24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 37 Aðalréttur fyrir fjóra Hráefni: 1 kg lax roðlaus/beinlaus 1 hvítlauksgeiri 1 msk. olía 1 msk. engifer 1 msk. kóríander 3 msk. Moroccan rub NOMU 2 appelsínur 2 límóna 3 msk. pistasíuhnetur salt & pipar Aðferð: Skerið laxinn í meðalstóra bita (4x4 cm). Pressið hvítlaukinn í olíuna og setjið laxinn saman við. Engifer og kóríander saxað og stráð yfir fiskinn ásamt Moroccan rub og pistasíuhnet- unum, setjið í eldfast mót. Saltið og piprið. Skerið appelsínurnar og límónurnar í sneiðar og leggið í fatið kringum fisk- inn. Bakið við 200°C í um 10-12 mínútur. Tillögur að meðlæti. Til dæmis kúskús eða pönnusteikt grænmeti. AÐALRÉTTUR Marókóskur lax bakaður í ofni Forréttur fyrir fjóra Hráefni: 400 g roðlaus/beinlaus silungur 1 msk. oriental rub frá Nomu ½ stk. sítróna, börkur og safi pipar og Maldon-salt Aðferð: Skerið silunginn í strimla. Blandið kryddinu og sítrónunni saman og leggið silungsstrimlana í. Látið liggja í um 30 mín. Hráefni: 80 g japanskar Soba-núðlur 2 msk. lime-safi 1 msk. orental rub frá Nomu 1 msk. tamarin-sojasósa 1 msk. sesamolía 1 msk. sæt chili-sósa Aðferð: Sjóðið núðlurnar í léttsöltuðu vatni í um 2 mín. Kælið og sigtið. Búið til dressingu með því að blanda öllu saman í skál og hella yfir núðlurnar. Blandið varlega saman núðlunum og silungnum. Hægt er að skreyta með t.d. fersku kóriander og/eða sesamfræjum. FORRÉTTUR Núðlusalat með kryddlegnum silungi Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Oroya 2005. Opinn blómkenndur ilmur af perum, greipaldin og sítr- us. Hálfþurrt í munni með viðkvæman sætleika sem gef- ur ananas-, melónu-, sí- trónu- og lime-tóna. Vottur af steinefnum með snarpan og sýruríkan endi. Þrúgur: Airen, Macabeo & Muscat Land: Spánn Hérað: Tierra de Castilla 1.492 kr. Aðalréttur fyrir fjóra á heitum sumardegi. Hráefni: 4 120 g laxasneiðar 2 msk. hvítlauksolía 2 góðar lúkur spínat 1 rauðlaukur 500 g ferskur ananas 1 lítil engiferrót 1 dós (um 200 g) niðurlögð paprika 2 rauðir chili-pipar reykt Maldon-sjávarsalt nýmulinn pipar ólífuolía Aðferð: Hellið hvítlauksolíunni á laxinn og léttsteikið í um 5 mín. við 180°C. Setjið spínat í skál. Hreinsið an- anasinn og skerið í þunnar sneiðar. Blandið saman við spínatið. Skerið laukinn í þunna hringi og bætið þeim í skálina. Fræhreinsið chili-piparinn og bætið í skálina ásamt fínt söxuðu engiferinu. Gróf skerið paprikuna og blandið henni í salatið. Öllu blandað varlega sam- an. Setjið laxinn saman við salatið Saltið og piprið og hellið smávegis af góðri ólífuolíu yfir. AÐALRÉTTUR Sumarlegt laxasalat 24stundir/Friðrik Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Hugel Gewurstraminer Tradition 2005. Áhrifamikill ilmur af rósa- blöðum, gulum eplum og perum ásamt votti af bök- unarkryddum. Þurrt í munni með þroskuðum ávöxtum og mjúka sýru. Fullkomið jafn- vægi og þéttleikinn veitir fyllingu sem aðeins er hægt að dást að. Þrúga: Gewurstraminer Land: Frakkland Hérað: Alsace 1.995 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.