24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Einstaklingarnir mæta ótal fyrir- stöðum í lífinu og ættu ekki að þurfa að standa frammi fyrir óþörfum hindrunum í kerfinu,“ segir Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands. „Brýnt er að gera ýmsar lagabreytingar hér á landi til að bæta stöðu og réttindi transgender fólks,“ segir Guðrún og bætir við að setja ætti heildar- löggjöf um málefni fólksins, eins og gert hefur verið víða í nágranna- löndunum. Nafnalögum ætti að breyta „Fólkið getur ekki breytt nafninu sínu í samræmi við það kyn sem það lifir í, t.d. í undirbúningsferli leiðréttingar kyns síns,“ segir Guð- rún og bætir við að einstaklingar upplifi mikil óþægindi vegna þessa. „Fyrstu skrefin gætu verið að gera nauðsynlegar breytingar á nafnalögum og reglum um Þjóð- skrá,“ segir Guðrún og bætir við að nauðsynlegt sé að líta til jákvæðra breytinga í nágrannalöndunum. Í lögum Hollands og Bretlands er kveðið á um heimild til að breyta nafni á meðan enn er verið að und- irbúa meðferð en í Þýskalandi taka lögin tillit til aðstæðna fólks bæði fyrir og eftir kynleiðréttingu. „Það á ekki að skilgreina fólk eft- ir aðgerðinni sjálfri en það vantar ennþá gott íslenskt orð fyrir enska orðið transgender,“ segir Guðrún. Í skýrslunni eru skilgreiningar um kyngervi útskýrðar. „Þegar við hittum fólk í fyrsta sinn þá úthlut- um við því strax kyni og kyngervi. Nýbakaðir foreldrar eru alltaf spurðir: er það strákur eða stelpa? En kynsamsemd (eða kynhlutverk, e. gender identity) er breytileg og hafa ber hugafast að kynhneigð er annað en kynsamsemd. Þar sem „transgender“ er regnhlífarhugtak er hugtakið „TS“ notað til að að- greina þá sem vilja gangast undir kynskiptaaðgerð frá öðrum með breytilegt kyngervi (e. gender vari- ants).“ Nafn samræmist ekki útliti Einnig kemur fram að þegar nafn manns er í ósamræmi við útlit einstaklings getur það leitt til óþæginda í hvert skipti sem við- komandi þarf að sýna vegabréf eða ökuskírteini, nota greiðslukort, sækja um starf o.s.frv. „Ísland er ,,kennitölusamfélag“ þar sem gefa þarf upp kennitölu, tengda nafni, af minnsta tilefni. Það er einnig alltaf verið að skoða skilríki þegar fólk ferðast,“ segir Guðrún. Nið- urstöður skýrslunnar sýna fram á að fólk er á undirbúningstímabili fyrir hina eiginlegu aðgerð, sem getur verið mjög langt, án þess að eiga rétt á því að skipta um nafn. Sum lönd leyfa nafnbreytingu áður en kynskiptaaðgerðin er fram- kvæmd og í löndum þar sem þetta er ekki leyft geta TS-einstaklingar víða tekið upp kynhlutlaust nafn. Fornöfn og eftirnöfn á Íslandi eru lýsandi um kyn og því er þetta ekki mögulegt hérlendis. Óttar Guðmundsson, geðlæknir á Landspítalanum, sem leiðir hóp á vegum landlæknis sem fer með mál transgender einstaklinga hefur sagt að orðið transgender sé alþjóðlegt orð og eigi við um einstaklinga sem eru á milli kynja og að talað sé um „þriðja kynið“ en að það sé að sjálf- sögðu mismunandi hvernig fólk skilgreini sig. Niðurgreiða ætti meðferð „Niðurgreiða ætti meðferð ein- staklinganna, t.d. eyðingu líkams- hára og raddmeðferð en þessir meðferðarþættir eru oft á tíðum mjög kostnaðarsamir,“ sagði Óttar Guðmundsson geðlæknir í 24 stundum í vikunni. Hann tók fram að aðgerðin sjálf sé kölluð leiðrétt- andi aðgerð en ekki kynskiptaað- gerð. „Það er algjörlega hætt að tala um kynskiptinga og kynskiptaað- gerðir,“ segir Óttar. Niels Christian Nielsen, lækn- ingaforstjóri á Landspítalanum, nefnir að aðgerð vegna leiðrétting- ar kyns hafi verið í boði í um 10 ár. „Það eru tveir einstaklingar sem hafa farið í aðgerðina á Íslandi eða þrír í allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að auk ráðgefandi teymis á vegum landlæknis séu þær í höndum þvagfæraskurðlæknis og lýtalæknis. „En auðvitað er það metið af teyminu hvort viðkom- andi sé sálfræðilega undir þetta bú- inn,“ segir hann. Kyngervi einstaklinga Í skýrslunni kemur fram að TS- einstaklingum sem fæddir eru með einkenni ákveðins kyns finnst kyn- gervi sitt (e. gender) annað en kyn (e. sex). Einnig kemur fram: „Þetta ósamræmi kynsamsemdar og lík- amlegs kyns kemur nær alltaf fram snemma á lífsleiðinni og veldur mikilli vanlíðan. Það er sorgleg staðreynd að helmingur TS-ein- staklinga sem ekki fær viðhlítandi aðstoð deyr fyrir þrítugt – flestir falla fyrir eigin hendi.“ Í skýrslunni er tekið fram að hlutfallið minnki umtalsvert þegar TS fær stuðning, virðingu og skiln- ing og að með viðeigandi meðferð er hægt að auka lífsgæði fólksins til muna. Í skýrslunni kemur einnig fram að brýnt sé að skýrar reglur verði settar um réttindi transgen- der fólks er varða heilbrigðisþjón- ustu og niðurgreiðslur aðgerða er tengjast kynleiðréttingarferlinu. Fá ekki nafni sínu breytt ➤ Að skapa transgender fólkiog fjölskyldum þeirra menn- ingarlegan vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund þeirra, samkennd og sam- stöðu um sérkenni sín. ➤ Vinna að laga- og rétt-arbótum í málefnum trans- gender fólks á Íslandi og auka fræðslu og skilning al- mennt. MARKMIÐ TRANS-ÍSLANDSMálefni transgender fólks á Íslandi hafa mætt lagalegu tómarúmi og skapað óvissu um rétt- indi einstaklinga. Mann- réttindaskrifstofan legg- ur nú lokahönd á skýrslu sem vonast er til að nýtist við gerð heildstæðrar löggjafar um málefni þessa hóps á Íslandi. Hve- nær eiga einstaklingar rétt á aðstoð? Hver er lagaleg staða þín meðan á undirbúningsmeðferð fyrir leiðréttingu kyns stendur? Það eru ekki til lög um málefni trans- gender fólks á Íslandi því ekki eru til lög um þessi málefni. Skýrslunni er ætlað að fjalla um og skoða réttindaleysi þess- ara einstaklinga. a Þegar nafn manns er borið saman við ósamræmandi útlit ein- staklings getur það leitt til óþæginda í hvert skipti sem viðkomandi þarf að sýna skilríki  Það veldur óþægindum þegar nafn fólks er í ósamræmi við kyn  Mannréttindastofa telur breytingar á nafnalögum og reglum um Þjóðskrá nauðsynlegar og að auka þyrfti fræðslu um transgender FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is „Þegar ég þurfti mest á því að halda að fara í skegg- eyðingarmeðferð í Danmörku var mér meinaður aðgangur að biðlista í aðgerðina vegna þess að ég var ekki komin með kennitölu sem sagði að ég væri kona,“ segir Anna Jonna og bætir við að slíkar hindranir séu byggðar á skilgreiningu á kyni. Hún segir að heilbrigðiskerfið þar geri transgender- fólki ekki kleift að komast í slíka meðferð enda hafi hún endað á að fara á einkarekna stofu því hún upp- yllti ekki skilyrðin. „Vandamálið er að það er ekki gert ráð fyrir þessu í heilbrigðiskerfinu, fólk hefur víða ekki aðgang að þessu, lagalega séð er skilgrein- ing á kyninu röng miðað við lögin,“ segir hún. Anna Jonna tekur fram að vandamálið sé viðameira því fæstir hafi efni á slíkri aðgerð. „Baráttumál okkar eru þau að fólk fái þau félagslegu réttindi sem tilheyra því kyni sem þau lifa sem,“ segir Anna Jonna. „Ég veit ekkert hvort það verður á þessum áratug eða næsta, en þau mun koma. Þetta er það sem hindrar allt annað.“ Fræðslu ábótavant Anna Jonna segir umræðuna í samfélaginu ekki vera nógu upplýsta. „Fólk á það til að halda að allt í sambandi við transfólk hafi með kynskipti að gera en það er alls ekki rétt,“ segir hún og tekur fram að orðið kynskiptingur sé orðskrípi í ætt við kynvilling og kynblending en að ekkert íslenskt orð sé notað yfir transgender. „Fyrst og fremst vantar skilning á hvað er verið að tala um,“ segir hún „Það þyrfti að kynna þetta betur en við erum fá og höfum því ekki mikið bolmagn,“ segir hún en telur að oft þegar umræða fari í gang þá sé fólk búið að gefa sér einhverjar niðurstöður fyrirfram. „Það ætti að vinna að aukinni fræðslu og upplýsa um- ræðuna,“ segir Anna Jonna. Barátta fyrir félagslegum réttindum sem tilheyra því kyni sem einstaklingar lifa sem Réttarstaða einstaklinga er óljós Anna Jonna Ármanns- dóttir Telur upplýstri um- ræðu ábótavant.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.