24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 25
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 25
Það er stundum hægt að fá kjúklingalæri á
tilboðsverði og um að gera að næla sér í
pakka af þeim. Kjúklingalæri eru hentug í
ferðalagið. Grillsósuna er ágætt að gera
heima áður en haldið er af stað. Í þessari
uppskrift er beikoni vafið um kjúklingalærin
áður en þau eru sett á grillið en einnig má
nota ítalska parmaskinku. Uppskriftin mið-
ast við þrjá.
6 kjúklingalæri
6 beikonsneiðar
Grillsósa
2 dl tómatsósa
½ dl hunang
2 msk. olía
2 tsk. karrí
1 msk. Worchestershire-sósa
1 tsk. paprikuduft
2 tsk. sítrónusafi
1/2 tsk. salt
nýmalaður pipar
Blandið öllu þessu sem upp er talið saman í
skál og hrærið vel. Smakkið til og bragðbætið
meira ef þörf er á.
Vefjið beikonsneiðum utan um lærin og fest-
ið með tannstöngli. Penslið kjúklinginn með
grillsósunni og leggið á grillið. Eldunartími
er 30 mínútur á miðlungshita. Snúið lær-
unum við öðru hverju og penslið aftur með
sósunni.
Gott er að bera fram t.d. grillaðan ananas
með þessu, salat og gott brauð. Einnig væri
gott að búa til kartöflusalatið hans Páls Ás-
geirs hér á síðunni til hliðar og hafa með.
Kartöflusalat er oft best daginn eftir að það
er búið til.
Þessi réttur er upplagður í sumarbústaðnum
eða úti í guðsgrænni náttúrunni.
GOTT Á GRILLIÐ UM HELGINA
Grilluð kjúklingalæri með beikoni
Nammi namm Grilluð kjúklinga-
læri vafin með beikonsneiðum.
Stuðningsmenn forsetaframbjóð-
andans Baracks Obama slógu
upp heljarinnar grillveislu fyrir
gesti og gangandi í Incline Village
í Nevada á dögunum. Tímasetn-
ingin og staðsetningin var engin
tilviljun því á sama tíma á svip-
uðum slóðum hélt keppinautur
Obama, rebúblikaninn John
McCain, hundrað manna einka-
fjáröflun. „Mér finnst þetta vera
einkennandi fyrir frambjóðend-
urna,“ segir skipuleggjandi grill-
veislunnar, Walt Borland. „Við
stöndum fyrir fjölskylduskemmt-
un sem er opin öllum og þar að
auki ókeypis á meðan McCain og
hans menn eru með fjáröflun
sem kostar þúsundir dollara að
sækja,“ bætir Borland við. For-
setaslagurinn teygir sig víða og
allar leiðir eru reyndar til að ná
athygli almennings. hh
Obama býður
í grillveislu
Par sem lá í sólbaði fyrir utan hús
sitt í Rainhill í Bandaríkjunum
taldi sig finna lykt af grillveislu
en voru í raun að þefa af eigin
húsi sem stóð í ljósum logum.
Þau höfðu legið í nokkrar mín-
útur þegar þau áttuðu sig á því að
eldtungur stóðu út um eldhús-
gluggann á húsinu. Parið stökk til
og byrjaði að ráðast að eldinum
með garðslöngu. Stuttu síðar
kom slökkviliðið á vettvang og
slökkti eldinn, en eldhúsið var
gjörónýtt auk þess sem alvarlegar
reykskemmdir urðu í húsinu. Af
lyktarskyni parsins að dæma
mætti ætla að þau séu alvön því
að brenna steikurnar á grillinu.
hh
Grilllyktin var af
húsbruna
18, 25 eða 34 ára?
Gunnar Baldursson er 18 ára menntaskólanemi
Að kAupA vín
er ekkert Grín vinbudin.is
takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði
þegar þú kemur í vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt
um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.
Hafðu skilríkin meðferðis
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
34
68
9