24 stundir - 31.07.2008, Qupperneq 29
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 29
Þjóðhátíð í Eyjum er ætluð fyrir alla fjöl-
skylduna og ýmislegt fleira er hægt að gera í
Heimaey en að drekka öl og hlýða á tónlist.
Á vefsíðunni Ganga.is má finna upplýs-
ingar um nokkrar gönguleiðir á eyjunni,
sem og annars staðar á landinu, við allra
hæfi.
Eldfell er yngsta fjall á Íslandi en það
myndaðist í gosinu árið 1973. Við lok goss-
ins var fjallið um 220 metra hátt en það hef-
ur síðan sigið um 18-20 metra. Það tekur
um hálfa til eina klukkustund að ganga á
topp Eldfells og þaðan er frábært útsýni yfir
Vestmannaeyjar. Gengið er frá Upplýsinga-
miðstöð Vestmannaeyja.
Auðvelt er að ganga á Ofanleitishamar
frá Kaplagjótunni í Herjólfsdal og suður
meðfram Hamrinum. Þá endar maður í
Klaufinni sem er sandfjara við Stórhöfða.
Þessi ganga tekur um eina og hálfa klukku-
stund en þeir sem vilja lengja hana, eða
bara taka aðra styttri göngu, geta gengið
Stórhöfðahringinn. Stórhöfði er syðsti
punktur Heimaeyjar og þar hefur verið
mönnuð veðurathugunarstöð frá 1921.
Hringurinn í kringum höfðann er um hálf-
ur kílómetri og tekur einungis um hálftíma
að ganga hann. Þar er mikið fuglalíf og er
meðal annars talið að þar sé stærsta lunda-
byggð í heimi.
Loks er hægt að ganga á Dalafjall en best
er að hefja þá göngu við Friðhafnarskýlið.
Er þá gengið með fjöllunum inn í Herjólfs-
dal og upp afmarkaðan stíg úr botni dalsins.
Þar er frábært útsýni yfir Heimaey og til
meginlandsins.
Þeim sem vilja kynna sér þessar göngu-
leiðir nánar er bent á að góð göngukort fást
hjá mörgum þjónustuaðilum í Vest-
mannaeyjum. haukurj@24stundir.is
Það er nóg að gera fyrir útivistarfólk á þjóðhátíð
Margar góðar gönguleiðir er að finna í Vestmannaeyjum
Útivist á útihátíð Breyttu til
og farðu í gönguferðir.
Hátíðin Ein með öllu og allt und-
ir fer sem kunnugt er fram á Ak-
ureyri um helgina. Búist er við
margmenni og fjölbreytt dagskrá
verður alla dagana. Þeir hátíð-
argestir sem eiga sjaldan leið í
höfuðstað Norðurlands ættu að
slá tvær flugur í einu höggi og
kynna sér þau fallegu svæði sem
finna má í nágrenni bæjarins.
Perla Eyjafjarðar
Hrísey tilheyrir Akureyrarbæ
og siglt er þangað á einnar til
tveggja stunda fresti. Hver ferð
tekur aðeins um 15 mínútur og
því er staðsetningin engin fyr-
irstaða. Á þessari svokölluðu
perlu Eyjafjarðar
má meðal annars
fara í skoð-
unarferð með
vagni dregnum af
traktor, skoða há-
karlasafnið, fara í
sund og síðast en
ekki síst eru góð-
ar gönguleiðir.
Eyjan er um 7 km á lengd og
breiðust 2,5 km. Þar eru þrjár
merktar gönguleiðir, sú græna, sú
gula og sú rauða. Eru þær á bilinu
2,3 til 5 km langar. Miklir garðar
liggja um eyjuna þvera og endi-
langa og eru þeir taldir vera mjög
fornir. Einnig er gaman að rölta
um og virða fyrir sér fuglalífið.
Sérstakur trjásýnistígur
Skógrækt hófst í Kjarnaskógi
árið 1946 en þar var þá skóglaust
með öllu og landið nýtt til beitar
og kartöfluræktar. Í dag er þar
mikill og fjölbreyttur trjágróður
og aðstæða til útivistar góð.
Sérstakur trjásýnistígur liggur
í gegnum hjarta skógarins með-
fram Brunná en þar að auki liðast
gott kerfi göngustíga um skóginn.
Nær allar plöntur Íslands
Í lystigarði Akureyrar, sem
opnaður var almenningi árið
1912, má finna nánast allar ís-
lenskar plöntur, eða um 400 teg-
undir, og þar að auki rúmlega
7.500 erlendar
tegundir.
Garðurinn var
stofnaður að
frumkvæði Önnu
Schiöth árið 1910
en Margarethe
Schiöth, tengda-
dóttir hennar,
hélt starfinu áfram síðar. Í garð-
inum má finna brjóstmynd af
Margarethe þar sem á er letrað:
„Hún gerði garðinn frægan.“ hj
Fagurt umhverfi
Akureyrarbæjar