24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 27
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 27 Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Rösk fimm ár eru síðan fjölþjóðlegt herlið undir stjórn Bandaríkjanna réðst til innrásar í Írak. Innrásin hófst 19. mars 2003, Saddam Huss- ein hraktist fljótt frá völdum og 1. maí lýsti George W. Bush Banda- ríkjaforseti því yfir að átökum væri að mestu lokið. Þrátt fyrir yfirlýsingu Bush hefur starf erlends herliðs verið ærið í Írak undanfarin fimm ár. Síðustu mánuði hefur hins vegar rofað til, og þótt ofbeldi sé enn algengt og mannfall töluvert þykir stefna í friðarátt. Heimamenn að taka við Þótt ástandið í Írak sé oft ekki upp á marga fiska, hefur það stór- batnað undanfarið. Árásir hafa ekki verið færri í mörg ár og fall óbreyttra borgara hefur dregist saman um nærri 90% síðan við- bótarherafli var sendur til landsins í byrjun síðasta árs. Stefnir ríkis- stjórn Nuri al-Maliki að því að heimamenn geti tekið við stjórn- artaumunum um næstu áramót, ef fram heldur sem horfir. Þegar sigur vannst á stjórn Sadd- ams Husseins ályktaði öryggisráð SÞ um hersetu bandalagsþjóða í Írak. Gildistími þeirrar ályktunar hefur verið framlengdur í þrígang og rennur út 31. desember næst- komandi. Hart var deilt á Íraks- þingi um síðustu framlengingu, og hefur Maliki lýst því yfir að ekki verði sóst eftir því að umboð bandalagshersins verði enn fram- lengt. Unnið er að tvíhliða samningum á milli Íraks og Bandaríkjanna um áframhaldandi veru herliðs. Gera Írakar ráð fyrir að geta að mestu sinnt löggæslu sjálfir, en Banda- ríkjaher verði þeim til halds og trausts fyrst um sinn. Nýr Bandaríkjaforseti Breyttar forsendur Bandaríkja- hers í Írak verða arfleifð fráfarandi Bandaríkjaforseta til eftirmanns síns. Það verður því annaðhvort John McCain eða Barack Obama sem tekst á við endanlega úrlausn átakanna. Stjórnvöld í Írak og Bandaríkj- unum róa um þessar mundir öll- um árum að því að ná tvíhliða samkomulagi um áframhaldandi dvöl erlends herliðs í landinu. Mið- ast þær samningaviðræður við að herinn hverfi á brott, þótt tíma- rammi liggi ekki fyrir. Barack Obama, forsetafram- bjóðandi demókrata, hefur sagst munu reyna að draga bandarískt herlið sem fyrst út úr Írak – og miðar við að bardagasveitir yfirgefi landið á sextán mánuðum. John McCain, frambjóðandi repúblikana, lýsir hins vegar efa- semdum um að hægt sé að tryggja stöðugleika í landinu á svo skömmum tíma. „Sá árangur sem við höfum náðst er enn viðkvæmur og gæti hæglega gengið til baka,“ sagði McCain þegar hann var spurður álits á brotthvarfi frá Írak. Er stríðið í Írak að klárast? a Við þurfum að ein- beita okkur að Afg- anistan og Pakistan, þar sem talíbanar eru á upp- leið og al-Kaída á athvarf. Eins og bent hefur verið á, þá höfum við ekki styrk til að ljúka starfinu í Afganistan fyrr en við drögum saman seglin í Írak. Barack Obama ➤ Bandarískir hermenn í Írakvoru um 170 þúsund þegar mest var. ➤ Sem stendur eru þeir 146þúsund. ➤ Stefnt er að því að fækkaþeim í 120 til 130 þúsund. HERAFLINN  Mjög hefur dregið úr ofbeldi í Írak að undanförnu  Bandaríkjamenn farnir að hugsa sér til hreyfings FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is a Okkur vantar ekki peningana. En við þurfum að finna heiðarlegar hendur til að eyða þeim. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Mikil aukning hefur orðið á fjár- festingum ríkisstjórnar Íraks þetta árið. Eru vonir bundnar við að hægt sé að nota tekjur af olíufram- leiðslu landsins til að hleypa efna- hagslífi landsins af stað og byggja upp helstu grunnþjónustu. Fengu embættismenn til að mynda á milli 50% og 100% launahækkun í júní- lok. Jafnframt dreifa stjórnvöld fé til fólks úti á götu – þó með því skil- yrði að sporslan sé ekki of há. Eftir því sem jafnvægi hefur auk- ist í landinu hefur framleiðsla mjakast nær 2,5 milljónum olíufata á dag – sem er jafnmikið og áður en ráðist var inn í landið fyrir rúm- um fimm árum. Þetta, auk hækk- unar á heimsmarkaðsverði, hefur haft í för með sér að Írakar sjá fram á að hafa um 70 milljarða Banda- ríkjadala í tekjur af olíuvinnslu á árinu. Samningar olíumálaráðuneytis um vinnslu stærstu olíusvæðanna hafa verið gagnrýndir, þar sem gengið var til samninga við stærstu olíufyrirtæki Vesturlanda án út- boðs. Enn vantar þó nokkuð upp á að framleiðslan slagi upp í það sem var áður en Saddam Hussein réðst inn í Kúveit árið 1991. Þá skiluðu olíubrunnar Íraks 4,5 milljónum fata af sér á dag. Íraksstjórn með fullar hendur fjár Olíutekjur knýja landið áfram George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti áform um að senda viðbótarhermenn til Íraks í byrjun árs 2007. Ráðstöfunin var umdeild heima fyrir, en í febrúar byrjaði liðsaukinn að berast. Í september náði hann hámarki, þegar 28.000 viðbótarhermenn urðu til þess að heildarherafli Bandaríkjanna í landinu náði 168 þúsundum. Á því ári sem liðið er hefur mikil breyting orðið á mannfalli. Á línu- ritinu má sjá tölur um fallna er- lenda hermenn og óbreytta Íraka árið áður en liðsaukinn barst og til loka síðasta mánaðar. Minnkunin undanfarið leynir sér ekki. Enn eru það þó óbreyttir borg- arar sem bera þyngstu byrðarnar – en áætlað er að í júní hafi 373 óbreyttir borgarar týnt lífi af völd- um átakanna. Innspýting Bandaríkjahers bar árangur Minna mannfall Ja n. 06 Fe b. 06 M ar s 06 Ap ríl 06 M aí .0 6 Jú ní 06 Jú lí 06 Ág .0 6 Se pt .0 6 Ok t. 06 Nó v. 06 De s. 06 Ja n. 07 Fe b. 07 M ar s 07 Ap ríl 07 M aí .0 7 Jú ní 07 Jú lí 07 Ág .0 7 Se pt .0 7 Ok t. 07 Nó v. 07 De s. 07 Ja n. 08 Fe b. 08 M ar s 08 Ap ríl 08 M aí .0 8 Jú ní 08 Óbreyttir Írakar Erlendir hermenn MANNFALL Í ÍRAK 3500 140 3000 120 2500 100 2000 80 1500 60 1000 40 500 20 0 24stundir/BMSHeimild: icasualties.org Um 200 bandarískir hermenn hafa hlaupist undan merkjum og sótt um hæli í Kanada vegna stríðsins í Írak. Til að hljóta landvist þurfa þeir að njóta stöðu flóttamanns, sem kanadísk yfirvöld hafa til þessa ekki veitt þeim. Liðhlauparnir bera því flestir við að stríðið í Írak sé ólög- legt. Jafnframt segja þeir framferði hersins oft jaðra við stríðsglæpi, sem þeir vilji ekki taka þátt í. Dómur hefur fallið í máli tveggja hælisleitenda, þar sem þeim var veitt leyfi til að vera í landinu til að reka hælismál sín. Hermenn til Kanada Sækja um pólitískt hæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.