24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir
TB
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\S
ÍA
barna en tilviljun ræður því í hvaða
einstaklingum þetta gerist.
Fyrstar sinnar tegundar
Rannsóknirnar eru þær fyrstu
sinnar tegundar þar sem sýnt er
fram á slík tengsl milli geðsjúk-
dóma og úrfellinga í erfðamengi í
stóru þýði og er vonast til að þessar
uppgötvanir muni því leiða til þess
að hægt verði að greina einstak-
linga með geðklofa fyrr en ella og
hefja meðferð fyrr.
Í samstarfi
Niðurstöðurnar voru kynntar í
samstarfi við Landspítala, Evrópu-
sambandsstyrkta rannsóknahóp-
Vísindamenn hjá Íslenskri
erfðagreiningu greindu í banda-
ríska vísindatímaritinu Nature í
gær frá úrfellingum sem fundist
hafa í erfðamengi mannsins sem
auka áhættu þeirra sem þær bera á
því að fá geðklofa.
Fimmtánfaldar líkur
Í greininni kemur fram að um
það bil eitt af hverjum fimm þús-
und fæddum börnum bera í sér
slíkar úrfellingar, en þær allt að
fimmtánfalda líkur á því að við-
komandi einstaklingar greinist
með geðklofa. Þar sem úrfelling-
arnar verða við kynfrumuskiptingu
geta þær erfst frá foreldrum til
inn SGENE og samstarfsaðila í
Noregi, Kína, Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Finnlandi, Skotlandi,
Englandi, Ítalíu og Hollandi.
elias@24stundir.is
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu birta grein í Nature
Hægt að greina geðklofa fyrr
Íslensk erfðagreining Miklar
vonir bundnar við uppgötvanir.
Ónæmisdeild Landspítalans tek-
ur nú þátt í fjölþjóðlegri tilraun á
lyfinu Actemra, nýju lífvirku lyfi
við iktsýki sem hefur verið í prófun
undanfarin ár. Hefur lyfið þegar
verið samþykkt til notkunar í Japan
auk þess sem búist er við að Mat-
væla- og lyfjastofnun Bandaríkj-
anna (FDA) leyfi það á næstunni.
Gerist það er það ákveðinn gæða-
stimpill sem eykur líkurnar á að
það verði leyft í Evrópu og þar með
hér, að sögn Arnórs Víkingssonar,
sérfræðings í gigtsjúkdómum á
Landspítala.
Iktsýki er eitt algengasta afbrigði
liðagigtar og hrjáir um eitt prósent
þjóðarinnar. Að sögn Arnórs virka
þau iktsýkislyf sem þegar eru á
markaði vel á flesta sjúklinga en þó
er um fimmtungur sem þau duga
ekki á. Fyrir þann hóp gæti nýja
lyfið komið að góðum notum.
thorakristin@24stundir.is
Framboð á meðferð við iktsýki að aukast
Nýtt gigtarlyf í
prófun hérlendis
Þegar gengið er niður Laugaveg má
nú víða sjá lítil blá hús sem minna
á dúkkuhús. Þau eru hins vegar
með þaki sem hægt er að lyfta svo
hægt er að henda niður í þau rusli
enda eru þau í raun ruslafötur, dul-
búnar sem hús.
Jakob Frímann Magnússon mið-
borgarstjóri segir ruslaföturnar
ekki settar niður í samráði við
hann, borgarstjóra eða yfirmann
eignasviðs borgarinnar.
„Kannski er einhver hér að bregðast við hinu akureyrska græna fram-
taki með því að bæta við ruslafötum og ekki ætla ég að lasta framtaks-
semi ef hún er til bóta en almenn þumalfingursregla er sú að borgin sé
með í ráðum þegar götur og gangstéttir eru annars vegar.“ aak
Hulduruslafötur í miðborg
Arnarsetur Íslands, sem hefur
verið í undirbúningi á Króks-
fjarðarnesi, hefur nú sett upp
bráðabirgðatengingu við vef-
myndavél sem staðsett er við arn-
arhreiður við Breiðafjörð. Er
sýnd ný mynd á nokkurra sek-
úndna fresti á vefnum eyjasigl-
ing.is. Þegar leyst hefur verið úr
ákveðnum tæknimálum verður
hægt að sjá hreyfimynd af fjöl-
skyldunni á Reykhólavefnum. þkþ
Arnarhreiður í
beinni á vefnum
Kynnisferðir hafa boðist til að
standa straum af kostnaði við
hönnun, gerð og uppsetningu á
viðvörunarskilti í Reynisfjöru.
Miklar umræður hafa verið um
hver skuli kosta skilti á þessum
vinsæla ferðamannastað, en þýsk
hjón voru þar hætt komin í síð-
ustu viku.
Þórarinn Þór, sölu- og markaðs-
stjóri Kynnisferða, segir að
fundað verði með sveitarstjórn
Mýrdalshrepps og björg-
unarsveitum um útfærslu skilt-
isins í ágúst. Líklega muni verða
um eitt stórt skilti að ræða, með
viðvörunum á nokkrum tungu-
málum. hos
Vilja kosta skilti í Reynisfjöru
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Allt er nú óvíst um byggingu nýs
Listaháskóla við Laugaveg. Verð-
launatillaga um húsið rúmaðist
ekki innan gildandi deiliskipulags,
sem borgarstjóri og Magnús Skúla-
son, verðandi fulltrúi hans í skipu-
lagsráði, vilja fylgja út í æsar til að
varðveita 19. aldar götumynd
Reykjavíkur. Borgarstjóri vísar í
bókun skipulagsráðs máli sínu til
staðfestingar. Magnúsi líst hvorki á
húsið né staðsetninguna og skóla-
stjóri Listaháskólans hafnar því að
tillögunni verði breytt.
Bókun opin í báða enda
Fyrrverandi borgarstjóri vísar
því á bug að húsin sem borgarstjóri
vill varðveita séu 19 aldar götu-
mynd. „Þetta er della, nær væri að
tala um 20. aldar götumynd, segir
Steinunn Valdís Óskar. Ekkert var
útilokað og öllum mátti ljóst vera
að skipulagið yrði tekið til endur-
skoðunar ef svo bæri undir. Ef
ekki, hefði það verið tekið skýrt
fram í keppnislýsingu,“ segir Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir, fyrrver-
andi borgarstjóri. Hún segir orða-
lag bókunarinnar sem borgarstjóri
vísi í fela í sér mikla opnun.
„Borgaryfirvöld voru með í ráð-
um frá upphafi og þessi stjórnsýsla
gengur ekki,“ segir hún.
Enginn eins og Ólafur F.
Ýmis ummæli borgarstjóra í 24
stundum eru röng og hrokafull að
mati Steinunnar Valdísar. „Ég mót-
mæli því sem að mér snýr, en Ólaf-
ur segist vera fyrsti borgarstjórinn
sem sé einlægur umhverfissinni.
Ég greiddi atkvæði gegn Kára-
hnjúkavirkjun og hef sýnt einlægni
í umhverfismálum í verki,“ segir
Steinunn Valdís. „Ég veit ekki um
neinn stjórnmálamann sem talar
til samstarfsfólks síns eins og Ólaf-
ur F. Magnússon.“
Steinunn telur Ólöfu Guðnýju
Valdimarsdóttur hafa sagt við fjöl-
miðla það sem allir hefðu átt að
segja í hennar sporum að ráðið
myndi fjalla um tillöguna. Réttur
mánuður er síðan Ólafur F. Magn-
ússon lýsti stuðningi við setu Ólaf-
ar í skipulagsráði. Á sama tíma
virðist hann hafa staðið í viðræð-
um við Magnús sem nú er áætlað
að taki við.
Vaxandi óvissa
um Listaháskóla
Borgaryfirvöld með í ráðum um Listaháskóla frá upphafi
Borgarstjóri lýsti trausti á einn en átti í viðræðum við annan
Ráðhús Ekki sér fyrir
endann á erfiðleikum í
borgarstjórn.
➤ Skoða á möguleika á að leyfaupprunalegri götumynd að
halda sér, segir í lýsingu
vegna samkeppni um nýjan
Listaháskóla.
➤ Arkitektar í keppninni lituekki svo á að deiliskipulagið
væri endanlegt.
SKIPULAG Í UPPNÁMI
„Auðvitað hefur steypa og járn
hækkað í verði undanfarið en á
móti kemur að það er mun auð-
veldara að fá iðnaðarmenn, þeir
eru bæði ódýrari og hafa meiri
tíma,“ sagði húsbyggjandi í Úlfars-
árdal sem 24 stundir náðu tali af í
gær. Hann hafði lokið við að fjár-
magna næstum alla framkvæmd-
ina áður en hann hófst handa svo
skortur á lánsfé hindraði hann
ekki.
Annar hafði aðeins orðið var við
lánsfjárþurrð en sagðist engu að
síður geta haldið áfram með bygg-
inguna. Hann sagði flesta þá sem
væru að byggja fyrir sjálfa sig halda
áfram, það væru helst þeir verktak-
ar sem væru að byggja til að selja
sem væru stopp.
Þó stöðnunin sem orðið hefur á
fasteignamarkaði hafi ekki orðið til
þess að stöðva framkvæmdir í Úlf-
arsárdalnum kemur hún þó illa við
marga þeirra.
„Ég skilaði ekki inn lóðinni en
það hefur ekkert gengið að selja
gamla húsið,“ sagði einn viðmæl-
enda en bætti við að fjöskyldan
væri staðráðin í að klára að byggja
og flytja inn. „Þó það seljist ekki
strax held ég að það eigi að vera allt
í lagi,“ sagði hann og benti á næstu
lóð: „Þarna er fólk að byrja að
steypa grunn.“
Fólkið sem þar stóð í fram-
kvæmdum var ekki á því að hætta
við. „Við erum þegar búin að fjár-
festa helling í þessu, láta teikna
húsið og þess háttar,“ sögðu þau og
bættu við: „Við erum með uppá-
skrifað lánsloforð og reiknum með
að það standi.“ Þau sögðust frekar
bjartsýn á að úr þessu rættist.
„Við vonum auðvitað að þetta
gangi upp, það er ekki inni í mynd-
inna að hætta við fyrr en allt þrýt-
ur.“
fifa@24stundir.is
Húsbyggjendur halda áfram að byggja í Úlfarsárdal
Efni hækkar en smiðir lækka