24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 40
24stundir
? Þeir sem fylgjast með fréttum hljótaað hugleiða hvort öllu fari orðið fram?Það er ekki annað að sjá eða heyra og svorammt kveður orðið að þessari orða-notkun að ósjálfrátt finnst mér semmörgu fari aftur. Fjöldi íþróttakappleikja fer orðiðfram, innan lands og utan. Menn eru
löngu hættir að leika þá. Meira að segja
Evrópumeistarakeppnin í knattspyrnu
fer fram og mér mun koma á óvart ef úr-
slitaleikurinn fer ekki líka fram.
Leit að ísbjörnum hefur farið fram svo
dögum skiptir. Kannski yrði árangurinn
betri ef menn leituðu bara?
Hvers kyns tónleikar fara orðið fram.
Stórtónleikar, styrktartónleikar og jafn-
vel einsöngstónleikar. Menn virðast
löngu hættir að halda tónleika.
Undirskriftalistar sleppa ekki, afhend-
ing þeirra fer líka fram. Menn eru löngu
hættir að afhenda þá.
Á opinberri vefsíðu segir að allar um-
sóknir skuli fara fram rafrænt. Má ekki
bara sækja um? Og okkur er sagt að inn-
kaup landsmanna fari að mestu leyti
fram í verslunarmiðstöðvum. Menn eru
að sjálfsögðu löngu hættir að versla eða
kaupa inn.
Meira að segja Ríkisútvarpið segir
kosningar fara fram víða um heim. Hér
áður var bara kosið. Og það hefur vart
farið fram hjá fólki að kosningabarátta
hefur farið fram í Bandaríkjunum í
marga mánuði. Á árum áður hófst kosn-
ingabarátta og var svo í gangi.
Ég get ekki að því gert að mér finnst
okkur fara svolítið aftur.
Er fjölmiðlaíslenskan fátæk?
Þóru Þórarinsdóttur
finnst fjölbreytt orðalag
skemmtilegra.
YFIR STRIKIÐ
Fer öllu
fram … eða
kannski aftur?
24 LÍFIÐ
Um 50 lög hafa verið send inn í
samkeppni útvarpsstöðvarinnar
FM 957 sem leitar að
nýjum sumarslagara.
FM 957 leitar að nýj-
um sumarslagara
»34
Mörður Árnason er ekki mjög
hrifinn af nafni gosdrykkjarins Rí-
Mix en telur að íslenska
tungan muni lifa af.
Fyrsti íslenski gos-
drykkurinn í þrjú ár
»38
Silvía Nótt hefði ekki látið grípa sig
dauða með tónlist Joao Gilberto í
tækinu, en Ágústa Eva
elskar bossanova.
Ágústa Eva syngur
bossanova
»34
● Hróarskeldu-
tombóla „Þetta
verður eins og
gamla, góða tom-
bólan. Fólk fær
númer á miða
þegar það mætir
á staðinn,“ segir
Matthías Már
Magnússon á Rás 2, sem stendur
fyrir Hróarskeldupartíi á Organ í
kvöld. Rás 2 hefur þegar boðið
tíu manns út á hátíðina en tveir
gestir partísins bætast í hópinn í
kvöld. Dikta og Bloodgroup spila
en síðarnefnda sveitin spilar ein-
mitt á hátíðinni. Matti fær þó
ekki að fara. „Einhver verður að
stýra gufuskipinu á meðan Óli
Palli verður í burtu.“
● Endur í önd-
vegi „Við erum
bara svo andavæn
og þetta eru hinar
einu sönnu veg-
farendur,“ segir
Jón Halldór Jón-
asson, upplýs-
ingafulltrúi fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar,
en nýtt umferðarskilti sem varar
við umferð anda við veginn var
sett upp í Grafarholti á dögunum.
Skiltið var sett upp eftir að ábend-
ing barst þess efnis að endur á
vappi settu sjálfar sig og aðra í
hættu. „Við eigum nú ekki öll dýr
á lager en það væri kannski sniðugt
að eiga allavega einn ísbjörn.“
● Tré mánaðar-
ins „Tréð er
óvenjufallegt og
það réð valinu.
Við vildum líka
vekja athygli á teg-
undinni sem
mætti gróðursetja
víðar,“ segir Krist-
ján Bjarnason, verkefnisstjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem
í fyrsta sinn hefur valið tré mán-
aðarins. Tréð er gullregn í garði við
Sólvallagötu 4. Halda á áfram að
velja tré mánaðarins næsta árið.
„Ég reikna með því að það verði
helst barrtré sem komi til greina að
vetrinum,“ segir Kristján.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322
OPIÐ UM HELGINA!
STÓRÚTSALAN
50-80%AFSLÁTTUR
HEFST Í DAG
dömu-, herra- &
barnafatnaður
bolir
skyrtur
flíspeysur
softshellpeysur
buxur
zip-off buxur
kvart buxur
stuttbuxur
regnföt
kápur
isotex jakkar
isotex buxur
bakpokar
skór
sandalar
sokkar
smávara ofl.
www.utivistogsport.is
virka daga 10 - 18
laugard. 10-18
sunnud. 13-17