24 stundir - 27.06.2008, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Óhætt er að skála fyrir Landsvirkjun og Sjálfstæðisflokknum þessa dag-
ana. Álver á Bakka, virkjanir í Þjórsá, aukin framleiðsla álversins í
Straumsvík og nýtt álver í Helguvík. Þetta er fagra Ísland ríkisstjórn-
arinnar. Samfylkingin virðist sjálf ennþá trúa því að flokkurinn haldi fram
nýrri sýn í atvinnu- og umhverfismálum en hér hefur ríkt undanfarna ára-
tugi. Fagra Ísland er þó orðin fullkomin andstaða þess sem Samfylkingin
boðaði þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Stóriðja áfram, ekkert stopp, var
það ekki stefna Framsóknar? Hver er nú munurinn?
Það er talsverð kokhreysti hjá Samfylkingunni að segja að skoðana-
könnun Fréttablaðsins sem sýnir andstöðu almennings við frekari stóriðju
sé – „öflugur stuðningur við grunnhugsunina í stefnu Samfylkingarinnar
um Fagra Ísland.“ Hvernig Ísland er það og hver er eiginlega þessi grunn-
hugsun?
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mokaði yfir trúverðugleika
Samfylkingarinnar þegar hann tók skóflustungu að álveri í Helguvík á
dögunum. Eftir þann mokstur þarf engum að koma á óvart að Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra undirriti viljayfirlýsingu um álver á
Bakka. Og ekki heldur að Þórunn Sveinbjarnardóttir standi hnípin hjá og
kynni sig endurtekið sem umhverfisráðherrann sem engu vill ráða. Henni
finnst leitt að fylgjast með byggingu álvers í Helguvík og undirbúningi á
Bakka og hún hefur samúð með fólkinu á Þjórsárbökkum. Sú samúð
kemur að litlum notum, þegar grá jökullónin fara að flæða um gróin tún
og fagrar byggðir Suðurlands, svo hægt verði að stækka álverið í Straums-
vík. Hætt er við að einhverjum verði þá hugsað til
ráðherranna sem treyst var til að verja náttúru lands-
ins.
Það voru ráðherrar Samfylkingarinnar. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins voru ekki kosnir til þess að stöðva
stóriðju, heldur til að halda henni áfram. Stefna Sjálf-
stæðisflokksins er níðsterk. Og sveitarstjórnarmenn,
hvar í flokki sem þeir standa, treysta henni svo vel að
þeir uppfylla óskir Landsvirkjunar umyrðalaust og
virða ekki viðlits fólkið sem kaus þá. Samfylkingin er í
sama báti. Hún treystir Sjálfstæðisflokknum betur en
sjálfri sér og kjósendum. Þess vegna finnst henni duga
að hafa grunnhugsun um fagra Ísland, sem aldrei
kemst til framkvæmda, á meðan Sjálfstæðisflokkur-
inn lætur verkin tala.
Grunnhugsun
Samfylkingar
Efnahagskreppur á Íslandi hafa
hingað til stafað af lækkandi fisk-
verði og minnkandi sjávarafla.
Nú er fiskverð
hins vegar í há-
marki og útflutn-
ingsverðmæti
haldast þrátt fyrir
að heimilað sé að
veiða minna en
oftast áður. Efna-
hagskreppan nú
er því af öðrum
toga en áður. Hún er heima-
tilbúin. Hún er bein afleiðing
hagstjórnarmistaka Seðlabanka
og ríkisstjórna í rúman áratug.
Aukin umsvif og skattheimta
hins opinbera er einn af helstu
orsakavöldum þeirra efnahags-
þrenginga sem við erum nú að
ganga í gegn um.
Jón Magnússon
jonmagnusson.blog.is
BLOGGARINN
Heimatilbúið
Meðan almennir íbúðaeigendur á
landsbyggðinni hafa búið við
verðfall á íbúðum sínum árum
saman vegna
rangláts kvóta-
kerfis, þenslu á
höfuðborg-
arsvæðinu og
ruðningsáhrifa
stóriðjufram-
kvæmdanna, er
hlaupið upp til
handa og fóta til
að bjarga fyrirtækjum og lána-
stofnunum sem hafa vaðið áfram
í offjárfestingum á höfuðborg-
arsvæðinu. Grátið er hástöfum
yfir þúsundum óseldra íbúða í
Reykjavík og nágrannabyggðum,
þar sem sveitarfélögin héldu
hvert og eitt að því bæri að byggja
yfir alla fólksfjölgun …
Jón Bjarnason
jonbjarnason.blog.is
Offjárfestingar
Stuðningur minn við Þjóðverja
kemur m.a. til af því að ég bjó í
Þýskalandi á mínum yngri árum
og líkaði það vel.
Ég lærði margt af
dvöl minni í
landinu sem hef-
ur komið að not-
um í skóla lífsins.
Allar þjóðir hafa
einhver sér-
einkenni og að
sjálfsögðu kosti
og galla. Það hefur reynst Þjóð-
verjum erfitt að vinna úr hörm-
ungum seinni heimstyrjald-
arinnar og ábyrgð þeirra í þeim
efnum en nú á seinni árum hefur
verið unnið skipulega að því að
opna umræðuna. Á þeim tíma
sem ég bjó í Þýskalandi var orðið
„Hitler“ bannorð …
Valgerður Sverrisdóttir
valgerdur.is
EM-fótboltinn
Björg Eva
Erlendsdóttir
beva@24stundir.is
Iðnaðarráðherra hefur lýst yfir að hann
styðji álver á Bakka við Húsavík, og segist
þar mæla fyrir munn ráðherra og þingflokks Samfylk-
ingarinnar. Hann telur að stuðningur við þetta álver
gangi ekki í bága við umhverfisstefnu Samfylking-
arinnar frá síðustu kosningum, Fagra Ísland.
Og fyrir skömmu voru tveir ráðherrar úr sömu rík-
isstjórn með skóflur við Helguvík á Rosmhvalanesi.
Það álver er ekki heldur nefnt sérstaklega í stefnu
Samfylkingarinnar. Þar er hins vegar talað um að
„ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði
frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn
yfir verðmæt náttúrusvæði og verndun þeirra hefur
verið tryggð.“ Með þröngri túlkun á þessum orðum
mætti halda því fram að „frekari stóriðjufram-
kvæmdir“ væru þær einhverjar sem ekki höfðu verið
ákveðnar þegar stefnan var samþykkt. Orðalagið mið-
ast við þau reynsluvísindi úr daglega lífinu að þegar
skrúfað er fyrir vatn úr slöngu rennur óhjákvæmilega
úr henni það vatn sem þegar var komið í slönguna
framhjá hananum.
Á hinn bóginn þarf enga snilligáfu til að líta svo á að í
stefnu Samfylkingarinnar um „Fagra Ísland“ og um
„nýja atvinnulífið“, sem byggist á hugviti, tækni og
grænni orku, felist almenn en afar skýr fyrirheit um
aðra kosti í atvinnumálum og aðra tíma í umhverf-
ismálum en áður voru uppi. Eða heldur einhver að
kjósendur S-listanna hafi verið að krossa við tvö ný ál-
ver?
Enn er að gæta að því að mengunarkvóti okkar er á
þrotum. Það er einfalt reikningsdæmi að innan
Kyoto-heimilda fram til 2012 rúmast aðeins eitt álver
af meðalstærð. Þetta sögðu forystumenn flokksins
míns löngu fyrir kosningar. Hvað gerist eftir 2012 veit
vissulega enginn – en líklegast er að
þá verði mengunarkvóti okkar rýrari
en nú. Bara þess vegna verða álvers-
áhugamenn að velja á milli Helguvík-
ur og Bakka. Það verða ekki sama
daginn jól og páskar.
Ljóst er að iðnaðarráðherra hefur
ákveðið sig. Núna hlýtur öll rík-
isstjórnin að taka undir.
Höfundur er formaður Græna netsins
og varaþingmaður fyrir Samfylkinguna
Bakka eða Helguvík?
ÁLIT
Mörður
Árnason