24 stundir - 31.07.2008, Síða 24

24 stundir - 31.07.2008, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Fimmtudagur 31. júlí 2008  Veðursældin í máli, myndum og grafík » Meira í Morgunblaðinu Hitabylgja  Baltasar Kormákur fór á hestbak með Sam Shepard »Meira í Morgunblaðinu Heim eftir tökur  Aníka Rós kolféll fyrir þýsku fatamerki » Meira í Morgunblaðinu Frá Myspace í búð  Kvikmyndin Wall-E skart- ar glæsilegri teiknitækni » Meira í Morgunblaðinu Galdrar Pixar  Viðbúnaður og veður fyrir verslunarmannahelgina » Meira í Morgunblaðinu Hvert skal halda? Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Það er alltaf talað um grill eins og einhver vísindi. Sannleikurinn er sá að þetta er eitthvað það einfaldasta sem maður gerir. Þú hendir kol- unum í hrúgu samkvæmt leiðbein- ingum, hellir yfir þau vökva og kveikir í og bíður eftir að þau verði hvít. Þá leggur þú kjötið á grillið og bíður eftir að það steikist í gegn. Þetta eru ekki beinlínis geimvís- indi,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, áhugamaður um útivist og höf- undur ýmissa leiðsögubóka, þeirra á meðal er bókin 101 Ísland sem nú situr í metsölulistum bókabúða. Einnota grill einföld og góð Páll segir það verðugt markmið að leitast við að hafa hlutina sem einfaldasta í tjaldútilegum. „Ef ég vil hafa hlutina mjög einfalda, sem maður á alltaf að leitast við, þá finnst mér rosalega þægilegt að nota einnota grill sem hægt er að kaupa á bensínstöðvum. Enginn íkveikjulögur eða neitt og þau duga vel fyrir tvo til þrjá. Eins einfalt og það getur verið,“ segir Páll en bætir þó við: „En það má alls ekki skilja þau eftir úti í náttúrunni og það á ekki að leggja þetta ofan á grasblett á meðan grillað er því þá myndast brunablettur. Best er að grilla á sandi eða möl eða þá leggja steina undir grillið.“ Heimsins besta kartöflusalat Páli þykir ekki mikið til inn- pakkaðs grillkjöts koma. „Ég vil vita hvað ég borða. Þess vegna hef ég tilhneigingu til að sniðganga þessar vandlega kafkrydduðu grill- sneiðar. Mér finnst þær frekar ólystugur matur satt að segja,“ seg- ir Páll sem vill hafa matinn, eins og flest annað í útilegunni, sem ein- faldastan. „Toppgrillmáltíðin í minni útilegu er ef ég nenni að gera gott kartöflusalat áður en ég fer að heiman. Þá hef ég það með mér og kaupi tvær til þrjár tegundir af pylsum og grilla þær og borða með kartöflusalatinu. Allt snýst þetta um að hafa lífið eins einfalt og hægt er,“ segir Páll sem deilir upp- skriftinni með lesendum. Kartöflusalat Páls Ásgeirs Hráefni: 2 kg kar töflur hálfur laukur tvö græn epli 4 harðsoðin egg súrmjók majones salt pipar beikon Aðferð: Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og kælið. Skerið kartöflurnar í teninga og setjið í skál. Fínsaxið hálfan lauk og tvö græn epli og bætið í skálina ásamt harðsoðnu eggj- unum sem eru skorin niður. Búið til sósu úr súrmjólkinni og majo- nesinu og kryddið með salti og pipar. Steikið beikonið, saxið niður og bætið saman við allt hitt. Þetta er allt hrært saman og þá er komið „besta kartöflusalat í heimi“. Ekki fyrir alveg venjulegt fólk En hvert skyldi útilegumaður á borð við Pál Ásgeir fara um sjálfa verslunarmannahelgina? „Ég ætla ekki að fara neitt. Ég ætla bara að vera heima í garðinum, það er ekki flóknara en það. Sannleikurinn er sá að það er alltaf gaman að fara í útilegu og tjalda í fallegum hvammi við lækjarnið og hafa það notalegt, fara í skemmtilegar gönguferðir og komast í samband við náttúruna,“ segir Páll og heldur áfram: „En þessar skemmtanir svo- kölluðu sem eru haldnar um versl- unarmannahelgina eru náttúrlega ekki fyrir alveg venjulegt fólk. Ef þú leggur kalt mat á þetta; fimm þúsund ungmennum er safnað saman á tiltölulega þröngu svæði og þau eru öll viti sínu fjær af áfengisneyslu, það getur aldrei orðið skemmtilegt í hinum hefð- bundna skilningi þess orðs. En ég tel mig muna það frá því að ég var miklu yngri en ég er núna að þeim sem taka þátt í þessu getur þótt það býsna skemmtilegt svona part úr nóttu eða svo.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson gefur uppskrift að besta kartöflusalati í heimi Snýst allt um að gera lífið einfalt Páll Ásgeir Ásgeirsson, höfundur leiðsögubók- arinnar 101 Ísland sem nú situr á metsölulistum, leggur mikið upp úr því að hafa lífið einfalt. Það á sérstaklega við í tjaldúti- legum en hann kýs pylsur á grillið ásamt heimsins besta kartöflusalati en gefur lítið fyrir útihátíðir. Einfaldur Páll Ásgeir vill pyls- ur og kartöflusalat í útileguna. ➤ Páll Ásgeir hefur gefið útfjölda leiðsögubóka. Þeirra á meðal er 101 Ísland sem situr á metsölulistum bókabúða. ➤ Hann gefur lesendum upp-skrift að „heimsins besta“ kartöflusalati“ að eigin sögn. PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Til að fá hreinan og fallegan kjúkling er gott að baða hann upp úr vatni og ediki. Setjið einn bolla af ediki og tvo bolla af vatni í skál og leggið kjúklinginn ofan í. Nudd- ið kjúklinginn upp úr blöndunni og endurtakið ferlið einu sinni í nýrri skál. haukurh@24stundir.is Baðið kjúklinginn upp úr vatni og ediki áður en hann er eldaður Kjúklingurinn í bað LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is grillið

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.