24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 35
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 35 Það er ólíklegur dúett er sér um James Bond lagið fyrir næstu mynd, Quantum of Solace, en þau Jack White úr The White Stripes og Alicia Keys eru búin að vinna titillag myndarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu James Bond myndanna sem titillagið er dúett tveggja söngv- ara. Amy Winehouse er átti upp- haflega að hreppa hnossið klúðr- aði tækifærinu þegar samstarf hennar og upptökustjórans Mark Ronson skilaði engum ávöxtum. Upptökustjórinn rak hana og sagði fjölmiðlum að hún væri í engu ástandi til þess að syngja. Lagið er samið af Jack White en hann stjórnaði einnig upp- tökum og trommaði. Það má því búast við töluvert öðruvísi lagi en Chris Cornell bauð Bond aðdá- endum upp á í síðustu mynd. Langt er síðan svo mikil eft- irvænting var eftir nýrri Bond mynd, en túlkun Daniel Craig á njósnaranum sló rækilega í gegn síðast. Myndin kemur í bíó hér í byrjun nóvember en laginu verð- ur sleppt lausu þónokkuð fyrr. biggi@24stundir.is „Nafn? White... Alicia White“ James Bond Það verða þau Jack White og Alicia Keys sem sjá um nýja Bond-lagið. Sunnudaginn 3. ágúst verður haldið málþing og tónleikar á Árbæjar- safni í tengslum við sýninguna Diskó og pönk – ólíkir straumar? Sýningunni er ætlað að höfða til ungs fólks og þar gefst færi á að kynn- ast menningu ungs fólks í Reykjavík á árunum um 1980. Á málþinginu verður reynt að varpa ljósi á ákveðna þætti þessara menningarstrauma og leitað svara við því hvað einkenndi íslenskt diskó og íslenskt pönk. Í kjölfar málþingsins verða síðan tónleikar, þar sem gestir geta kynnst á eigin skinni íslenskri pönktónlist. Málþingið hefst klukkan 16.00 en tónleikarnir byrja um 16.00 þar sem helstu pönksveitir 9. áratugarins koma fram. tsk Diskó og pönk á safn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.