fagurra kvenna. Og það er einmitt vegna þess síðastnefnda, að ég er á ferðinni hér.” Það kom á daginn, að einn góð- an veðurdag hafði eiginkona nr. 1 komið að máli við hann, sezt auðmjúk og undirgefin við hlið hans og sagt: „Húsbóndi okkar er dapur. Og hann kemur ekki leng- ur að vitja okkar í kvennabúr- inu. Við höfum matreitt nýja rétti og lært nýja söngva, en húsbóndi okkar virðist fremur lcjósa ann- an mat og aðrar stúlkur að hlusta ' á.” Og hálfkjökrandi hafði hún ^spurt: „Er liúsbóndinn kannski ofðinn leiðúr á okkur?” Múhameð hafði lirokkið ónota- lega við. Iíún hafði nefnilega ein- mitt hitt naglann á höfuðið. Eig- inkonu nr. 1 hafði hann kvænzt, þegar hann var f jórtán ára og hún tólf, og konu nr. 2 hafði hann gengið að eiga fimm árum síðar. Hann hafði verið hrifinn af þeim í fyrstu, en smám saman hafði lionum fundizt, sem æskuljómi þeirra hyrfi. Viku eftir þennan atburð, liafði Múhameð farið í skylduheim- sókn til kvennabúrs síns, þar sem hann hafði horft á eiginkonu nr. 2 máta fögur silkiföt, sem hann hafði fært henni til að blíðka ana. „Ef til vill,” hafði hún þá sagt, „mundu þessi föt fara bet- ur á yngri stúlku. Við hefðum ekkert á móti því, að þú fengir þér nýja hingað í kvennabúrið.” Múhaméð lét ekki segja sér þetta tvisvar, en tók þegar að út- búa úlfaldalestina 1 sína til lang- feröar til lands hinna hraustu karlmanna og fögru kvenna, til þess að hafa upp á þriðju kon- unni í kvennabúrið sitt. En á vegi hans urðu ýmsir örðugleikar, sem erfitt var að yfirstíga. „Fyrir styrjöldina”, sagði hann, „kostaði fimmtán óra gömul feg' 514 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLABIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.