24 stundir - 27.06.2008, Side 30
Landsins
mesta úrval
af laxa- og
silungaflugum
www.frances.is
Frítt flugubox fylgir
30 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir
Veiðikortið veitir nú aðgang að
32 vatnasvæðum vítt og breitt
um landið fyrir aðeins 5000 kr.
Með veiðikortið í höndunum,
ákveður þú hvar og hvenær þú veiðir!
Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is
Kjartan Þorbjörnsson
veidi@24stundir.is
Árangurinn er þeim mun athygl-
isverðari ef haft er í huga að nú er
eingöngu veitt á flugu í Aðaldaln-
um en Æðarfossasvæðið hafði áður
fyrr þann stimpil á sér að vera ein-
göngu maðkasvæði. Öllum löxun-
um var sleppt eins og reglur gera
ráð fyrir en áður en það var gert var
komið fyrir á þeim flestum, sér-
stökum senditækjum svo hægt sé
að fylgjast með göngu þeirra upp
ána.
Jón Helgi Vigfússon, laxabóndi á
Laxamýri í Aðaldal, segir að opn-
unin sé sú besta í mörg ár. „Við
náðum engum í fyrra, einum árið
þar á undan og tveimur árið 2005.
Þetta byrjaði með hvelli en göngur
hafa síðan róast. Áin er glettilega
vatnsmikil og frekar köld enn þá.“
Jón Helgi segir að líffræðingur
standi vaktina fram eftir sumri til
að merkja veiddar hrygnur. „Ætli
hann sé ekki búinn að merkja 10-
15 laxa.“ Ætlunin er að veiða og
merkja á þennan hátt sextíu hrygn-
ur. „Við fengum styrk frá Fiskrækt-
arsjóði til að framkvæma þetta,
enda er þetta rándýrt í fram-
kvæmd. Ætli bara merkin kosti
ekki tæpa milljón, sagði Jón Helgi.
Hann sagði Laxá mjög stóra og
vatnsmikla og erfitt að gera sér al-
mennilega grein fyrir hvar aðal-
hrygningarsvæðin eru. Auk þess
hefði sandburður aukist í ánni og
ástand botnsins breyst. Líffræðing-
urinn mun geta miðað reglulega út
staðsetningu hryggnanna í ánni og
fundið hrygningarstaði þeirra.
„Þessar upplýsingar geta hjálpað
okkur að bæta hrygningarsvæðin
og auðveldað okkur að fylgjast með
seiðavexti næstu árin,“ sagði Jón
Helgi og bætti við að gaman væri ef
einhver þessara merktu laxa næði
að lifa veturinn af og ganga aftur í
ána að ári.
Kortleggja hrygningarsvæði í Aðaldal
Stórlaxar með
senditæki
Í síðustu viku hófst veiði í
hinni fornfrægu stór-
laxaá, Laxá í Aðaldal. Að
venju hófu Laxamýr-
arbændur tímabilið og
veiddu ásamt gestum 7
laxa á fyrstu vaktinni, allt
10 til 14 punda hrygnur,
flesta í Kistukvísl.
Rafmögnuð stór-
hrygna Jón Oddur
Guðmundsson
sleppir merktum
stórlaxi.
Hver langferð byrjar á einu skrefi
og hér er það: Þú ert á leið til dokt-
orsgráðu í silungapúpum og ætlar
að kjafta þig í gegnum inntökupróf-
ið. Þetta er það sem þú þarft að vita
ef þú ert á leið í litla sæta silungsá
eða ætlar í veiðivatn með urriða og
bleikju í þokkalegu úrvali. Fyrst
þarftu að koma við í veiðibúð – því
þú ert ekki byrjuð að hnýta og mað-
urinn þinn ekki heldur. Það kemur
næsta vetur. En nú þurfið þið sil-
ungsveiðahjónin að versla því ann-
ars fæst ekkert á grillið. Þið kaupið
púpur, því þær eru almennt séð
veiðnari en almennar sígildar vot-
flugur, sem þó er alltaf gaman að
eiga.
Peacock Hún er mest notaða sil-
ungapúpa á Íslandi og til að vera viss
kaupir þú hana bæði með og án
kúluhauss. Stærðir 10-12 eru ágæt-
ar.
Teal and Black púpan Sígild og
er hér komin vegna þess að hún líkir
svo vel eftir lirfum mýflugna. Stórir
silungar taka hana og litlir líka. Hún
er fulltrúi svörtu púpunnar í þessu
safni. Ég myndi vilja sjá boxið með
stærðum 10-16.
Peter Ross púpan Snillingar gera
hana sjálfir í ýmsum afbrigðum.
Sagt er að ekki sé til sá silungur sem
einhvern tíma dagsins taki ekki Pet-
er Ross. Kúnstin er bara að hitta á þá
stund. Ráðið er að standa bara stöð-
ugt við. Peter Ross er frábær fluga
og púpa og gaman að eiga hana.
Killer Nafnið segir allt sem segja
þarf. Á Þingvöllum er hún í heið-
urssæti. Með kúlu og rauðum kraga,
eða án kúlu og bara svört með vafn-
ingum.
Tailor Nafnið segir ekki neitt. En
reynsla ólyginna er sú að hún gefi
alls staðar fisk þar sem fiskar éta lirf-
ur flugna. Þú skalt eiga hana brúna
og svarta, að minnsta kosti.
Hvað stærðir þarftu?
Þegar komið er fram í júlí og
ágúst smækka silungaflugurnar, sem
þýðir að menn nota flugur með
hærri númerum. Þetta er ein af lífs-
gátum fluguveiðinnar og þér nægir
að vita þetta í bili. Þess vegna þarftu
að eiga Teal and Black, Peter Ross og
Tailor í stærðum 12, 14 og jafnvel
16. Það eru smáar flugur sem kalla á
granna tauma. Fimm punda taum-
ur nægir. Reyndar eru fimm punda
taumar afskaplega misjafnlega sver-
ir, og ég hef á tilfinningunni að nú sé
komið að því að fara inn á flugur.is
og skoða myndir af þessum púpum
og mörgum fleiri, og lesa greinar
um línur og tauma. Því að eiga flug-
urnar er bara byrjunin. Á flugur.is er
grein sem lýsir vali á flugum fyrir
200 ár og vötn á Íslandi ef þú vilt fá
fleiri hugmyndir!
Það sem margir flaska á er að
reyna ekki nógu smáar flugur. Stærð
16 er frekar smá en stundum of stór.
Þegar komið er fram á mitt sumar er
svo margt að gerast í lífríkinu að úr-
valið í boxinu þarf að vera sæmilegt.
Skoði maður í maga silungs kemur
oft í ljós hve agnarsmá skordýrin
eru. Ekki hika við að smækka og
grenna tauminn. Og hafðu tauminn
þá langan. Rúmlega stangarlengd en
ekki styttri
Og já. Ég geymdi bestu fluguna
þar til síðast.
Pheasant tail Með kúluhaus og
án, í öllum stærðum, í sem flestum
gerðum. Og ef þú vilt vera alveg
örugg og slá manninum þínum við
skaltu laumast til að ná þér í ,,flugu
20. aldarinnar – Héraeyra.
Stefán Jón Hafstein
skrifar um veiði
VEIDDU BETUR
Silungapúpur
Skyndihjálparnámskeið
Landssamband Stangaveiðifélaga
mun standa fyrir árlegum veiðidegi
fjölskyldunnar sunnudaginn 29.
júní. Dagurinn hefur notið mikilla
vinsælda á undanförnum árum.
Veiðiréttarhafar í 27 vatnasvæðum á
landinu bjóða landsmönnum að
veiða frítt þennan dag. Veiðimenn
eru þó beðnir að láta vita af sér og
skrá afla á hverjum stað fyrir sig.
Vötnin má finna um allt land en
upplýsingabæklingur liggur frammi
í öllum veiðibúðum og á
www.landssambandid.is.
Veiðidagur fjölskyldunnar
Ánægð Veiðidag-
urinn hefur notið
vinsælda
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Við náðum engum í fyrra, einum árið þar á
undan og tveimur árið 2005. Þetta byrjaði
með hvelli en göngur hafa síðan róast. Áin er gletti-
lega vatnsmikil og frekar köld enn þá. veiði
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur hefur lengi haldið úti
bloggi á esv.blog.is tileinkað sí-
breytilegu veðurfari landsins. Nú
hefur hann aukið þjónustu sína í
samvinnu við mbl.is og mun
birta þar vikulegar veiðiveð-
urspár. Þar fer hann yfir hita og
úrkomuspár vikunnar, skoðar
rennsli veiðiáa og spáir almennt
um flest sem tengist veiðinni,
nema kannski aflabrögðin. Frá-
bær þjónusta fyrir veiðimenn.
Veiðiveðrið