24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Föstudagur 27. júní 2008
Færeysku söngkonunni
Sölvu Ford er skemmt
» Meira í Morgunblaðinu
Dularfulla konan
Tíu uppskriftir að prettum
fyrir þá stríðnu í vinnunni
»Meira í Morgunblaðinu
Skrifstofuhrekkir
Ronaldo auglýsir ísl.
íþróttadrykkinn Soccerade
» Meira í Morgunblaðinu
Andlitið út á við
Æ fleiri félög innan SA
vilja viðræður um ESB-aðild
»Meira í Morgunblaðinu
Hallast að ESB
Sérfræðingur spáir því
en lækki síðan í 100 dali
» Meira í Morgunblaðinu
Olían í 170 dali?
Eftir Hauk Harðarson
haukurh@24stundir.is
„Mér fannst þetta athyglisverður
og spennandi bíll og mig vantaði
slíkan bíl. Mig minnir að fyrsti bíll-
inn hafi verið notaður í happdrætti
hjá okkur í Bónus,“ segir Jóhannes
Jónsson verslunarmaður í Bónus
þegar hann er beðinn um að rifja
upp söguna á bak við fyrstu nýju
Volkswagen Bjölluna sem var flutt
til landsins árið 1998.
Keypti fljótlega aðra Bjöllu
Jóhannes lét þó ekki þar við sitja
og sá sóknarfæri í að nota svo áber-
andi og óhefðbundinn bíl sem átti
eftir að hrella keppinauta Bónus.
„Við keyptum fljótlega annan bíl,
sem var notaður í verðeftirlit hjá
samkeppnisaðilunum, og þeim var
alveg djöfullega við að hafa þennan
bíl á bílastæðunum hjá sér vegna
þess að hann vakti svo mikla at-
hygli og forvitni þannig að það sá
hann hver einasti viðskiptavinur
sem fór inn í verslanir hjá þeim.
Þannig að þá má segja að tilgang-
inum hafi verið náð.“
Er meira fyrir ameríska bíla
„Þessi Bjalla var mjög athyglis-
verð, það var ótrúlegt pláss og
kraftur í henni og mjög gaman að
keyra hana,“ segir Jóhannes sem
hafði þó aldrei átt Bjöllu sjálfur
enda segist hann vera mikill unn-
andi amerískra bíla. „Bíladellan
ætlar ekkert að eldast af mér. Núna
er ég með Cadillac-dellu, og Cadil-
lac Escalade er uppáhaldsbíllinn
minn. Ég er með einn 2007 árgerð í
Reykjavík og einn 2003 árgerð fyrir
norðan. Þetta eru algerir öndveg-
isbílar,“ segir Jóhannes sem eyðir
nú miklum tíma á Akureyri. „Mér
líður alveg dásamlega hér eins og
öllum sem eru með hreina sam-
visku,“ segir Jóhannes og heldur
því fram að veðrið sé alltaf gott fyr-
ir norðan. „Veðrið hér er afskap-
lega fallegt núna þó það sé ekki
glampandi sól. Það er líka vanda-
mál hér að þegar sólin skín verður
svo heitt hérna að það er eiginlega
ekki æskilegt. Þá kemur sér vel að
Escalade-bíllinn er með alveg frá-
bæra loftkælingu, þess vegna er
hann alveg kjörinn til notkunar
hérna norðanlands.“
Tíu ár eru liðin síðan
fyrsta „Nýja-Bjallan“ var
flutt inn til landsins. Sá
sem gerði það var enginn
annar en Jóhannes Jóns-
son stórkaupmaður í
Bónus og eldheitur bíla-
áhugamaður. Hann
keypti tvo slíka bíla sem
báðir voru notaðir í kynn-
ingarstarf fyrir Bónus.
Nýja-Bjallan Þetta er
bíllinn sem Jóhannes
flutti inn árið 1998.
Jóhannes Jónsson Flutti inn fyrstu
Nýju-Bjölluna frá Bandaríkjunum.
Keppinautunum
var illa við bílinn
Jóhannes í Bónus flutti inn fyrstu „Nýju-Bjöllurnar“ til landsins
Forveri Nýju-Bjöllunar, hin
upprunalega Volkswagen Bjalla, er
óumdeilanlega eitt af merkustu
fyrirbærum í bifreiðasögunni.
Upprunalega Bjallan var framleidd
frá 1938 til 2003 þegar síðustu
verksmiðjunni var lokað í Puebla í
Mexíkó. Síðasta eintakið er nú
geymt á Volkswagen-safninu í
Wolfsburg.
Mest selda óbreytta hönnunin
Hinn 17. febrúar árið 1972 átti
sér stað merkur atburður en þá fór
Volkswagen Bjallan loksins fram úr
Ford T-model bílnum á listanum
yfir mest seldu bifreiðar heims. En
þann dag í dag er Volkswagen
Bjalla best selda einstaka hönnunin
í sögunni en alls seldust 21.529.464
eintök af bílnum. Aðrar tegundar á
borð við Toyota Corolla hafa selst
betur en þeir hafa líka komið í
mörgum útfærslum í gegnum tíð-
ina. Bjallan situr þó í fjórða sæti yf-
ir mest seldu bílategundir allra
tíma. hh
Upprunalega Bjallan skipar sérstakan sess í bifreiðasögunni
Bíll sem mun seint gleymast
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is bílar