24 stundir - 31.07.2008, Page 13
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 13
Nú stefnir í að sum-arsmellur ársins verðiListahá-
skólinn við Lauga-
veg. Höfundar þessa
einstæða farsa ganga
nú hver fram af öðr-
um í hraustlegum
yfirlýsingum að
misathuguðu máli. Þannig lýsir
Magnús Skúlason sem sjálfstæð-
ismenn eiga að kjósa í skipulags-
ráð í stað Ólafar Guðnýjar Valdi-
marsdóttur því yfir að
vinningstillaga að Listaháskóla sé
ekki góð byggingarlist. Magnús
bætti svo enn á skemmtunina þeg-
ar hann efaðist um það í viðtali við
RÚV að nemendur Listaháskóla
ættu að vera að ráfa um Laugaveg-
inn. Þetta væri nefnilega versl-
unargata.
Heilindi og traust eru helstueinkunnarorð Ólafs F.Magnússonar, sem segir
það helsta einkenni á sjálfum sér
að hann meini það
sem hann segir. Sú
einkunn sem Ólafur
gefur sér vekur eng-
an fögnuð stjórn-
málamanna og fyrr-
verandi
samstarfsmanna. Þeir spyrja hverj-
um hann sýndi heilindi og traust,
þegar hann lýsti fullu trausti á setu
Ólafar Guðnýjar Valdimars-
dóttur í skipulagsráði, samtímis
því að hann var að reyna að ná
Magnúsi Skúlasyni inn í skipu-
lagsráð. Sjálfstæðisflokkurinn í
borgarstjórn virðist fátt vita um
orð og gjörðir borgarstjóra síns, en
segir hann ráða sínum mönnum.
Bloggara frá Ólafsvík datt í hug að
best væri að fá Listaháskólann
þangað til að létta vanda Reykvík-
inga. Nú þegar ljóst er að stúd-
entar hafa ekki gott af að ráfa um
Laugaveginn og borgarstjóri ræð-
ur sinni stefnu er
spurt: Skyldi Sjálf-
stæðisflokkurinn
taka undir með
Magnúsi um að
skólinn eigi jafnvel
ekki heima við
Laugaveg ef borgarstjóri segir það
líka?
Sjóðheitt var í gær en spáð erað hitinn í þjóðfélaginuhækki meira á næstunni í
pólitík og á vinnumarkaði. Gunn-
ar Birgisson í Kópavogi sló keilu í
gær þegar hann lokaði bæjarskrif-
stofunni vegna veðurs. Ólíkt ýms-
um öðrum vinnustöðum var hann
aftur opnaður í morgun.
beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Það var hárrétt ábending hjá
bankastóra Landsbankans, Sigur-
jóni Árnasyni í útvarpsviðtali, að
Íslendingar hafi allar forsendur til
að lifa góðu lífi haldi þeir vel á
málum. Spurning er hins vegar
hvernig við berum okkur að. Þar er
ég bankastjóranum ekki sammála.
Hann sér helst möguleika í áli.
Að trúa á eigin getu
Íslendingar eru vel menntuð
þjóð sem býr yfir miklum sköp-
unarkrafti, við erum ekki þjökuð
af skrifræðis- og reglugerðarhugs-
un úr hófi fram (þótt marga
dreymi um það illu heilli að koma
okkur kirfilegar undir tilskipana-
veldið í Brüssel). Íslendingum vaxa
hlutirnir almennt séð ekki í aug-
um; tilfinningin er sú að flestu sé
hægt að redda. Þessi hugsun er
dýrmæt. Þann dag sem við ger-
umst sérfræðingar í að ná í pen-
inga úr öllum sjóðunum í Evrópu-
sambandinu og hættum að stóla á
okkur sjálf, þá mun fara að halla
undan fæti hjá landanum. Betra er
að hafa minni sjóðsaðgang en
þeim mun meiri trú á sjálfan sig og
vilja til að standa sig.
Bankastjóra fatast flugið
Aftur að álinu. Bankastjóri
Landsbankans orðaði það svo að
álframleiðsla snerist um að flytja
út orku. Nú væri góður prís á orku
í heiminum og um að gera að grípa
tækifærið. Virkja án afláts og selja
álframleiðendum orkuna. Svo var
að skilja að þetta væri tækifæri sem
mætti ekki ganga okkur úr greip-
um. Kannski kæmi það ekki aftur.
Þarna hygg ég að Sigurjóni banka-
stjóra fatist flugið heldur betur. Í
fyrsta lagi erum við að fá mjög lágt
verð fyrir orkuna. Í öðru lagi mun
orkuvandinn í heiminum aukast
fremur en hitt og af þeim sökum
erum við ekki að missa af neinu
tækifæri núna. Í þriðja lagi væri
heppilegra að láta íslensk atvinnu-
fyrirtæki og heimili að sjálfsögðu
fá orkuna á gjaf-
prísum í stað þess að láta fjöl-
þjóðlega álrisa njóta vildarkjara.
Það væri betra fyrir íslenskt at-
vinnulíf. Við skulum ekki gleyma
því að virðisaukinn fyrir íslenskt
þjóðarbú af álframleiðslu í eigu er-
lendra fjárfesta er miklu minni en
af nánast öllum innlendum
avinnurekstri!
Metum Þjórsá að verðleikum
Síðast tel ég svo upp það sem
mestu máli skiptir. Að umbreyta
orku í ál er ekki gert okkur að
kostnaðarlausu. Fórnin er ekki
smá. Fórnað er náttúruperlum Ís-
lands. Sigríður frá Brattholti bjarg-
aði Gullfossi á sínum tíma; kvaðst
fremur fórna lífi sínu en láta eyði-
leggja Gullfoss. Ekki vil ég mann-
fórnir. En það er engu að síður
okkar kynslóðar að bjarga Þjórsá
og Jökulánum í Skagafirði frá
skammsýnum og virkjunaróðum
stjórnvöldum. Herhvöt Sigurjóns
bankastjóra og félaga nú síðast
gengur út á að víla ekki fyrir okkur
að virkja á kostnað náttúrunnar.
Ég hef rætt við fjöldann allan af
fólki sem ferðast hefur um landið
okkar í sumar, bæði innlent fólk og
erlent, frá sér numið af hrifningu.
Gullfoss þótti glæsilegur og
ógleymanlegt að upplifa flúðasigl-
ingar í Jökulánum í Skagafirði,
Þjórsá tignarleg.
Fórnað fyrir einnota dós
Nú er spurningin hvort viljum
við heldur: a) Varðveita náttúru-
perlur Íslands fyrir komandi kyn-
slóðir að njóta. b) Fórna þeim fyrir
vafasama skammtímahagsmuni
(innspýtingu í efnahagslífið rétt á
meðan verið er að virkja og reisa
álverksmiðjurnar) og taka þannig
þátt í framleiðslu „hreinnar orku“
til að niðurgreiða einnota kókdósir
og álbakka undir kjötið á grillið.
Ég held þeir kosti tíkall stykkið.
Ekki mikið. Enda orkan ódýr.
Náttúruperlur á gjafprís. Ætlum
við að fara svona með náttúru Ís-
lands? Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.
Höfundur er alþingismaður
Enginn veit
hvað átt hefur …
VIÐHORF aÖgmundur Jónasson
Þann dag
sem við ger-
umst sér-
fræðingar í
að ná í pen-
inga úr öllum
sjóðunum í
Evrópusambandinu og
hættum að stóla á okkur
sjálf, þá mun fara að halla
undan fæti hjá land-
anum.
Vinnulyftur ehf.
Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ
Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440
www.vinnulyftur.is
Vinnulyftur og
jarðvegstæki
til leigu og sölu
Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum
og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar
innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina.
Hafið samband og fáið verðtilboð!
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsunum Fákafeni)
www.gala.is • S:588 9925
Opið 11-18 og 11-16 lau.
ÚTSÖLULOK
Enn meiri verðlækkun
Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Í rúm 40 ár hefur Tösku og hanskabúðin á Skólavörðustíg
haft á boðstólum ríkulegt úrval af ferðatöskum, handtöskum,
hönskum og göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt.
Nú höfum við bætt um betur og opnað verslun okkar á
veraldarvefnum þar sem hægt er á aðgengilegan hátt að skoða
og gera góð kaup á slóðinni www.th.is
Úrval vandaðra vörumerkja eins og Adax, Cavalet, Membur o.fl.