Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 6
NIÐUR snævi þakta fjallshlíð- ina renndu sér nokkrir skíðamenn með foringja sinn í fararbroddi. Þá bar það til tíðinda, að snjó- hengja losnaði skyndilega skammt fyrir ofan þá og með sljkum ör- skotshraða, að ekki varð undan- komu auðið, hreif hún þá með sér og gróf í þykkri fönninni. Tveim- ur klukkustundum síðar, þegar hjálparsveit var kominn á vett- vang, og hafði brotizt upp hlíð- ina, var einn skíðamannanna enn á lífi, en hendur lians og fætur hnepptar í viðjar snjóbreiðunnar, — höfuðið eitt gat hann hrcyft örljtið. Úr þessu sérkennilega fangelsi sínu gat hann greint fóta tak leitarmannanna í mjöllinni yfir höfði sér og hann gat einnig heyrt hróp þeirra og köll og pikk með snjókrökum og skóflum, sem þeir höfðu meðferðis. En þó að hann hrópaði hástöfum: „Hér er ðg. Grafið hérna!“, þá heyrðu þeir ekkert til hans. Það var ein af staðreyndum þcssa gráa leiks, að maður yndir snjófargi lieyrir tíu sinnum t^eflur en til hans heyrist. Raddirnar fjarlægðust, fótatök- in urðu ógreinilegri unz allt varð kyrrt, — og vonin í brjósti hans varð æ minni. En skyndilega heyrði hann nýtt og áður óþekkt hljóð, — það líktist léttu krafsi, ýmist hér eða þar. Svo heyrðist gelt og krafsið yfir höfði hans færðist í aukana . . . í kjölfarið fylgdu svo hróp, snjómokstur — og loks opnaðist leiðin til frels- isins. Hann var hólpinn og nokkr ar mannshendur drógu hann upp á yfirborð fannbreiðunnar. Enn einu sinni hafði einn hinna. óviðjafnanlegu svissnesku snjó- hunda sýnt það og sannað, hve öil hans skilningarvit eru skarp- ari en mannsins í leit að mönnum, er grafizt liafa undir fönn. Hvað eftir annað liafa þessir duglcgu og velþjálfuðu hundar bjargað mannslífum undan allt að tuttugu feta fannbreiðu eftir að flestir höfðu tapað trúnni á að nokkuð mætti verða þessum ógæfusömu mönnum til bjargar. Tökum til dæmis verkfræðing- ana tvo, sem voru að leggja ha- spennulínu í nánd við Ebligen i Sviss, og heyrðu skyndilega hvin af snjóflóði fyrir ofan sig. Annar þeirra bjargaðist en hinn grófst undir fönninni. Þegar ITans Iviinzl er frá Meiringen kom á staðinn með snjóliundinn sinn, liafði leit- inni verið haldið árangurslaust a- fram svo að klukkustundum skipti- Á nokkrum mínútum hafði hund- ur Meiringers þefað uppi slys- i*aðinn o" var hvriaður að krafsa r rv-í r„».ÍT- lionc li1- siilli var manninum bjargað heil- um á húfi úr örmum fannbreið- unnar. Þessi kapítuli sögunnar um björgun mannslífa, hófst fyrir frumkvæði svissnesks manns, Ferdinands Schmutz að nafni- Schmutz þessi ól upp og tamdi hunda svo að áratugum sk'ipti auk þess, sem hann hefur ritað um þá merkar bækur. Sem dreng- ur aðstoðaði hann oft kunningja sinn, sem var lögreglumaður a þann hátt, að liann lézt vera „lög- brjótur" og leyfði hundinum hans nð hafa upp á sér, — auðvitað í æfingaskyni. Og síðan þá hefur hann helgað liundum aliar sínar tómstundir. Greinar lians hafa birzt í fjölmörgum svissneskum blöðum og hin fróðiega °S skemmtilega myndskreytta bék hans, Hundurinn minn, er orðin sígildur lestur. Skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari, las Schmutz einhverju sinni í blaði, frásögn af hundi, Moritz að nafni, sem bjargað hafði lífi skíðamanns nokkurs, er grafizt hafði í snjóflóði í Miirren. Þetta varð Sehmutz mikið ifm- hug$unarefni. Hjálparsveitin, sem kom á staðinn, hafði grafið fjór- tán skíðamenn upp lifandi en þann fimmtánda vantaði, Þá tók Moritz allt í einu að krafsa í snjóinn á ákveðnum stað, og þegar grafið 510 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.