24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008ATVINNA46 stundir Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 Umboðsmaður Umboðsmann vantar á Ísafjörð Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 milli kl 8 og 16 virka daga Símvarsla og móttaka Símvarsla og móttaka Vinsamlega fyllið út umsókn á umsóknareyðublaði sem aðgangur er að á mbl.is neðst á forsíðu, veljið símavarsla. Vinsamlega látið ferilskrá fylgja sem viðhengi. Árvakur óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við símvörslu og móttöku auk annara starfa tengdri þjónustu við viðskiptavini. Ef þú ert með afbrigðum þjónustulipur, vel máli farinn og lipur í samstarfi, viljum við endilega heyra frá þér og athuga hvort við getum átt samleið. Jafnframt þarftu að geta hafið störf um miðjan ágúst og vera eldri en 20 ára. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Björg Hallgrímsdóttir í síma 569 1277 Umsóknarfrestur er til 2. ágúst nk. Myndlistarmenn Rithöfundar Tónlistarmenn Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíð í Hveragerði. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Engin vinnustofa fylgir húsnæðinu. Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum, sem senda á til menningarmálanefndar Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur. Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í september og mun vera úthlutað frá október 2008. Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, sími 551 1346, Rithöfundasambands Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, sími 568 3190 og Félagi íslenskra Hljómlista- manna, Rauðagerði 27, sími 588 8255. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar í síma 483 4000. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is Umsóknarfrestur er til 1. september n.k. Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar TILKYNNINGAR Fólk í atvinnuleit veit að prófgráður og starfsreynsla eru ekki það eina sem skiptir máli þegar slegist er um góða stöðu. Þegar starf er auglýst má gera ráð fyrir því að tugir manna, með nákvæmlega sömu háskólagráðu og þú og svipaða starfsreynslu, sendi umsókn. Þegar vinnuveit- andinn hefur farið yfir umsóknarbunkann og valið þá sem hann vill fá í viðtal getur umsækjandinn verið viss um að allir þeir sem boðaðir eru hafa þá menntun og reynslu sem vinnuveitandi leitar að. Hvað er þá hægt að gera til að tryggja sér starfið? Umsækjandi þarf að heilla vinnuveitandan með per- sónutöfrum sínum og útliti. Það er ekki nauðsynlegt að líta út eins og Angelina Jolie. Umsækjandinn þarf ein- faldlega að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum sér. Hér eru nokkrar ábendingar um útlit í atvinnuviðtali. Húð og hár:  Farðu í langa sturtu eða bað og skrúbbaðu þig vel.  Forðastu öll ilmefni.  Burstaðu tennurnar, notaðu tannþráð og munn- skol.  Klipptu, pússaðu og þrífðu neglurnar.  Forðastu áfengi, hvítlauk og harðfisk í tvo daga fyr- ir viðtal.  Plokkaðu augabrúnir og snyrtu óæskilegan hárvöxt í andliti. Karlmenn ættu að vera vel rakaðir. Klæðnaður:  Vertu í hreinum og vel straujuðum fötum.  Forðastu þröngan og fleginn fatnað.  Forðastu pils sem er styttra en sem nemur 2 senti- metrum fyrir ofan hné.  Veldu buxur í hæfilegri lengd. Þær eiga að hylja ökklann en ekki vera svo síðar að þú stígir á þær.  Veldu bindi sem nær niður að belti þegar búið er að hnýta það.  Þrífðu og pússaðu skóna. Athugaðu aftur hvort þeir eru örugglega hreinir áður en þú gengur inn á fundinn.  Forðastu að bera of mikið af skartgripum og fylgi- hlutum.  Mundu að það er yfirleitt betra að vera of fínn en kæruleysislegur í klæðnaði. iris@24stundir.is Heillaðu vinnuveitandann Réttur klæðn- aður skiptir höfuðmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.