24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Portúgal Verðfrá: 49.900kr. 14. og 21. ágúst. Vika m/v 2, 3, eða 4 saman í íbúð, stúdío eða herbergi. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin í sólina í ágúst. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is VÍÐA UM HEIM Algarve 10 Amsterdam 20 Alicante 28 Barcelona 27 Berlín 25 Las Palmas 20 Dublin 17 Frankfurt 24 Glasgow 20 Brussel 18 Hamborg 22 Helsinki 20 Kaupmannahöfn 24 London 23 Madrid 26 Mílanó 20 Montreal 18 Lúxemborg 18 New York 23 Nuuk 10 Orlando 24 Osló 27 Genf 16 París 19 Mallorca 28 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 11 Lægir og léttir til en þokuloft eða súld með suðausturströndinni. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG 13 16 16 14 20 Lægir og léttir til Suðaustan- og austanátt, 5-10 m/s sunnantil en mun hægari norðantil. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og dálítil væta öðru hverju en annars léttskýjað. Hlýtt veður, einkum norðaustanlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 14 19 15 21 Hlýtt veður „Það biðu um 1200 manns þegar úthlutun hófst en henni lýkur um miðjan ágúst,“ segir Björk Birkis- dóttir, starfsmaður Stúdentagarða, og bætir við að aðeins um 150 manns fái úthlutað húsnæði í haust. Björk segir að biðlistar eftir húsnæði lengist á hverju ári en eftir sameiningu HÍ og KHÍ hafi nem- endum við skólann fjölgað til muna en aðeins sé um 721 íbúð að ræða en verið er að byggja fjöl- skylduíbúðir um þessar mundir. „Almennt er fólk í lengra námi en engar rannsóknir hafa verið gerðar á dvalartíma stúdenta,“ seg- ir hún og bætir við að framlenging leigusamninga sé háð kröfum um námsframvindu. „Þeir sem eru í lægri forgangi færast aftar þegar nýir koma inn sem fara hærra á forgangslistann,“ segir hún. áb 1050 stúdentar fá ekki úthlutaða íbúð í haust Biðlistarnir lengjast Stúdentaíbúðir Aðeins fáir komast að í haust. Elva Brá Jensdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að finna aðskotahlut í langloku frá Sóma. „Ég er rétt að klára langlok- una þegar ég byrja að bryðja eitt- hvað. Fyrst hélt ég að þetta væri sandur en sé svo að þetta eru flöskugræn glerbrot.“ Hún hringdi í Sóma sem sendi til hennar mann með afsökunarbeiðni og samlokur í bætur, sem Elva gaf vinnufélög- unum. „Ég er samt smáfegin að þetta var ekki putti eða plástur,“ segir hún. Arnþór Pálsson hjá Sóma segir að ekki hafi verið um gler að ræða heldur plaststykki sem erfitt sé að greina hvaðan hafi komið. „Við framleiðsluna er innra eftirlit og enginn fer þar inn nema í þar til gerðum fötum, skóm og með hár- net,“ segir hann. þkþ Gler eða plast finnst í langloku frá Sóma Fegin að fá ekki putta eða plástur Umboðsmaður Alþingis telur að reglugerð, þar sem kveðið er á um hve mikið magn af varningi ferða- mönnum og farmönnum er heimilt að taka með sér inn í landið án þess að greiða tolla, hafi ekki lagastoð. Þrír farmenn kvörtuðu til umboðs- manns yfir því, að samkvæmt reglugerð mættu þeir ekki taka eins mikinn tollfrjálsan varning, svo sem áfengi og tóbak, inn í landið og farþegar með flugvélum eða skip- um. Í niðurstöðu umboðsmanns segir að ákvæði tollalaga samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um að ekki sé heimilt að fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Umboðsmaður hefur því mælst til þess að fjármálaráðherra bregðist við þessari niðurstöðu og þar með því áliti að umrædda reglugerð skorti nægjanlega lagastoð, með því að leggja það til að lagaákvæðið yrði endurskoðað á vettvangi Alþingis. aí Tollareglur hafa ekki lagastoð Maðurinn sem leitað var að í Esjuhlíðum í fyrradag og fyrri- nótt fannst látinn í Gunnlaugs- skarði í gærmorgun. Tvær konur mættu manninum nöktum á gangi upp fjallið um hádegi á fimmtudag og höfðu þær samband við lögregluna. Um 120 manns leituðu mannsins þegar mest var. Maðurinn var pólskur en kom hingað til lands í september síð- astliðnum og vann í bygginga- vinnu. Starfsmannastjóri fyrirtækisins var í sambandi við fjölskyldu mannsins sem býr í Póllandi og var vonast eftir því að hún kæmi hingað til lands eftir helgi. Þar sem ekki hafði náðst að tilkynna öllum aðstandendum fráfallið er ekki unnt að birta nafn hins látna. mbl.is Fannst látinn í Esjuhlíðum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Það er greinilegt að það stefnir í að júlímánuður verði heldur stærri hjá okkur en mánuðirnir á undan, bæði hvað varðar fjölda útlána og útlán í krónum talið,“ segir Guð- mundur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs. Hann gerir ráð fyrir að afnám stimpilgjalda og hækkun hámarks- lána sjóðsins skýri aukninguna. Nákvæmar tölur um aukninguna segir hann ekki hægt að gefa upp fyrr en eftir mánaðamótin næstu. „En það er sýnilegt að það hefur lifnað yfir markaðnum.“ Áhyggjur af greiðslugetu Hann segist þó hafa áhyggjur af getu einstaklinga til að greiða af lánum sínum á næstunni. Fréttir um erfiðleika hjá atvinnurekend- um séu sérstakt áhyggjuefni, enda bitna slíkir erfiðleikar fljótt á fjár- hag einstaklinga. „Svo er það að verðbólga æðir ennþá áfram. Við það hækka lánin og greiðslubyrðin eykst.“ Hann segir sýnilega aukningu í ásókn í greiðsluerfiðleikaaðstoð frá því í fyrra, en sjóðurinn býður meðal annars upp á umsóknir um frystingu lána, lánalengingu og skuldbreytingar hjá þeim sem hafa þegar lent í vanskilum. Frysta lán af óseldum íbúðum Þar sem erfiðlega hefur gengið að selja íbúðir hefur þeim fjölgað mjög sem sitja uppi með íbúð sem þeir geta ekki selt þrátt fyrir að hafa keypt sér nýja, segir Guðmundur. Sjóðurinn hefur brugðist við með því að gefa þeim sem í þeim aðstæðum eru kost á að sækja um frest á greiðslum vegna lána sem hvíla á íbúð sem er í sölu. „Þá þurfa þeir að framvísa samningi sem sýn- ir að þeir hafi verið að kaupa nýja eign og sýna okkur söluyfirlýsingu frá fasteignasölum um að þeir séu að reyna að selja hina eignina,“ segir Guðmundur. Samkvæmt embætti sýslu- mannsins í Reykjavík hafa nauð- ungarsölur ekki aukist milli ára. Það sem af er ári hafa 74 fasteignir verið seldar nauðungarsölu á veg- um embættisins, en á sama tíma í fyrra voru þær 94. Í júnímánuði einum voru nauðungarsölur þó 23, samanborið við 15 í fyrra. Fasteignamark- aðurinn vaknar  Framkvæmdastjóri ÍLS segir aðgerðir ríkisstjórnar hafa vakið markaðinn  Aðstoða þá sem ekki geta selt íbúð sem flytja á úr Áhyggjufullur Fréttir af erfiðleikum atvinnurek- enda valda Guðmundi áhyggjum af greiðslu- getu einstaklinga. ➤ Þann 1. júlí tóku lög um af-nám stimpilgjalda gildi. Þann 21. hækkuðu hámarkslán sjóðsins úr 18 milljónum í 20. ➤ Þá var ekki lengur miðað viðbrunabótamat heldur allt að 80% af kaupverði eignar. AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNAR STUTT ● Fullur og bremsulaus Lög- reglan stöðvaði í fyrrinótt tæp- lega þrítugan karlmann í Árbæ en maðurinn ók alltof hratt miðað við aðstæður. Hann þrætti ekki fyrir óábyrgan akst- ur en reyndi að segja sér til varnar að bíllinn væri bremsu- laus. Hann var engu að síður handtekinn enda glapræði að aka drukkinn og í þokkabót á bremsulausum bíl. ● Ökufantar Allnokkrir öku- menn voru teknir fyrir hrað- akstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag og um nóttina. Langflestir ökufantanna eru um tvítugt og eiga þeir 50-70 þúsund króna sekt í vændum. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Kenningar um líf á öðrum hnöttum og fljúgandi furðu- hluti hafa oft verið eignaðar ruglukollum. Edgar Shepard, hámenntaður geimfari hjá NASA og tunglfari, bættist ný- lega í þeirra hóp þegar hann fullyrti í viðtali að heimsóknir geimvera til jarðarinnar væru staðreynd, ríkisstjórnin héldi þeim hins vegar leyndum. aak Trúaður tunglfari Geimverur til SKONDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.