24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 56

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 56
24stundir ? Áður en þungaskattur var afnuminn áklakanum þá var dísilolían helmingiódýrari en bensín. Núna er lítrinn afhenni um 20 krónum dýrari þrátt fyrirað vera mun umhverfisvænna eldsneytiog margfalt ódýrara alls staðar annarsstaðar í heiminum. Hvernig skyldi nústanda á þessum séríslenska verðmun? Jú, dísilbílar eru nefnilega neyslugrennri og það er hægt að komast lengra á lítra af dísil en bensíni. Það skal sko enginn fá að græða á því að vera á dísilbíl jafnvel þótt hann mengi mun minna. Nei, ekki hér. Á sama tíma tala hugsuðirnir á Al- þingi um að það beri að minnka loft- mengun. Einmitt. Sama víðáttuvitlausa séríslenska verð- lagningin er viðhöfð í ÁTVR. Þar eru vínin ekki verðlögð eftir gæðum heldur fyrst og fremst eftir alkóhólsmagni. Þannig getur t.d. handónýtt vín sem kostar 300 kall í siðmenntuðum löndum kostað hér á Íslandi 2000 kall. Víða er- lendis getur gott rauðvín verið dýrara en rótsterkt vín, en hér er eingöngu rýnt í prósentustigið. Svona brennivínslegin alkóhólista-„hugsun“ í verðlagningu vína þekkist hvergi í veröldinni nema ef vera skyldi í Noregi og Svíþjóð, tveimur af þremur leiðinlegustu löndum heims- ins. Grænmeti er hér dýrast í heimi en ætti sem hollustufæði að vera hræódýrt. Með svona galinni verðlagningu og öf- ugsnúinni neyslustýringu á öllum svið- um er verið að framleiða vínmenning- arlausa svínfeita umhverfissóða. Séríslensk galin verðlagning Sverrir Stormsker botnar ekki í botnlausri dellu. YFIR STRIKIÐ Í hverju setjum við heimsmet næst? 24 LÍFIÐ Aðalleikari nýju myndarinnar um Batman, sem er að slá öll aðsókn- armet, vill eiga sitt einkalíf út af fyrir sig. Christian Bale biður um næði »50 Stúlkurnar í Fram senda ofurlið í Strandhandboltamótið í Nauthóls- vík í dag. Þær mæta í sér- saumuðum búningum. Ofurkonur í strand- handboltamóti »54 Bergur Ebbi vill ekki segja um hvað texti nýja lagsins, Sumar á Múla, er en segir það vera tímalausa klassík. Sprengjuhöllin gef- ur út nýtt lag »54 ● Gömlu dansarnir við raftónlist „Að kalla kvöldið Gömlu dansana er nett grín en þó er aldrei að vita nema maður verði enn í fullu fjöri að spila á Grund ef heilsan leyfir,“ segir Karl Tryggvason sem mun ásamt Ewok dusta rykið af göml- um skífum frá 9. áratugnum og skemmta gestum á 22 í kvöld. Karl segir mikla gleði, dansfíling og til- raunamennsku einkenna tónlist 9. áratugarins þegar mikil gróska var í raftónlist sem verður í aðal- hlutverki. ● Rökrétt fram- hald „Ég ákvað fyrir sex árum að yfirgefa fjár- málamarkaðinn þar sem ég vann í banka og mennta mig til að geta unnið faglega að mannúðarmálum. Svo að þetta er bara rökrétt framhald af minni menntun,“ segir Linda Björk Guðrúnardóttir sem hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna komu flóttamanna til Akraness. Koma flóttamannanna hefur ekki verið dagsett nákvæmlega en Linda Björk býst við að þeir komi í byrj- un september. Nú liggur fyrir að finna þeim húsnæði og innbú. ● Græn Smekk- leysa „Við mál- uðum nýju búð- ina sjálfir í þessum lit, eins og kannski sést,“ segir Bene- dikt Reynisson, starfsmaður búð- arinnar. Hvort nýi skærgræni liturinn er stuðnings- yfirlýsing við náttúru landsins eður ei er ekki gefið upp en hann gerir nýju búðina þá mest áberandi á Laugaveginum. „Það átti að loka á sínum tíma en við komumst að því að við þyrftum að hafa búð til þess að selja útgáfurnar okkar og við fundum mikinn grundvöll fyrir því.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.