24 stundir - 26.07.2008, Síða 37

24 stundir - 26.07.2008, Síða 37
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 37 Aðalréttur fyrir fjóra Hráefni: 1 kg lax roðlaus/beinlaus 1 hvítlauksgeiri 1 msk. olía 1 msk. engifer 1 msk. kóríander 3 msk. Moroccan rub NOMU 2 appelsínur 2 límóna 3 msk. pistasíuhnetur salt & pipar Aðferð: Skerið laxinn í meðalstóra bita (4x4 cm). Pressið hvítlaukinn í olíuna og setjið laxinn saman við. Engifer og kóríander saxað og stráð yfir fiskinn ásamt Moroccan rub og pistasíuhnet- unum, setjið í eldfast mót. Saltið og piprið. Skerið appelsínurnar og límónurnar í sneiðar og leggið í fatið kringum fisk- inn. Bakið við 200°C í um 10-12 mínútur. Tillögur að meðlæti. Til dæmis kúskús eða pönnusteikt grænmeti. AÐALRÉTTUR Marókóskur lax bakaður í ofni Forréttur fyrir fjóra Hráefni: 400 g roðlaus/beinlaus silungur 1 msk. oriental rub frá Nomu ½ stk. sítróna, börkur og safi pipar og Maldon-salt Aðferð: Skerið silunginn í strimla. Blandið kryddinu og sítrónunni saman og leggið silungsstrimlana í. Látið liggja í um 30 mín. Hráefni: 80 g japanskar Soba-núðlur 2 msk. lime-safi 1 msk. orental rub frá Nomu 1 msk. tamarin-sojasósa 1 msk. sesamolía 1 msk. sæt chili-sósa Aðferð: Sjóðið núðlurnar í léttsöltuðu vatni í um 2 mín. Kælið og sigtið. Búið til dressingu með því að blanda öllu saman í skál og hella yfir núðlurnar. Blandið varlega saman núðlunum og silungnum. Hægt er að skreyta með t.d. fersku kóriander og/eða sesamfræjum. FORRÉTTUR Núðlusalat með kryddlegnum silungi Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Oroya 2005. Opinn blómkenndur ilmur af perum, greipaldin og sítr- us. Hálfþurrt í munni með viðkvæman sætleika sem gef- ur ananas-, melónu-, sí- trónu- og lime-tóna. Vottur af steinefnum með snarpan og sýruríkan endi. Þrúgur: Airen, Macabeo & Muscat Land: Spánn Hérað: Tierra de Castilla 1.492 kr. Aðalréttur fyrir fjóra á heitum sumardegi. Hráefni: 4 120 g laxasneiðar 2 msk. hvítlauksolía 2 góðar lúkur spínat 1 rauðlaukur 500 g ferskur ananas 1 lítil engiferrót 1 dós (um 200 g) niðurlögð paprika 2 rauðir chili-pipar reykt Maldon-sjávarsalt nýmulinn pipar ólífuolía Aðferð: Hellið hvítlauksolíunni á laxinn og léttsteikið í um 5 mín. við 180°C. Setjið spínat í skál. Hreinsið an- anasinn og skerið í þunnar sneiðar. Blandið saman við spínatið. Skerið laukinn í þunna hringi og bætið þeim í skálina. Fræhreinsið chili-piparinn og bætið í skálina ásamt fínt söxuðu engiferinu. Gróf skerið paprikuna og blandið henni í salatið. Öllu blandað varlega sam- an. Setjið laxinn saman við salatið Saltið og piprið og hellið smávegis af góðri ólífuolíu yfir. AÐALRÉTTUR Sumarlegt laxasalat 24stundir/Friðrik Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Hugel Gewurstraminer Tradition 2005. Áhrifamikill ilmur af rósa- blöðum, gulum eplum og perum ásamt votti af bök- unarkryddum. Þurrt í munni með þroskuðum ávöxtum og mjúka sýru. Fullkomið jafn- vægi og þéttleikinn veitir fyllingu sem aðeins er hægt að dást að. Þrúga: Gewurstraminer Land: Frakkland Hérað: Alsace 1.995 kr.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.