24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Silfurarmband verð 64,900 kr. FÉ OG FRAMI frettir@24stundir.is a Markhópurinn fyrir reiðhjól er alltaf að verða breiðari. SALA JPY 0,7593 0,72% EUR 128,17 0,89% GVT 164,14 0,77% SALA USD 81,36 0,32% GBP 162,48 1,02% DKK 17,174 0,72% Eftir Snorra Jakobsson sjakobs@24stundir.is „Um leið og veðrið fór að skána tók sala á hjólum kipp,“ segir Jón Þór Skaftason, aðstoðarverslunar- stjóri hjá Erninum. „Salan er á svipuðum nótum og síðasta sumar en sala á hjólum hefur verið mikil síðustu fjögur ár.“ Þegar að Jón er inntur eftir því hvort að bensínverð hafi áhrif á sölu hjóla segir hann að það spili líklega eitthvað inn í. Við- mælendur 24 stunda voru þó á því að breyttur lífsstíll skipti orðið mestu máli en aukin vitundar- vakning um hreyfingu og heilsu hefði haft mikil áhrif á sölu. Ágúst Ágústsson hjá G.Á. Péturssyni seg- ir: „Mikil aukning hefur verið í sölu og ég held að stór hluti hennar sé tilkomin vegna hærra bensín- verðs og breytt lífsstíls.“ Breiðari markhópur Jón hjá Erninum segir að þeir hafi orðið varir við að markhóp- urinn sé orðinn breiðari, áður ein- skorðaðist salan meira við yngra fólk og krakka en eldra fólk er farið að kaupa hjól í auknum mæli. Það virðist einnig sem eftir- spurnin eftir hjólum sé að breytast. „Síðustu þrjú ár hefur verið kú- vending í sölunni á fjallahjólum en salan hefur minnkað til muna, götuhjólin hafa hins vegar verið að sækja verulega á,“ segir Jón Þór. Götuhjólin hafa flesta eiginleika fjallahjóla en þægindi hinna hefð- bundnu hjóla svo sem breiðari hnakk, hærra stýri og slétt dekk. Það má segja að gamli stílinn hafi verið færður inn í nútímann með götuhjólunum. Markaðurinn kallar á nýjungar Hjólaframleiðendur hafa fundið upp á ýmsum lausnum sem leysa mörg vandamál hins íslenska hjól- reiðamanns. Rafmagnshjól með mótor sem hjálpa lúnum fótum að komast yfir erfiðustu hjallanna er ein af þeim nýjungum. Jón hjá Erninum segir „þau seljast alltaf við og við en það er engin rífandi sala á þeim, verðið er í hærri kant- inum“. Algengt verð á rafmagns- hjóli er 100 til 120 þúsund krónur. Segja má að Rafmagnshjólin séu nokkurs konar sambland af hjóli og skellinöðru. Jón Þór hjá Ern- inum segir: „Rafmagnshjólin eru að mörgu leyti mjög sniðug en þetta eru þung hjól þar sem raf- geymarnir eru stórir og af þeim sökum ekki mjög meðfærileg en þetta er mjög sniðug hjól fyrir þá sem fara lengri vegalengdir.“ Ágúst hjá G.Á. Péturssyni segir að þeir bjóði ekki upp á rafmagnshjól en hann telur að viðhald slíkra hjóla sé meira en hinna hefðbundnu. Töluverð gróska er í hönnun hjóla samfara leit almennings víða um heim að umhverfisvænum og ódýrum ferðamáta. Sú nýjung sem hefur notið mikilla vinsælda er- lendis er sjálfskipt hjól en gírinn þyngist eftir því sem að hjólað er hraðar, sömuleiðis tekur hjólið til- lit til hallans. Eru sjálfskipt hjól framtíðin?  Mikil gróska er í hjólahönnun en meiri kröfur eru gerðar um þægindi  Rafmagnshjól og sjálfskipt hjól eru meðal nýjunga Í bið Aukin fjölbreytni er í framboði hjóla. ➤ Markhópur hjólasmiða hefurbreikkað og einskorðast ekki að jafn miklu leyti við börn og unglinga og áður. ➤ Breiðari markhópur virðistgera meiri kröfur og eru ýmis þægindi og tækniframfarir sem eru að ryðja sér til rúms, s.s. sjálfskipt hjól og hjól með hjálparmótor. Flestir ættu því að geta fundið hjól við hæfi. NÝJUNGAR MARKAÐURINN Í GÆR              !" ##$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2     345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,      ; 1    ;     ,/  !  "                                                            :,   0 , <   " & >5 ??5 5@A >B 5@? >?@ ? 5C@ B3? >>@ C>@ B@> 3AA 5BC ??D > ?3B C>A D4B 45A ?B? @C5 35A ?3D ?3> A>> 5> 3AB AB3 DA AAA AAA 34 4D4 >3> + >C 4@4 B?C + ? 43A CAC >> 4>> D35 + > >?@ ?5D + + + >A? C5A AAA + + 4ED@ 5E@5 ?5E>5 4EA3 >@EBB >@E>5 >4ED5 C?DEAA ??EC5 B3EDA 3EAA DE?C >E5@ B@EAA + >D?EAA >5>AEAA ?ADEAA >@?E5A + + + @@>AEAA >AEAA + 4ED4 5E@D ?5E@5 4E>C >@ED? >@E3A >CEA5 C3AEAA ??EB5 B@E5A 3E?A DE3? >E55 B@EDA >E@D >D5EAA >5@AEAA ?>5EAA >@5EAA ?>EDA + BE5A @@@5EAA >AE5A 5EAA ./  ,  3 C ? ?5 ?B 4 3 ?C >5 >A ? >? + @ + @ D + C + + + B + + F  , , ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?@ C ?AAB ?5 C ?AAB D C ?AAB ?5 C ?AAB ?5 C ?AAB ?@ C ?AAB ?5 C ?AAB >4 C ?AAB 4 >? ?AAC 3 4 ?AAB ?5 C ?AAB ?3 C ?AAB C 3 ?AAB ● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,38% í gær og stendur hún núna í 4.151,84 stig- um. Alfesca var eina úrvalsvísitölufyr- irtækið sem hækkaði í verði í dag, eða um 0,14% og þá hækk- aði gengi hlutabréfa Atlantic Air- ways um 1,05%. ● Exista lækkaði um 2,55%, Bakkavör um 1,18% og Lands- bankinn um 0,65%. ● Heildarvelta í Kauphöllinni nam 20,8 milljörðum króna, og þar af var velta með skuldabréf 19,5 milljarðar króna og velta með hlutabréf nam 1,2 millj- örðum króna. ● Hvað varðar einstök félög var velta með hlutabréf Glitnis mest og nam 300 milljónum króna og þá nam velta með bréf Kaupþings 282 milljónum króna. Vefur breska blaðsins Guardian varð fyrsti dagblaðavefur Bret- lands til að laða til sín yfir 20 milljónir einstakra notenda í ein- um mánuði. Opinberar tölur fyrir júnímánuð sýndu um 12% aukningu frá fyrri mánuði, í alls 20.499.858 not- endur. Met var einnig slegið í síðuflettingum á síðu Guardian, sem urðu alls 183.178.155. Fast á hæla Guardian kemur síða The Daily Telegraph með 19.712.622 notendur í júní og státar af 179% aukningu á síðustu tólf mánuðum, en 7% aukningu frá því í maí. Forsvarsmenn bæði Guardian.co.uk og Telegraph.co.uk þakka þetta ekki síst umfjöllun vefjanna um Evr- ópumeistaramótið í knattspyrnu. Margir breskir fjölmiðlar hafi dregið mjög úr umfjöllun sinni um mótið vegna þess að bresk landslið tóku ekki þátt, en þessir tveir vefir hafi gert mótinu góð skil. bó Guardian mest lesinn Íslendingar hafa látið Norð- mönnum eftir efsta sætið í Big Mac-vísitölu tímaritsins Eco- nomist. Nú er Ísland í 3.-4. sæti ásamt Dönum en á eftir Norð- mönnum, Svíum og Svisslend- ingum. Í vísitölunni er borið saman verð á Big Mac-hamborgara McDo- nalds-hamborgarakeðjunnar víða um heim. Samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar gagn- vart Bandaríkjadal 67% hærra en það ætti að vera, þ.e. ef Big Mac kostaði jafnmikið og í Bandaríkj- unum. Þetta hlutfall er hins vegar 121% í Noregi, 79% í Svíþjóð og 78% í Sviss. Gengislækkun krón- unnar undanfarið hefur haft tals- verð áhrif, en fyrir ári var gengi íslensku krónunnar 131% hærra en það ætti að vera samkvæmt Big Mac-vísindum Economist. bó Úr 1. sæti Big- Mac-vísitölu Forstjóri olíufyrirtækisins TNK-BP í Rússlandi hefur yfirgefið landið eftir það sem hann kallar langvarandi áreitni af hálfu rússneskra fjár- festa í fyrirtækinu. TNK-BP er í eigu breska olíurisans BP og hóps rússneskra milljarðamæringa. Robert Dudley segist munu stýra félag- inu áfram þótt hann dvelji ekki lengur í Rússlandi. Leiðir hann líkur að því að rússnesku hluthafarnir hafi beitt rússneska ríkinu fyrir sig; að fyrirtækið hafi þurft að sæta fjölda ónauðsynlegra rannsókna af hálfu yfirvalda auk þess sem Dudley hafi átt í miklum erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi sitt endurnýjað, þrátt fyrir að vera forstjóri stórs olíufyrirtækis í Rússlandi. Rússnesku hluthafarnir segj- ast móðgaðir vegna ásakana Dudleys um áreitni. bó Forstjórinn flæmdur á brott Bandarísk eftirlitsyfirvöld hafa höfðað mál á hendur hollensku fjármálafyrirtæki sem sérhæfir sig í olíuviðskiptum og saka fyr- irtækið og þrjá háttsetta starfs- menn þess um markaðs- misnotkun á olíumarkaði. Um er að ræða fyrirtækið Optiver Holding og tvö dótturfélög þess, en orku- og hrávörueftirlit Bandaríkjanna telur að spákaup- menn á vegum fyrirtækisins hafi haft óeðlileg áhrif á verðmyndun á olíumarkaði, en olíuverð hefur hækkað umtalsvert undanfarið. Bandaríska þingið leitar nú leiða til að tryggja að spákaupmenn sem versla með olíu í kauphöll- inni í Lundúnum lúti bandarísk- um reglum. bó Spákaupmenn lögsóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.