24 stundir - 26.07.2008, Page 27

24 stundir - 26.07.2008, Page 27
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 27 Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Rösk fimm ár eru síðan fjölþjóðlegt herlið undir stjórn Bandaríkjanna réðst til innrásar í Írak. Innrásin hófst 19. mars 2003, Saddam Huss- ein hraktist fljótt frá völdum og 1. maí lýsti George W. Bush Banda- ríkjaforseti því yfir að átökum væri að mestu lokið. Þrátt fyrir yfirlýsingu Bush hefur starf erlends herliðs verið ærið í Írak undanfarin fimm ár. Síðustu mánuði hefur hins vegar rofað til, og þótt ofbeldi sé enn algengt og mannfall töluvert þykir stefna í friðarátt. Heimamenn að taka við Þótt ástandið í Írak sé oft ekki upp á marga fiska, hefur það stór- batnað undanfarið. Árásir hafa ekki verið færri í mörg ár og fall óbreyttra borgara hefur dregist saman um nærri 90% síðan við- bótarherafli var sendur til landsins í byrjun síðasta árs. Stefnir ríkis- stjórn Nuri al-Maliki að því að heimamenn geti tekið við stjórn- artaumunum um næstu áramót, ef fram heldur sem horfir. Þegar sigur vannst á stjórn Sadd- ams Husseins ályktaði öryggisráð SÞ um hersetu bandalagsþjóða í Írak. Gildistími þeirrar ályktunar hefur verið framlengdur í þrígang og rennur út 31. desember næst- komandi. Hart var deilt á Íraks- þingi um síðustu framlengingu, og hefur Maliki lýst því yfir að ekki verði sóst eftir því að umboð bandalagshersins verði enn fram- lengt. Unnið er að tvíhliða samningum á milli Íraks og Bandaríkjanna um áframhaldandi veru herliðs. Gera Írakar ráð fyrir að geta að mestu sinnt löggæslu sjálfir, en Banda- ríkjaher verði þeim til halds og trausts fyrst um sinn. Nýr Bandaríkjaforseti Breyttar forsendur Bandaríkja- hers í Írak verða arfleifð fráfarandi Bandaríkjaforseta til eftirmanns síns. Það verður því annaðhvort John McCain eða Barack Obama sem tekst á við endanlega úrlausn átakanna. Stjórnvöld í Írak og Bandaríkj- unum róa um þessar mundir öll- um árum að því að ná tvíhliða samkomulagi um áframhaldandi dvöl erlends herliðs í landinu. Mið- ast þær samningaviðræður við að herinn hverfi á brott, þótt tíma- rammi liggi ekki fyrir. Barack Obama, forsetafram- bjóðandi demókrata, hefur sagst munu reyna að draga bandarískt herlið sem fyrst út úr Írak – og miðar við að bardagasveitir yfirgefi landið á sextán mánuðum. John McCain, frambjóðandi repúblikana, lýsir hins vegar efa- semdum um að hægt sé að tryggja stöðugleika í landinu á svo skömmum tíma. „Sá árangur sem við höfum náðst er enn viðkvæmur og gæti hæglega gengið til baka,“ sagði McCain þegar hann var spurður álits á brotthvarfi frá Írak. Er stríðið í Írak að klárast? a Við þurfum að ein- beita okkur að Afg- anistan og Pakistan, þar sem talíbanar eru á upp- leið og al-Kaída á athvarf. Eins og bent hefur verið á, þá höfum við ekki styrk til að ljúka starfinu í Afganistan fyrr en við drögum saman seglin í Írak. Barack Obama ➤ Bandarískir hermenn í Írakvoru um 170 þúsund þegar mest var. ➤ Sem stendur eru þeir 146þúsund. ➤ Stefnt er að því að fækkaþeim í 120 til 130 þúsund. HERAFLINN  Mjög hefur dregið úr ofbeldi í Írak að undanförnu  Bandaríkjamenn farnir að hugsa sér til hreyfings FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is a Okkur vantar ekki peningana. En við þurfum að finna heiðarlegar hendur til að eyða þeim. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Mikil aukning hefur orðið á fjár- festingum ríkisstjórnar Íraks þetta árið. Eru vonir bundnar við að hægt sé að nota tekjur af olíufram- leiðslu landsins til að hleypa efna- hagslífi landsins af stað og byggja upp helstu grunnþjónustu. Fengu embættismenn til að mynda á milli 50% og 100% launahækkun í júní- lok. Jafnframt dreifa stjórnvöld fé til fólks úti á götu – þó með því skil- yrði að sporslan sé ekki of há. Eftir því sem jafnvægi hefur auk- ist í landinu hefur framleiðsla mjakast nær 2,5 milljónum olíufata á dag – sem er jafnmikið og áður en ráðist var inn í landið fyrir rúm- um fimm árum. Þetta, auk hækk- unar á heimsmarkaðsverði, hefur haft í för með sér að Írakar sjá fram á að hafa um 70 milljarða Banda- ríkjadala í tekjur af olíuvinnslu á árinu. Samningar olíumálaráðuneytis um vinnslu stærstu olíusvæðanna hafa verið gagnrýndir, þar sem gengið var til samninga við stærstu olíufyrirtæki Vesturlanda án út- boðs. Enn vantar þó nokkuð upp á að framleiðslan slagi upp í það sem var áður en Saddam Hussein réðst inn í Kúveit árið 1991. Þá skiluðu olíubrunnar Íraks 4,5 milljónum fata af sér á dag. Íraksstjórn með fullar hendur fjár Olíutekjur knýja landið áfram George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti áform um að senda viðbótarhermenn til Íraks í byrjun árs 2007. Ráðstöfunin var umdeild heima fyrir, en í febrúar byrjaði liðsaukinn að berast. Í september náði hann hámarki, þegar 28.000 viðbótarhermenn urðu til þess að heildarherafli Bandaríkjanna í landinu náði 168 þúsundum. Á því ári sem liðið er hefur mikil breyting orðið á mannfalli. Á línu- ritinu má sjá tölur um fallna er- lenda hermenn og óbreytta Íraka árið áður en liðsaukinn barst og til loka síðasta mánaðar. Minnkunin undanfarið leynir sér ekki. Enn eru það þó óbreyttir borg- arar sem bera þyngstu byrðarnar – en áætlað er að í júní hafi 373 óbreyttir borgarar týnt lífi af völd- um átakanna. Innspýting Bandaríkjahers bar árangur Minna mannfall Ja n. 06 Fe b. 06 M ar s 06 Ap ríl 06 M aí .0 6 Jú ní 06 Jú lí 06 Ág .0 6 Se pt .0 6 Ok t. 06 Nó v. 06 De s. 06 Ja n. 07 Fe b. 07 M ar s 07 Ap ríl 07 M aí .0 7 Jú ní 07 Jú lí 07 Ág .0 7 Se pt .0 7 Ok t. 07 Nó v. 07 De s. 07 Ja n. 08 Fe b. 08 M ar s 08 Ap ríl 08 M aí .0 8 Jú ní 08 Óbreyttir Írakar Erlendir hermenn MANNFALL Í ÍRAK 3500 140 3000 120 2500 100 2000 80 1500 60 1000 40 500 20 0 24stundir/BMSHeimild: icasualties.org Um 200 bandarískir hermenn hafa hlaupist undan merkjum og sótt um hæli í Kanada vegna stríðsins í Írak. Til að hljóta landvist þurfa þeir að njóta stöðu flóttamanns, sem kanadísk yfirvöld hafa til þessa ekki veitt þeim. Liðhlauparnir bera því flestir við að stríðið í Írak sé ólög- legt. Jafnframt segja þeir framferði hersins oft jaðra við stríðsglæpi, sem þeir vilji ekki taka þátt í. Dómur hefur fallið í máli tveggja hælisleitenda, þar sem þeim var veitt leyfi til að vera í landinu til að reka hælismál sín. Hermenn til Kanada Sækja um pólitískt hæli

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.