24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir
Pantaðu núna á
www.oryggi.is
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
Hver vaktar þitt heimili?
Prófaðu Heimaöryggi í sumar – án endurgjalds
• Við setjum upp kerfi heima hjá þér og þú prófar í 2 mánuði, engin krafa er gerð um
framhaldsviðskipti.
• Heimaöryggi felur í sér innbrotsvörn, útkallsþjónustu, brunaviðvörun og vatnsviðvörun.
• Tilboðið gildir til 15. ágúst 2008, gríptu tækifærið núna.
• Í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila
og sinnir útkallsþjónustu.
Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift
Yfirvöld í Norður-Kóreu af-
hentu skýrslu um kjarn-
orkuáætlun landsins í gær.
Þótt skýrslan hafi verið sex
mánuðum á eftir áætlun var
henni víða fagnað. Þykir allt
benda til þess að landið stefni
ekki lengur að því að verða sér
úti um kjarnorkuvopn.
Bandaríkin hyggjast bregðast
við með því að fjarlægja Norð-
ur-Kóreu af skrá yfir ríki sem
styðja hryðjuverk og leggja af
efnahagsþvinganir. aij
Norður-Kórea
Kjarnorkan
á hilluna
STUTT
● Gegn aldursmismunun Har-
riet Harman, jafnréttisráðherra
Bretlands, leggur til að lög gegn
aldursmismunun verði hert í
landinu. Árið 2006 varð ólög-
legt að mismuna fólki sökum
aldurs á vinnustað, en nýju lög-
in munu ná yfir víðara svið. Er
þar sérstaklega litið til með-
höndlunar heilbrigðiskerfisins.
● Börnum bjargað Banda-
ríska alríkislögreglan FBI hef-
ur handsamað rösklega 300
manns víðsvegar um Banda-
ríkin og bjargað 21 barni sem
neytt var í vændi.
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Spánverjar hafa lengi legið undir
ámælum dýraverndarsamtaka fyrir
slæma meðferð á nautum, og hafa
sjaldnast verið í forvígissveit rétt-
indafrömuða, en lög sem liggja fyr-
ir spænska þinginu gætu breytt
þessu. Á Spáni stendur til að veita
öpum réttindi í ætt við mannrétt-
indi. Munu nokkrar tegundir apa
njóta réttar til lífs og frelsis, nái til-
lögurnar í gegn.
Samþykkt í umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd spænska þings-
ins samþykkti á miðvikudag að
leggja til að stefnuyfirlýsing dýra-
verndarsamtakanna Great Ape
Project yrði leidd í lög. Í samtök-
unum koma saman heimspekingar
og vísindamenn, sem telja nánustu
ættingja mannskepnunnar eiga
heimtingu á réttindum sem til
þessa hafa ekki staðið þeim til
boða.
„Þetta er sögulegur dagur í bar-
áttunni fyrir réttindum dýra og til
varnar þróunarfræðilegum fé-
lögum okkar,“ segir Pedro Pozas,
formaður spænskrar deildar Great
Ape Project.
Ýmsar breytingar framundan
Ályktun umhverfisnefndarinnar
nýtur þverpólitísks stuðnings og er
talið líklegt að þingið muni sam-
þykkja hana. Ríkisstjórnin hefur
þegar hafist handa við að endur-
skoða lagabókstafinn, þannig að
komið verði í veg fyrir að tilraunir
verði gerðar á öpum.
„Við vitum ekki til þess að
mannapar séu notaðir sem til-
raunadýr á Spáni, en sem stendur
eru engin lög í gildi til að koma í
veg fyrir það,“ segir Pozas.
Bannað verður að halda apa sem
sirkusdýr, eða nota þá sem leikara í
auglýsingum og kvikmyndum.
Brot gegn lögunum munu verða
refsiverð.
Dýragörðum verður eftir sem
áður heimilt að halda apa. Þó er
reiknað með að lögin muni hafa
þær afleiðingar að bæta þurfi að-
búnað um 70% þeirra rösklega 300
apa sem búa í spænskum dýra-
görðum.
Mannapar með
mannréttindi?
Spænskir þingmenn taka vel í tillögu um að veita öpum aukin réttindi
Hagsmunaapar
Mæðgurnar Jawi og
Locki, sem búa í dýra-
garði Barcelona, hefðu
hag af lögunum.
➤ Samtökin stofnuðu heim-spekingarnir Peter Singer og
Paola Cavalieri árið 1993.
➤ Þau krefjast þess að næstuættingjar mannsins njóti jafn-
réttis.
➤ Þeir eru simpansar, górillur,órangútanar og bonobo-apar.
GREAT APE PROJECT
Danmörk ætti að segja sig úr Al-
þjóðahvalveiðiráðinu, til að gefa
Færeyingum og Grænlendingum
færi á að setjast sjálfir í ráðið. Þetta
segir Jørgen Niclasen, formaður
færeyska Fólkaflokksins.
„Alþjóðahvalveiðiráðið var
stofnað af hvalveiðiþjóðum, og að-
eins ríki sem stunduðu hvalveiðar
urðu meðlimir. Danmörk hefur
ekki verið hvalveiðiþjóð og gekk
aðeins í ráðið vegna okkur,“ segir
Niclasen á heimasíðu Fólkaflokks-
ins.
Vill Niclasen að landsstjórnin
sækist eftir því að fara sjálf með
þetta hagsmunamál – og jafnvel í
samvinnu við Grænlendinga.
„Þetta væri betra en núverandi að-
stæður, þar sem Danmörk selur at-
kvæði okkar hæstbjóðanda suður í
Evrópu.“
andresingi@24stundir.is
Formaður færeyska Fólkaflokksins
Vill Dani úr Alþjóða-
hvalveiðiráðinu
Stjórnarskrá Bandaríkjanna leyf-
ir ekki að menn séu dæmdir til
dauða fyrir að nauðga barni.
Þessari niðurstöðu komst Hæsti-
réttur Bandaríkjanna að í gær, í
máli tveggja manna sem sátu á
dauðadeild í Louisiana. Meiri-
hluti dómara var sammála um að
ekki væri hægt að refsa fyrir
nauðgun með dauða nema fórn-
arlamb hefði látið lífið. Enn-
fremur er leyfilegt að beita
dauðarefsingu í landráða- og
njósnamálum.
Dómstóllinn skiptist nokkuð
jafnt – fimm dómarar skipuðu
meirihlutann, en fjórir voru þeim
ósammála. Fjöldi stjórnmála-
manna hefur gagnrýnt úrskurð-
inn, þeirra á meðal forseta-
frambjóðendurnir John McCain
og Barack Obama. aij
Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að bana
barnaníðingum
Bandaríkjaher hefur fjarlægt öll
kjarnorkuvopn sín frá Bretlands-
eyjum, að því er heimildir banda-
rískra vísindamanna herma. Tel-
ur Hans Kristensen, höfundur
skýrslunnar þar sem þetta kemur
fram, þetta benda til þess að
norðurhluti Evrópu skipti ekki
lengur miklu máli í þessu tilliti.
„Bandaríkin setja sig nánast ein-
vörðungu í kjarnorkustelling-
arnar í suðurhluta álfunnar, á
Tyrklandi og Ítalíu,“ segir hann .
Kjarnorkuvopn Kanans
Bretland orðið
bombulaust