24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Helgið ykkur land! Nánari upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is og www.leirubakki.is Allir velkomnir að koma og skoða! Til sölu mjög fallegar lóðir í Fjallalandi við Leiru- bakka. Kjarri- og mosavaxið hraun. Sögufrægt hérað, mikil fjallasýn, veðursæld og hlý sumur. Endalausir útivistarmöguleikar. Allt eignarlóðir. Lóðirnar seljast með vegi að lóðamörkum, kalt vatn og rafmagn komið í götur. Hitaveita verður í boði. Golfvöllur í undirbúningi. Kaup á landi er örugg fjárfesting. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Fjölbreytileg þjónusta við lóðareigendur heima á Leirubakka: Verslun, bensínstöð, veitingahús, hótel, Heklusetur með Heklusýningu, hestaleiga, reiðskóli, skipulegar sögu- og menningargöngur og margt fleira. Það er næstum viðtekin venja að fjármagn skorti í rekstur heilbrigð- isþjónustu hér á landi, þannig að sjaldan eða aldrei virðist vera hægt að greina fjárþörf fram í tímann á fjárlögum milli ára. Vissulega eru ákveðnir óvissu- þættir, s.s. varðandi bráðasjúkra- húsin í Reykjavík, en áætlanagerð af ýmsum toga hefur fleygt fram og það hlýtur að vera hægt að áætla nægilegt fjármagn í þau nauðsyn- legu verkefni milli ára betur en gert hefur verið. Handahófskenndur sparnaður á ekki við á þessu sviði þjóðlífsins þótt sannarlega þurfi að vera til staðar aðhald í rekstri eins og alls staðar. Reglulegt innra eftirlit hins op- inbera í úttektum á rekstri stofn- ana á að duga. Allir sitji við sama borð Að sjálfsögðu eiga landsmenn allir að njóta grunnþjónustu við heilbrigði, hvar sem þeir búa á landinu og allsendis ekki að þurfa að berjast við ráðamenn varðandi sparnaðarhugmyndir í formi nið- urskurðar. Gott aðgengi í heilsu- gæslu er forvörn og tryggja þarf þjónustu eftir þörfum hvarvetna á landinu. Sérfræðiþjónusta sem fólk utan af landi þarf að sækja til Reykjavíkur þarf og verður að lúta kostnaðarþátttöku hins opinbera í formi ferðakostnaðar. Formaður Styrktarfélags HSS benti á það ný- lega að einungis 78 þúsund krónur á íbúa væri sú upphæð sem varið væri á fjárlögum til Suðurnesja- manna meðan tæplega tvöfalt hærri upphæð væri til staðar annars stað- ar á landinu. Séu tölur þessar réttar er þar á ferð augljós mismunun. Skýrari skil Því miður virðast ekki nægilega skörp skil milli þess hvað flokkast sem kostnaður sveitarfélaga ann- ars vegar og kostnaður ríkisins hins vegar þegar kemur að verk- efnum sem hafa með heilbrigðis- þjónustu að gera og falla innan ramma félagsmálaþjónustu sveit- arfélaganna, s.s. ýmsum verkefn- um í öldrunarþjónustu og með- ferðarúrræðum ýmiss konar sem varða börn og ungmenni. Skýrari mynd af fjárþörf til verkefna hvers konar þarf að vera fyrir hendi þar sem hægt er að greina kostnað milli málaflokka, öllum til hags- bóta. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi Skortir heildaryfirsýn yfir heilbrigðismál? UMRÆÐAN aGrétar Mar Jónsson Handahófs- kenndur sparnaður á ekki við á þessu sviði þjóðlífsins þótt sann- arlega þurfi að vera til staðar aðhald í rekstri eins og alls staðar. Heilbrigðisþjónusta Gott aðgengi í heilsugæslu er forvörn og tryggja þarf þjónustu að þörfum hvarvetna á landinu. Athygli vekur að í leiðara Magn- úsar Halldórssonar í 24 stundum sl. miðvikudag er lagt út af tæplega sex ára gamalli greinargerð Eddu Rósar Karlsdóttur, þáverandi stjórnarmanns í Landsvirkjun, sem fylgdi bókun hennar þegar stjórn fyrirtækisins ákvað að ráðast í Kárahnjúkavirkjun og gera orku- sölusamning við Alcoa. Sitthvað hefur breyst í orkumál- um og stöðu Landsvirkjunar frá þeim tíma. Áhyggjur Eddu Rósar sem lagt er út af í leiðaranum hafa einnig reynst ástæðulausar í ljósi at- burða síðan í ársbyrjun 2003. Þá er staða í orku- og efnahagsmálum Ís- lands og umheimsins allt önnur nú en þá. Viðunandi ávöxtun Rétt er að minna á að þrátt fyrir þau atriði sem Edda tiltekur og Magnús vitnar í þá taldi Edda að þau gögn sem lágu fyrir stjórninni sýndu að Kárahnjúkavirkjun mundi skila Landsvirkjun viðun- andi ávöxtun á eigin fé miðað við ávöxtunarkröfu sem þá var gerð til sambærilegra fyrirtækja erlendis. Bygging Kárahnjúkavirkjunar yki verðmæti Landsvirkjunar. Enda studdi Edda Rós byggingu virkjun- arinnar og gerð sölusamnings eins og allir stjórnarmenn nema einn. Þessi gamla greinargerð leiðir leiðarahöfundinn Magnús á villi- götur í efasemdum um ágæti orku- sölu til stóriðju. Nefna má þrenns konar misskilning: Rangt er að starfsemi Lands- virkjunar sé ekki skattlögð. Lagður hefur verið 23,5 prósenta tekju- skattur á Landsvirkjun sem sam- eignarfyrirtæki frá árinu 2006. Til samanburðar greiða hlutafélög 18 prósenta tekjuskatt. Mun meiri arðsemi Ábyrgð eigenda Landsvirkjunar bætir lánskjör Landsvirkjunar og fyrir það greiðir Landsvirkjun þeim ábyrgðargjald. En í arðsem- isútreikningum við mat á verkefn- um er reiknað með lánakjörum sem samsvara því að ekki sé um eigendaábyrgð ríkisins að ræða. Þetta á einnig við um endurskoð- aða arðsemisútreikninga vegna Kárahnjúkavirkjunar sem sýna nú mun meiri arðsemi en lagt var upp með. Við mat á arðsemi þeirra verkefna á Suður- og Norðurlandi sem Landsvirkjun vinnur nú að er miðað við lánskjör sambærilegra fyrirtækja á almennum markaði. Hækkandi orkuverð Magnús bendir réttilega á hækk- andi orkuverð í heiminum en telur að Landsvirkjun og afskipti stjórn- málamanna í gegnum opinberan rekstur valdi því að Landsvirkjun fái ekki hlutdeild í þessu hækkandi verði. Sala á raforku til álversins í Reyð- arfirði talar sínu máli um að þessi röksemd stenst ekki. Samhliða háu orkuverði hefur hrávöruverð í heim- inum hækkað. Þar sem raforkuverðið er tengt verði hrávörunnar áls á heimsmarkaði hefur Landsvirkjun einmitt notið hærra raforkuverðs í takt við þróunina alþjóðlega. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar Umræða á villigötum UMRÆÐAN aÞorsteinn Hilmarsson Þar sem raf- orkuverðið er tengt verði hrávörunnar áls á heims- markaði hef- ur Lands- virkjun einmitt notið hærra raforkuverðs í takt við þróunina alþjóðlega. Það lá við að mér svelgdist á kaffinu þegar ég las fyrirsögnina á pistli bæjarstjórans í Kópavogi í 24 stundum í gær: „Íbúasamráð“. Þar hefur bæjarstjórinn og oddviti meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks uppi ákaflega fimlegar æfingar um það sem hann kallar „íbúasamráð“. Hingað til hafa íbúar Kópavogs margir hverjir ekki farið varhluta af útgáfu meirihlutans af íbúasam- ráði. Þetta eru náttúrlega öfugmæli hjá bæjarstjóranum en sýnir glögg- lega hversu ósvífnir menn geta orðið. Í pistlinum gerir bæjarstjórinn skipulagið á Kársnesi að umtals- efni. Ef tekið er mið af ummælum forsvarsmanna íbúasamtakanna á Kársnesi í fjölmiðlum um nýjar til- lögur bæjaryfirvalda um skipulag á Kársnesi og borið saman við það sem oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Kópavogs segir í pistl- inum sést að hann fer með ósann- indi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég, sem íbúi í Kópavogi, verð fyrir barðinu á „íbúasamráði“ meirhlut- ans. Fyrir nokkrum árum ætluðu bæjaryfirvöld að standa fyrir bygg- ingu á Digraneskirkju á milli tveggja íbúðagatna, Lyngheiðar og Melheiðar. Þrátt fyrir hörð mót- mæli okkar íbúanna var ljóst að bæjaryfirvöld ætluðu að ná málinu fram með illu. Eftir langan slag fjölmenntu íbúar, ásamt öðrum íbúum í nágrenninu, á aðalfund safnaðarins, yfirtóku aðalfundinn og skiluðu lóðinni til bæjarins. Íbúasamráð, íbúalýðræði? Nú- verandi meirihluti í Kópavogi veit ekki hvað það er. Og nú byrja þeir aftur að reyna að keyra yfir íbúa á Kársnesi. Og af hverju? Vegna þess að hér eru stærri hagsmunir, meiri peningar í húfi fyrir spillingaröflin í Sjálfstæðisflokknum. Aftur mun íbúalýðræðið á Kársnesi felast í því að svínbeygja meirihlutann til samráðs við íbúa með mótmælum. Því spyr ég stjórn Betri byggðar á Kársnesi: Hvenær má ég hengja aft- ur upp mótmælaborðann minn? Höfundur er íbúi við Skólagerði Íbúasamráð bæjarstjórans UMRÆÐAN aHelgi Helgason Þetta eru náttúrlega öfugmæli hjá bæjarstjór- anum en sýn- ir glögglega hversu ósvífnir menn geta orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.