24 stundir - 31.07.2008, Síða 8
Lög sem koma í veg fyrir opnun
nýrra skyndibitastaða í suðurhluta
Los Angeles-borgar hafa verið ein-
róma samþykkt af borgarstjórn.
Lögin munu gilda að minnsta kosti
næsta árið.
Jan Perry, sem sæti á í borgar-
stjórn, hefur barist fyrir
skyndibitabanninu í sex ár. Bindur
hún vonir við að bannið verði til
þess að hollara fæði rati á diska
íbúa svæðisins, þar sem talið er að
um 30% barna þjáist af offitu.
Reglurnar ná til 83 ferkílómetra
svæðis, með um hálfri milljón íbúa.
Skyndibitakeðjur lögðust mjög
gegn reglunum. Talsmaður McDo-
nald’s benti til dæmis á að auk þess
að veita fjölda íbúa atvinnu, þá
væri matseðill keðjunnar orðinn
hollur og næringarríkur í seinni
tíð.
Smærri veitingastaðir hafa jafn-
framt sitthvað við reglurnar að at-
huga. „Tilgangurinn með þessum
reglum er mjög góður. Offita er
mikið vandamál,“ segir Madelyn
Alfano, sem rekur litla keðju
ítalskra veitingastaða. „En veitinga-
iðnaðinum er ekki um að kenna.“
Alfano óttast að bannið flæki
einungis regluverk og torveldi þar
með stofnun nýrra veitingastaða.
andresingi@24stundir.is
Hollustureglur í Los Angeles
Skyndibitabann
8 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir
SKULDABRÉF LANDIC PROPERTY HF.
TEKIN TIL VIÐSKIPTA Á OMX NORDIC EXCHANGE ICELAND HF.
Landic Property hf. hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta á
OMX Nordic Exchange Iceland hf.
Heildarnafnverð skuldabréfanna sem nú eru tekin til viðskipta er
7.100.000.000 kr. í einum flokki. Nafnverð hverrar einingar er 5.000.000 kr.
Skuldabréfin voru gefin út 6. september 2007. Skuldabréfin eru óverðtryggð
og greiða bréfin ársfjórðungslega Reibor vexti ásamt 2,20% álagi. Fyrsti
vaxtadagur er 6. desember 2007 og á 3 mánaða fresti eftir það, en síðasta
vaxtagreiðsla er á lokagjalddaga skuldabréfanna, 6. mars 2009. Höfuðstól
bréfanna ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjalddaga þann 6. mars
2009. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er STOD 09
0306 og ISIN IS0000015501.
OMX Nordic Exchange Iceland hf. mun taka skuldabréfin til viðskipta þann
31. júlí 2008.
Umsjón með sölu skuldabréfanna og töku til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er Glitnir
banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Lýsinguna og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að
nálgast hjá Landic Property hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík og á heimasíðu Landic Property hf.
www.landicproperty.is fram til lokadags skuldabréfanna.
Reykjavík, 31. júlí 2008.
Nafnverð útgáfu:
Skilmálar bréfanna:
Fyrsti viðskiptadagur:
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Dregið hefur úr nýsmiti HIV-veir-
unnar og færri létust af völdum al-
næmis á síðasta ári en árið áður.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
UNAIDS, sameiginlegrar áætlunar
Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi.
Í skýrslunni kemur fram að að-
gerðir gegn heimsfaraldri alnæmis
hafi víða borið mikinn árangur, þó
hvergi sé faraldurinn að baki. Það
jafnvægi sem virðist hafa náð í út-
breiðslu HIV-veirunnar þýði að
enn hafi nærri 7.500 manns smitast
af henni dag hvern árið 2007.
Fræðsla skilar árangri
„Undanfarin ár hafa forvarnir
stóraukist,“ segir Paul De Lay, einn
höfunda skýrslunnar. „Þetta starf
er nú farið að skila árangri.
Nefna skýrsluhöfundar sem
dæmi að notkun smokka hafi stór-
aukist í sunnanverðri Afríku –
svæðinu þar sem 67% HIV-já-
kvæðra í heiminum búa. Þá segja
þeir ánægjulegt að ungt fólk bíði
lengur eftir að stunda kynmök í
fyrsta sinn.
Þessa gætir í þeim sjö löndum
sem verst hafa orðið úti – Búrkína
Fasó, Kamerún, Eþíópíu, Gana,
Malaví, Úganda og Sambíu. Er til
dæmis bent á að í Kamerún hafi
þeim sem hafa mök fyrir 15 ára
aldur fækkað úr 35% niður í 14%.
Meðferð hefur stóraukist
Einn þeirra þátta sem þakkað er
fyrir færri dauðsföll af völdum al-
næmis er aukið aðgengi að lyfjum.
Sem stendur eru um þrjár milljónir
HIV-jákvæðra í þróunarlöndunum
í lyfjameðferð, sem er fjölgun um
milljón á einu ári. Telja skýrsluhöf-
undar aukninguna þurfa að vera
enn meiri. „Fyrir hverja tvo ein-
staklinga sem byrjuðu í lyfjameð-
ferð smitast fimm af HIV-veir-
unni,“ segir De Lay.
Purmina Mane, framkvæmda-
stjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu
þjóðanna, segir að auka þurfi fram-
lög til lyfjameðferðar í þróunar-
löndum um 11 milljarða banda-
ríkjadala á ári til að allir sem þurfi
fái nauðsynleg lyf. „Ef við viljum
halda áfram að sjá þokast í rétta átt
þarf bæði fjárhagslega og pólitíska
skuldbindingu,“ segir Mane.
Hægir á alnæm-
isfaraldrinum
Færri smituðust af HIV-veirunni í fyrra en 2006 og færri létust af
völdum alnæmis Þakkað aukinni fræðslu og aðgengi að lyfjum
➤ Áætlað er að 33 milljónirmanna hafi verið HIV-
jákvæðar árið 2007.
➤ Um 2,7 milljónir nýsmita urðuá árinu og 2 milljónir manna
létust af völdum alnæmis.
➤ Árið 2007 smituðust um 370þúsund börn undir 15 ára
aldri af HIV.
➤ Í heildina er talið að 2 millj-ónir barna séu HIV-jákvæð.
HELSTU TÖLUR
NordicPhotos/AFP
Í biðröð Fólk bíður þess að fá
alnæmislyf í heilsugæslustöð í
Port-au-Prince á Haítí.
Nærri helmingur frönskumæl-
andi Belga myndi vilja ganga í
Frakkland, ef Belgíu yrði skipt
upp. Þetta eru niðurstöður könn-
unar sem birtist í gær.
Um 49% aðspurðra í Vallóníu,
héraði frönskumælandi í suður-
hluta Belgíu, svöruðu játandi
þegar þau voru spurð hvort þau
styddu sameiningu við Frakk-
land. Þetta er mikil aukning frá
því fyrir hálfu ári, þegar 29% Val-
lóna svöruðu játandi. aij
Vallónar líta
til Frakklands
AK-flokkur Recep Tayyip Erdog-
an, sem fer með stjórnartaumana
í Tyrklandi, slapp í
gær með skrekk-
inn, þegar stjórn-
arskrárdómstóll
úrskurðaði að
starfsemi flokksins
skyldi ekki bönn-
uð. Þess í stað
ákváðu dómararnir að skera op-
inber framlög til AK-flokksins
niður um helming. Flokknum var
gefið að sök að vilja má út mörk
trúarbragða og stjórnmála, en
stjórnarskrá landsins leggur blátt
bann við því. Erdogan neitar að
slíkt vaki fyrir AK.
Hasim Kilic yfirdómari segir úr-
skurðinn vera alvarlega viðvörun
til AK-flokksins. aij
Stjórnarflokkur
ekki bannaður
Kráargestir í Baden-Württem-
berg og Berlín gátu í gær kveikt í
sígarettum á krám, eftir að stjórn-
arskrárréttur Þýskalands felldi regl-
ur um bann við reykingum úr
gildi.
Dómstóllinn komst að því að
smærri knæpur bæru skarðan hlut
frá borði í reykingabanni. Stærri
staðir mættu samkvæmt reglunum
koma sér upp aðstöðu til reykinga,
þannig að réttinum sýndist jafn-
ræði öldurhúsa fyrir lögum ekki
virt.
Löggjafanum var gefinn frestur
til loka árs 2009 til að setja nýjar
reglur um reykingar, þar sem öll-
um er gert jafnt undir höfði. Þang-
að til geta gestir kráa kveikt sér í
sígarettum – svo fremi að kráin sé
minni en 75 fermetrar að grunn-
fleti, hafi engin aukaherbergi og
meini fólki undir 18 ára inngöngu.
andresingi@24stundir.is
Þjóðverjum leyft að fá sér rettu á barnum
Reykingabanni
hnekkt að hluta
Radovan Karadzic, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, var fluttur frá Serbíu
í fangageymslur stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna aðfaranótt
miðvikudags. Svetozar Vujacic, lögfræðingur Karadzic, sagði að skjól-
stæðingur sinn myndi nýta sér 30 daga lögboðinn frest til að lýsa af-
stöðu sinni til ákæru fyrir þjóðarmorð.
„Handtaka Radovan Karadzic er fórnarlömbunum geysilega mikilvæg.
Þau hafa þurft að bíða allt of lengi eftir þessum degi,“ segir Serge
Brammerts saksóknari. „Það er mikilvægt að sýna að handtaka er það
eina sem gengur fyrir stríðsglæpamenn og að þeir megi hvergi eiga
griðland.“ aij
Karadzic komið í hendur SÞ