24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Það hefur verið bent á þá hættu að þegar heilbrigðisþjónusta er boðin út líkt og til stendur með Sjúkra- tryggingastofnun að ýmsar aðgerðir flytjist frá háskólasjúkrahúsum með þeim afleiðingum að erfitt verði að þjálfa nýtt heilbrigðisstarfsfólk í þeim. Er hætta á því að þetta gerist hér? „Stofnunin mun alls ekki bjóða öll verk út og verk hafa verið boðin út áratugum saman með góðum árangri. Hvað varðar kennsluhlut- verkið og raunar rannsóknarhlut- verkið í heilbrigðisvísindum þá verður ávallt að taka fullt tillit til þess. Kennsluhlutverkið verður tryggt. Að vísu tel ég það æskilegt að kennsluhlutverkinu á vettvangi sé sinnt hjá fleirum en opinberum aðilum. Það er vegna þess að það er líka gott fyrir nemendur að kynn- ast öðru en opinberum stofnun- um. En það er hins vegar algjörlega ljóst að Landspítalinn er flaggskip- ið og þar verður þungamiðjan í heilbrigðisþjónustunni í framtíð- inni og uppbygging nýs spítala miðast öðrum þræði við kennslu- og rannsóknarhlutverkið sem LSH hefur og mun hafa í framtíðinni.“ Það hafa verið fréttir af því að einkaaðilar vilji bjóða upp á hjarta- þræðingar utan Landspítalans. Verða hjartaþræðingar boðnar út? „Ég hef ekki skoðað þetta mál sérstaklega en það er ekki þannig að tilteknir aðilar, sama hvort þeir eru opinberir eða einkaaðilar, geti búið til þjónustu og ætlast til þess að hið opinbera að hlaupi til og sjái viðkomandi fyrir verkefnum. Hjartaþræðingar eru í höndum Landspítalans og sem betur fer sjáum við mjög mikla aukningu á þjónustu þar. Landspítalinn getur og hefur án þess að ég hafi skipt mér af samið við þriðja aðila um ýmislegt annað, eins og aðrar heil- brigðisstofnanir, ef stjórnendunum finnst það skynsamlegt og ef fyrir því eru faglegar röksemdir.“ Snýst ekki um rekstrarform Þú ert mikill stuðningsmaður einkaframtaksins. Hvernig munt þú koma þeirri hugsjón í framkvæmd í heilbrigðisráðuneytinu? „Þetta snýst í rauninni ekki um trúarbrögð eða rekstrarform. Þetta rúma ár sem ég hef verið í embætti hafa verið færð verk úr einkageir- anum til hins opinbera og ég hef verið kallaður ríkisvæðingarsinni fyrir það. Ég er í rauninni að reyna að ná eins mikilli þjónustu og ég get í krafti þeirra fjármuna sem Al- þingi úthlutar til heilbrigðismála. En það er ekki bara magnið heldur líka gæðin og öryggi sjúklinga sem við þurfum að horfa til. Við getum ekki nálgast viðfangsefnið eins og hefðbundin viðskipti því þetta eru ekki ekki hefðbundin viðskipti.“ Kostnaður notenda eykst ekki Mun kostnaður eða aðgengi not- enda heilbrigðisþjónustunnar breyt- ast eitthvað? „Nei. Það er mjög mikilvægt að það komi fram að fólk mun greiða það sama burtséð frá því hver veitir þjónustuna, einkafyrirtækið eða til dæmis Landspítalinn. Augnsteina- aðgerðinar eru gott dæmi um það, eða sú aðgerð að gera heilsugæsl- una gjaldfrjálsa fyrir börn.“ Hverju svarar þú þeim sem segja að þegar fjármagn fylgir sjúklingum og er árangurstengt þá auki það heildarkostnað í heilbrigðiskerfinu? „Málið sé alls ekki svo einfalt og mjög hæpið að draga þá ályktun. Það sem gerist að jafnaði er að framleiðni eykst og kostnaður á að- gerð lækkar. Við erum með ákveðna reynslu hér á landi og það er eitt af því sem verið er að leggja til grundvallar. Ég held að flestir séu á því að æskilegt sé að hafa einhverja umbun innan heilbrigðisþjónustunnar. Það er hins vegar mjög auðvelt að ganga of langt og búa til einhverja hvata sem valda skaða annars staðar í kerfinu.“ Betri horfur á Landspítala Fjárhagsvandi Landspítalans er orðinn árviss viðburður. Er lausn í sjónmáli? „Nýir stjórnendur hafa skilað verulegum árangri þegar kemur að rekstri. Ef ekki hefði komið til þessi þróun á gengi íslensku krónunnar þá sýnist mér að reksturinn væri í ágætu lagi sem er mikil breyting frá fyrra ári. Það er í sjálfu sér mjög ánægjulegt.“ Hefði verið betra ef við hefðum verið í Evrópusambandinu? Menn verða að átta sig á því að það mun aldrei neinn leysa vand- ann fyrir okkur. Við þurfum að leysa okkar mál sjálf. Landspítal- inn hefur hagnast mikið á geng- isþróuninni á undanförnum ár- um, um tæplega 400 milljónir á síðasta ári en í ár lítur út fyrir að spítalinn tapi 1000 milljónum á genginu. Það eru engar töfra- lausnir til. Ef einhver heldur því fram að lönd Evrópusambandsins þurfi ekki glíma við neinn efna- hagsvanda eða verkefni á því sviði þá hvet ég viðkomandi til þess að leika sér á netinu í smástund og lesa erlend blöð.“ Hvað með fjárhagsvanda ann- arra heilbrigðisstofnana, til dæmis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja? „Ég hef áætlanir um það að skoða þær stofnanir á landinu sem eiga í erfiðleikum. Til þess að geta tekið markvissar ákvarðanir þá þurfa að liggja fyrir haldgóðar og lýsandi upplýsingar og það verður að segjast eins og er; þær hafa ekki Vill hámarka þjónustu Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra situr í einu erfiðasta ráðherra- stólnum. 24 stundir ræða við Guðlaug Þór um starf- ið í ráðuneytinu og gagn- rýni sem hann hefur fengið á störf sín og áform. a Ég held að flestir séu á því að æski- legt sé að hafa einhverja umbun innan heilbrigð- isþjónustunnar. Það er hins vegar mjög auðvelt að ganga of langt og búa til einhverja hvata sem valda skaða annars stað- ar í kerfinu.  Forgangsatriði að tryggja kennsluhlutverk heilbrigðiskerfisins  Ánægður með þróun lyfjamála  Góður rekstrarárangur nýrra stjórnenda Landspítalans  Fylgist vel með kjarasamningum ljósmæðra Elías J. Guðjónsson elias@24stundir.is FRÉTTAVIÐTAL frettir@24stundir.is a Við gátum fjölgað aðgerðum úr 1800 í 2600. Það þýðir að 800 einstaklingar geta fengið augnsteinaaðgerð sem gátu það ekki áður. Guðlaugur Þór segist strax hafa lagt mikla áherslu á lyfjamálin eftir að hann tók við embætti og segir ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á þeim vettvangi og vísar til þess að einu vörurnar sem hafi lækkað í vor hafi verið lyfin. Íslendingar hafa ekki notið aðgangs að ódýr- um samheitalyfjum eins og nágrannalönd okkar. Munum við sjá einhverjar breytingar á því á næstunni í kjölfar nýrra lyfja- laga? „Það hefur komið fram að þau eru byrjuð að lækka og frum- lyfjaframleiðendur fygldu á eft- ir þannig að samkeppnin er að aukast og það er að skila sér í lægra verði. Samheitalyfjafyr- irtæki eins og Actavis virðast telja að stjórnvöldum sé loksins alvara í því að lækka lyfjaverð því það lækkaði verð um 120 milljónir á mjög mikilvægum tíma.“ Þú hefur talað fyrir sam- norrænum lyfjamarkaði. Hvernig standa þau mál? „Fyrstu skrefin hafa verið stigin og felast í því að þeir sem sækja um leyfi fyrir lyf á sænska markaðnum geta einnig skráð sig sjálfkrafa inn á íslenska markaðinn. Við höfum nú þeg- ar fengið 16 ný lyf með þessum hætti. Vandinn hefur m.a. falist í tæknilegum örð- ugleikum eins og varð- andi fylgiseðla á ís- lensku sem er auðvitað eðlileg og sjálfsögð krafa að fá með þeim lyfjum sem við kaup- um á Íslandi. Það ætti samt ekki að skipta máli hvort þeir eru prentaðar í apótekinu eða fylgja með í pakkanum. Það er sú breyting sem hef kynnt og sent út drög að reglugerð sem þarf að tilkynna um á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta væri miklu einfaldara ef við værum alveg sjálfráða í þessu. “ Hver eru næstu skrefin í þessum málum? „Ég tel mikilvægt að breytingar á endurgreiðslukerfi lyfja hald- ist í hendur við breytingar á smásöluhluta laganna og hef beðið formann heilbrigð- isnefndar Alþingis að flytja til- lögu um að sá hluti laganna taki gildi um áramót, en þá er áætl- að að nefnd Péturs Blöndals og Ástu Ragnheiðar verði komin með niðurstöðu.“ Þróun lyfjamála góð Guðlaugur Þór segir að árang- ur í augnsteinaaðgerðunum sé skýr afleiðing af nýjum áherslum við gerð samninga af hálfu hins opinbera. „Eftir faglega vinnu og útboð erum við með samninga til tveggja ára við fimm aðila. Út- boð á þessum aðgerðum þýddi að við gátum fjölgað þeim úr 1.800 ár í 2.600. Það þýðir að 800 einstaklingar geta fengið augnsteinaaðgerð sem gátu það ekki áður. Það er sama hvar að- gerðirnar eru gerðar, á Land- spítala, á Sankti Jósepsspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eða hjá Laser-sjón eða Sjónlagi. Fyrir hverja aðgerð erum við að greiða um 77 þús- und krónur eftir útboð. Það er mun ódýrara en Svíar greiða til dæmis og samkvæmt upplýs- ingum hjá Landspítalanum kostaði hver aðgerð um 200 þúsund, skv. DRG-kerfinu þeg- ar við byrjuðum að skoða þetta,“ segir Guðlaugur Þór. Útboð sem skilar sér í að 800 manns fá þjónustu sem ella hefðu ekki fengið hana er auð- vitað bara sjálfsagt mál.“ Augnsteinaðgerðir 800 fleiri komast að verið jafn aðgengilegar og vera skyldi. Það leysir auðvitað ekki allan vanda en menn munu gera sér bet- ur grein fyrir því hver vandinn er og af hverju hann stafar. Þegar það liggur fyrir er hægt að sjá betur hvað þarf að gera. Við byrjuðum á Landspítalanum og heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og munum fara yfir þau svæði sem eftir eru.“ Fylgist vel með ljósmæðrum Meira en helmingur starfandi ljósmæðra hefur sagt upp og það stefnir í alvarlegt ástand í haust ef ekki hafa tekist samningar við þær. Sérðu fyrir þér að hægt verði að leysa þetta mál í tæka tíð? „Ég vona og að þetta mál verði leyst því ljósmæður sinna afskap- lega mikilvægum störfum og hafa flutt mál sitt með málefnalegum hætti. Ég hef fulla trúa á því að samningsaðilar finni lausn og setji niður deilur sínar.“ Hvað verður gert ef það tekst ekki? „Það er nú bara þannig að það reyna allir sem mögulega geta að leysa málin. En ef við sjáum fram á átök þá verðum við að búa okkur undir þau eins og við gerðum þeg- ar yfirvinnubann hjúkrunarfræð- inga var yfirvofandi. Meginverk- efnið er að leysa málið og það er það sem allir eru að vinna að. Mér hefur verið haldið mjög vel upp- lýstum og ég fylgist mjög vel með stöðunni eins og í öðrum kjara- málum. En yfirlýsingar frá mér skipta í raun og veru mjög litlu máli. Kjaramál geta verið mjög erf- ið og snúin en sem betur fer er mjög hæft fólk sem sér um samn- ingsgerð sem hefur leyst úr þeim verkefnum sem upp hafa komið fram til þessa og við skulum vona að svo verði áfram. Ég hef fulla trú á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.