24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir „Að gáfaðir og góðir Keikó-hvalir skuli gera svona við saklausa hrefnu. Þetta er auðvitað dýraníð af verstu sort. Og fyrir neðan all- ar hellur að fremja svona ofbeldi beint fyrir framan nefið á gáf- uðum, góðum og grænum hvala- vinum. Ekki hefði hann Keikó okkar gert svona.“ Friðrik Þór Guðmundsson lillo.blog.is „Ég vona bara að þetta verði ekki til að sverta ímynd Íslands út á við enn frekar, með neikvæðum áhrifum á ferðamannaiðnaðinn. Finnst hálfskrítið að fólkið á hvalaskoðunarbátnum hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir þennan voðalega atburð.“ Sigrún Steingrímsdóttir sigrunstud.blog.is/blog „Þessi fíflalæti í Saving Iceland eru að stórskemma fyrir þeim sem vilja standa vörð um íslenska náttúru og hefur orðið mikið ágengt í sinni baráttu. Saving Ice- land ætti frekar að fara að mót- mæla kleinubakstri Íslendinga. Ekki eyðileggja náttúruvernd á Íslandi með þessari vitleysu.“ Gestur Guðjónsson gesturgudjonsson.blog.is BLOGGARINN mótinu í ár. Anna segir strandhandbolta keim- líkan venjulegum handbolta að nokkrum atriðum undanskildum. „Það eru fimm inni á vellinum í stað sjö og völlurinn er aðeins minni. Við spilum á sokkum eða berfættar og það er bannað að nota klístur eins og í venjulegum handbolta. Þá er nánast ómögulegt að dripla boltanum þann- ig að það er lykilatriði að vera vel spil- andi,“ segir hún. Ofurkonur eða „gotharar“ Anna og félagar hafa sniðið sér glæsilega Superman-búninga fyrir mótið og segir hún að stefnan sé ekki síður tekin á að vinna bún- ingaverðlaunin. „Við ætluðum upp- haflega að vera „gotharar“ en það hefði líklega verið of erfitt að útfæra það. Það er væntanlega auðvelt að stórslasa sig og aðra í handbolta með þykkar gaddaólar um hálsinn,“ segir Anna. Superman varð því fyrir valinu, enda eintómar ofurkonur í liðinu. „Það er þó spurning hvort skikkjan verður til þess að hjálpa okkur eða vinna gegn okkur. Við vitum ekki hvort hún gerir okkur kleift að fljúga eða þvælist fyrir.“ Kvennalið Fram ætlar sér að fara langt á strandhandboltamótinu Höfum klókindin fram yfir strákana Strandhandboltamótið fer fram í Nauthólsvík í dag. Framkisurnar senda lið skipað ofurkonum til leiks og ætla sér stóra hluti, þrátt fyrir að vera bara með strákum í riðli. 24stundir/G.Rúnar Ofurkonur Framkis- urnar eru vígalegar. Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Leynivopnið okkar er hausinn. Við ætlum að fara alla leið á klókindum og herkænsku,“ segir Anna Gunnlaug Friðriksdóttir, leikmaður kvennaliðs Fram í handknattleik og ein af Fram- kisunum sem mæta til leiks á strand- handboltamótinu í Nauthólsvík í dag. „Þetta er kynjablandað mót og við er- um bara með strákaliðum í riðli. Þeir hafa náttúrlega líkamlega yfirburði gagnvart okkur. En ekki andlega,“ bætir hún við. Þetta er fimmta strandhand- boltamótið sem haldið er hér á landi og mæta 16 lið til þátttöku að þessu sinni. Stúlkurnar úr Framliðinu hafa verið með öll árin, en aldrei farið með sigur af hólmi. Firnasterkt lið „Við erum 12 í hópnum, en höf- um þó orðið fyrir einhverri blóðtöku. Það eru fimm stelpur á heimsmeist- aramóti U-20 landsliða og svo eru meiðsli og ólétta að hrjá hópinn. En við erum með ágætis lið,“ segir Anna. Fram varð í öðru sæti á Íslands- mótinu í handknattleik síðasta vetur, með jafn mörg stig og Íslandsmeist- arar Stjörnunnar, en lægri markatölu. Það má því búast við þeim sterkum á HEYRST HEFUR … Damien Rice lék á als oddi á Nasa í gærkvöldi og þóttu tónleikar hans magnaðir. Ef til vill hefur ein- hver gleymt að segja honum frá reykingabanninu á Íslandi því hann kveikti sér í sígarettu og reykti á sviðinu. Einnig lét hann bera kassa af bjór inn á sviðið í lokalaginu og bauð þeim sem vildu að koma með sér upp á svið og drekka með sér bjór. Gestir fóru því sáttir og léttir heim af tónleikunum. bös Nokkuð er um stjörnufans á Fróni þessa dagana. Leikararnir Mel Gibson og Anthony Edwards eru hér, þó svo enginn viti hvernig Anthony vill hafa kaffið sitt. Þá er von á knattspyrnumanninum Cris- tiano Ronaldo á næstu misserum vegna kynningar á íþróttadrykknum Soccerade, en þá mun heitasti aðdáandi hans, stjörnublaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir, verða fremst í áritunarröðinni. tsk Allt útlit er fyrir að Páll Óskar hafi gefið Sigurjóni Kjartanssyni kærkomna gjöf í kreppunni með því að endurgera lagið Sama hvar þú ert. Lagið er ein- mitt eftir Sigurjón en gerði litla sem enga lukku þegar það kom út á sínum tíma á fyrstu plötu Palla. Örlygur Smári hefur nú sett það í afar vinsælda- væna útgáfu og því ætti Sigurjón að brosa þegar hann fær stefgjöldin fyrir lagið á næsta ári. bös Síðasta sumar var í eigu Sprengjuhallarinnar sem hristi hvern slagarann á fætur öðrum fram úr erminni. Sveitin nýtur enn góðs af þeirri velgengni en nú er komið að annarri lotu. Fljótlega sleppir sveitin frá sér splunkunýju lagi af væntanlegri plötu er kemur í haust. Lagið heitir Sumar í Múla, en Bergur Ebbi söngvari vill ekki gefa upp hvaða Múla hann sé að yrkja um. „Það á að vera alveg aug- ljóst en samt eru strákarnir í hljómsveitinni alltaf að giska á rangan Múla,“ segir Bergur Ebbi sem var staddur uppi í sveit er blaðið náði tali af honum. „Ég vil meina að okkur hafi tekist að gera svolítið flott sánd í þessu lagi. Það er rokkgrunnur með þjóðlegum áhrifum og elektróník. Þessu er svo þjappað saman í poppmöndul.“ Bergur segir sveitina vera að leika sér með að vitna í poppsög- una og því séu viljandi tilvísanir í lögin Be My Baby eftir The Ronet- tes og Just Like Honey eftir Jesus and the Mary Chain. „Við erum svo kokhraustir með þetta lag að jafnvel þó það verði ekki svakalega vinsælt núna þá er- um við vissir um að það verði poppklassík í hugum fólks eftir 150 ár. Poppspekúlantar eiga alltaf eftir að finna eitthvað við sitt hæfi í þessu lagi.“ Kalli í Baggalút hjálpaði til með raddútsetningar en sveitin fékk tvær stúlkur, Hildigunni og Yrsu, til þess að syngja með. Þetta er eina lagið sem sveitin er búin að hljóð- rita fyrir nýju plötuna en lagasmíð- um er nær lokið. biggi@24stundir.is Sprengjuhöllin sendir frá sér splunkunýtt lag „Klassískt popplag eftir 150 ár“ Bergur Ebbi Hefur mikla trú á nýjasta slagara sveitarinnar. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 7 5 2 8 4 3 9 6 2 6 9 1 5 3 4 7 8 8 3 4 9 6 7 1 2 5 7 9 3 8 2 6 5 1 4 4 1 6 7 9 5 8 3 2 5 2 8 3 4 1 9 6 7 6 5 7 4 1 9 2 8 3 9 4 2 6 3 8 7 5 1 3 8 1 5 7 2 6 4 9 Viltu koma í bíó gæskan a Já, ég geri fastlega ráð fyrir því! Verður þrefaldur latté þekktur sem „einn Gibson“ héðan af? Sigmundur Dýrfjörð er framkvæmdastjóri hjá Te & kaffi, þar sem stórleikarinn Mel Gibson fékk sér kaffisopa í gær, þrefald- an latté. Fræg er pulsan sem Bill Clinton fékk sér á Bæjarins bestu um árið, bara með sinnepi, nú þekkt sem „ein Clinton“. FÓLK 24@24stundir.is fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.